Þrjár nýjar landafræðibækur og vefsíða fyrir 5., 6. og 7. bekk
Samfélagsgreinar

Þrjár nýjar landafræðibækur og vefsíða fyrir 5., 6. og 7. bekk

Glænýjar kennslubækur í landafræði og vönduð vefsíða með gagnvirkum æfingum.

Skólavefurinn býður nú upp á þrjár glænýjar kennslubækur í landafræði sem eru hugsaðar fyrir 5., 6. og 7. bekk en má þó einnig kenna á öðrum stigum, allt eftir efnum og ástæðum. Bækurnar eru eftir Ingibjörgu Sól Ingólfsdóttur og myndskreyttar af Mjöll Sigurðardóttur. Þær taka í einu og öllu mið af Aðalnámskrá grunnskóla í greininni auk þess sem reynt hefur verið að gera efnið bæði aðlaðandi og áhugavert fyrir nemendur. Góð verkefni fylgja hverri bók. Þá verður hægt að nálgast lausnir við öllum verkefnum.

Vönduð vefsíða fylgir efninu þar sem hægt er að nálgast bækurnar sem flettibækur og í pdf útgáfu. Á vefsíðunni geta kennarar einnig nálgast skemmtilegar gagnvirkar æfingar þar sem nemendur geta þjálfað sig í að þekkja lönd, höfuðborgir og fána.
Í þessu efni er landafræðin skoðuð í ljósi nýjustu áherslna og upplýsinga. Hér er á ferðinni efni sem talar inn í samtímann og það sem brennur á fólki í dag.

Hér má sjá nánari lýsingu á innihaldi hverrar fyrir sig:

Bók 1: Að rata um heiminn

Í þessari bók sem er 46 blaðsíður á lengd og skiptist í 13 kafla er farið yfir kort og hvernig á að lesa úr þeim, heimsálfurnar og fleira.
Verkefnin sem fylgja eru mjög fjölbreytt, áhugaverð og skemmtileg.

Bók 2: Náttúruöflin

Í þessari bók sem er 49 blaðsíður á lengd og skiptist í 16 kafla er farið yfir kenningar um hvernig heimurinn varð til, samsetningu jarðarinnar, flekakenninguna, jarðskjálfta og eldvirkni,  háhita- og lághitasvæði og fleira
Fjölbreytt og skemmtileg verkefni fylgja hverjum kafla.

Bók 3: Loftslag

Í þessari bók sem er 52 blaðsíður á lengd og skiptist í 15 kafla er hugtakið loftslag  útskýrt og hvað hefur áhrif á það, gang himintunglanna, möndulhalla jarðar, árstíðir, loftslagsbelti, hæð yfir sjávarmáli, hafstrauma, hæðir, lægðir og loftþrýsting, lofthjúpinn, hlýnun jarðar og margt fleira. Fjölbreytt og skemmtileg verkefni fylgja hverjum kafla.

Skólavefurinn.is

lesa meira..
NÝTT OG UPPFÆRT
Íslenska

Dóttir veðurguðsins eftir Helgu Helgadóttur

Skemmtileg framhaldssaga til að þjálfa lesskilning

Það er okkur sérstakt ánægjuefni að bjóða ykkur upp á söguna Dóttir veðurguðsins eftir Helgu Svandísi Helgadóttur í kennslubúningi. Sagan sem kom út árið 2015 er stórskemmtileg og hefur notið mikilla vinsælda.  Sagan er að stærstum hluta í formi dagbókar sem skrifuð er af hinni átta ára gömlu Blæ. Hún býr ásamt foreldrum sínum í Vesturbænum í tveggja herbergja íbúð og er óhætt að segja að heimilislífið þar á bæ sé svolítið skrautlegt og skemmtilegt. Í sögunni er komið víða við og mörg brennandi mál samtímans skoðuð, s.s. stjórnmál, nýbúamál, femínismi, stéttaskipting, mannanöfn og margt fleira. Í samvinnu við höfundinn, Helgu, höfum við búið söguna í kennslubúning og getur hún hentað nemendum alveg frá 5. bekk og upp í 8. bekk. Sögunni fylgir gott verkefnahefti og þá er bæði hægt að prenta hana út og lesa hana beint af vefnum í aðgengilegri og fallegri vefútgáfu.  Hverjum kafla fylgja góðar gagnvirkar fjölvalsspurningar til að þjálfa lesskilning. Þá er á vefnum hægt að hlusta á höfundinn lesa söguna.

lesa meira..
Íslenska

Nýjar Lesum lipurt lestrarbækur fyrir byrjendur eru komnar út.

Sigríður Ólafsdóttir er sérkennari og hefur sérhæft sig í máltöku, lestri og lestrarkennslu yngri barna.

Hún hefur samið margar lestrarbækur undir heitinu Lesum lipurt.

Nýjustu bækurnar í þeim bókaflokki eru:
Lesum lipurt fyrir Tóta trúð 1. hefti og 2. hefti.

Bækurnