Málfræðiklikk er síða þar sem hægt er að þjálfa sig í völdum afmörkuðum málfræðiatriðum á þægilegan og aðgengilegan hátt. Það eina sem þarf að gera er að klikka á það orð sem þú telur að falli undir það sem þú ert að leita að og þá færðu vissu þína.
Hér er er á ferðinni auðveld og góð leið til að læra grunnatriði málfræðinnar . Efnið er fyrst og fremst hugsað gagnvirkt en eins og alltaf höfum við einnig útbúið það til útprentunar. Þá er hægt að prenta út sérstakt lausnahefti.
Til að fara í æfingarnar klikkið þið á tengilinn sem tilgreinir það sem þið viljið þjálfa ykkur í. Þar er svo hægt að sækja prentskjölin. Já, það getur ekki verið einfaldara.
Hvetjum við alla til að kynna sér þetta efni . Það þarf ekki alltaf að vera leiðinlegt að þjálfa sig í málfræði.
Ef kennari hefur bekkjaaðgang er hægt er að nálgast niðurstöður nemenda í sínum bekk/bekkjum með því að smella á hnappinn 'Bekkjaniðurstöður' hér að ofan.
Ef þig vantar bekkjaaðgang sendu þá tölvupóst á skolavefurinn@skolavefurinn.is til að óska eftir bekkjaaðgangi. Þetta er gjaldfrjáls viðbótarþjónusta fyrir skóla í áskrift.
Ef óskað er nánari upplýsinga eða útskýringa er hægt að hafa samband við Skólavefinn í síma 551 6400 eða senda tölvupóst á skolavefurinn@skolavefurinn.is