Dönsk málfræði
Nafnorð
KYN NAFNORÐA
Í dönsku eru aðeins tvö kyn: samkyn og hvorugkyn.
Samkyn svarar til karlkyns og kvenkyns í íslensku.
Því eru orðin en mand (karlkyn í íslensku) og en kvinde (kvenkyn í íslensku) bæði í samkyni í dönsku.
FLEIRTALA NAFNORÐA
Flest nafnorð mynda fleirtölu með því að aftan við þau bætist -e, -r eða -er og sum mynda fleirtölu án endingar.
Þau nafnorð sem mynda fleirtölu með -e eru:
a) ca. 70% norrænna orða.
Athugið: að stofn nafnorða finnur þú í íslensku í þolfalli eintölu.
Athugið: að ekki eru öll orð í íslensku af norrænum stofni.
Dæmi:
en hest, heste
et hus, huse
en dreng, drenge
en vogn, vogne
et land, lande
b) Öll nafnorð sem enda á -er.
Dæmi:
en dansker (Dani), dansker-e, danskere
en svensker (Svíi), svensker-e, svenskere
en lærer (kennari), lærer-e, lærere
en maler (málari), maler-e, malere
en englænder (Englendingur), englænder-e, englændere
en islænder (lopapeysa, íslenskur hestur), islænder-e, islændere
Athugið: sønner, venner, marker, blomster, sokker, gæster, guder
c) Nokkur orð sem enda á -ing og tákna fólk
Dæmi:
en islænding, islænding-e, islændinge
en udlænding, udlænding-e, udlændinge
en slægtning (ættingi), slægtning-e, slægtninge
en englænding, englænding-e, englændinge
en sydlænding, sydlænding-e, sydlændinge
Undantekningar:
en færing (Færeyingur), færing-er, færinger
en tvilling (tvíburi), tvilling-er, tvillinger
en viking (víkingur), viking-er, vikinger
en dronning (drottning), dronning-er, dronninger
Þau nafnorð sem enda á -e mynda fleirtölu með -r.
Dæmi:
en pige, pige-r, piger
et æble, æble-r, æbler
Nokkur nafnorð mynda fleirtölu með hljóðvarpi:
Dæmi:
et barn (barn), børn en tå (tá), tæer
en datter (dóttir), døtre en moder (móðir), mødre
en and (önd), ænder en fod (fótur), fødder
en mand (maður), mænd en gås (gæs), gæs
en klo (kló), kløer en broder (bróðir), brødre
en so (gylta), søer en rod (rót), rødder
en fader (faðir), fædre en ko (kýr), køer
en tand (tönn), tænder en bog (bók), bøger
en bonde (bóndi), bønder en nat (nótt), nætter
en hånd (hönd), hænder en hovedstad (höfuðborg), hovedstæder
Athugið:
Orðin: et barnebarn, børnebørn og en bondegård, bøndergårde mynda fleirtölu á báða liði.
Þau nafnorð sem mynda fleirtölu með -er eru:
a) Flestöll tökuorð í dönsku.
(Þá finnur þú yfirleitt ekki stofninn í íslensku. Allmörg orð í íslensku eru ekki norræn.)
Dæmi:
en elefant (fíll), elefant-er, elefanter
en reol (bókahilla), reol-er, reoler
en biograf (kvikmynahús), biograf-er, biografer
en bil (bifreið), bil-er, biler
en måned (mánuður), måned-er, måneder
et sekund (sekúnda), sekund-er, sekunder
en motor (vél), motor-er, motorer
en præst (prestur), præst-er, præster
en kammerat (félagi), kammerat-er, kammerater
b) Flest stutt orð sem enda á sérhljóða.
Dæmi:
en by (bær), by-er, byer
et træ (tré), træ-er, træer
en sti (stígur), sti-er, stier
en sø (stöðuvatn), sø-er, søer
en ske (skeið), ske-er, skeer
en ø (eyja), ø-er, øer
en ble (bleia), ble-er, bleer
en ide (hugmynd), ide-er, ideer
en bro (brú), bro-er, broer
en sofa (sófi), sofa-er, sofaer
en nabo (nágranni), nabo-er, naboer
en kø (biðröð), kø-er, køer
et foto (ljósmynd), foto-er, fotoer (fotos)
en frø (froskur), frø-er, frøer
en flora (gróðurríki), flora-er, floraer
en sky (sky), sky-er, skyer
ORÐ SEM ERU AÐEINS TIL Í FLEIRTÖLU
Nokkur orð eru aðeins til í fleirtölu.
Dæmi:
et par briller (gleraugu), et par bukser, et par shorts, et par søskende, forældre, nogle levedage, nogle leveår, nogle penge.
ORÐ SEM ERU AÐEINS TIL Í EINTÖLU
Efna- og safnheiti eru aðeins til í eintölu.
Dæmi:
Kaffe, sukker, guld, tømmer.
FLEIRTALA SAMSETTRA NAFNORÐA
Samsett nafnorð mynda fleirtölu á síðasta lið.
Dæmi:
en skolepige, skolepiger
en isblomst, isblomster
et plejebarn, plejebørn
en fodfoldspiller, fodboldspillere
Sagnorð
NÚTÍÐ
Þegar sögn er í nútíð bætist -r við nafnháttinn (bæði í et. og ft.)
Dæmi:
Nafnháttur Nútíð
gå går
lide lider
stå står
snakke snakker
møde møder
begynde begynder
Þessar sagnir eru óreglulegar í nútíð:
Sögnin at være er í nútíð er.
Sögnin at have er í nútíð har.
Sagnirnar at gøre og at vide eru í nútíð gør og ved.
Ófullkomnu sagnirnar: ville, skulle, kunne, måtte, burde og turde eru endingarlausar í nútíð. Í nútíð eru þær: vil, skal, kan, må, bør og tør.
Dæmi:
Jeg vil læse bogen. Han må rejse straks.
Dæmi:
Nafnháttur Nútíð
have (hafa) har
være (vera) er
gøre (gera) gør
vide (vita) ved
burde (eiga að) bør
turde (þora) tør
ville (ætla munu, vilja) vil
skulle(skulu,verða,eiga) skal
kunne (geta) kan
måtte (verða) må
ÓFULLKOMNAR SAGNIR (HJÁLPARSAGNIR)
Á eftir ófullkomnu sögnunum at ville, skulle, kunne, måtte, burde og turde kemur sögn í nafnhætti án nafnháttarmerkisins at.
Dæmi:
Jeg vil gå i skole. Han skal begynde i dag.
Greinir
ÓÁKVEÐINN GREINIR
Þegar orð er óákveðið í íslensku stendur það án greinis.
Dæmi:
en mand, en kvinde, et bam (maður, kona, barn).
Þegar orð er óákveðið í dönsku tekur það með sér óákveðinn greini.
Hann er en í samkyni og et í hvorugkyni. Óákveðni greinirinn er aðeins notaður i eintölu. (Hann er ekki til í fleirtölu.)
Dæmi:
Et land, en dreng, en pige.
ÓÁKVEÐNUM GREINI SLEPPT
Óákveðinn greinir er ekki notaður þegar fallorð í eignarfalli eða eignarfornafn (min, din, sin, vor) er á undan nafnorði.
Dæmi:
Han er min ven. Hun er Eriks veninde.
NOKKUR FÖST ORÐASAMBÖND ÁN ÓÁKVEÐINS GREINIS
Athugaðu að í nokkrum algengum orðasamböndum eins og: gå i skole, gå i kirke, køre med bus, spille bold, på cykel er óákveðna greininum sleppt.
ÓÁKVEÐINN GREINIR MEÐ LÝSINGARORÐUM
Ef lýsingarorð stendur á undan nafnorði kemur óákveðni greinirinn á undan lýsingarorðinu.
Dæmi:
Ole er en god dreng.
ÁKVEÐINN GREINIR NAFNORÐA Í EINTÖLU
Þegar nafnorð er ákveðið á að nota ákveðinn greini.
Hann er í samkyni -n eða -en.
Í hvorugkyni er hann -t eða -et.
Ef nafnorð endar á -e fellur -e í greininum niður.
Dæmi:
(Pige-n ) Pigen er smuk.
(Æble-t) Æblet er rødt.
ÁKVEÐINN GREINIR NAFNORÐA Í FLEIRTÖLU
Ákveðinn greinir nafnorða í fleirtölu er -ne.
Á þeim orðum sem ekki fá fleirtöluendingu er hann -ene.
Dæmi:
(Kvinde-r-ne) Alle kvinderne er kommet.
(Børn-ene) Børnene synger.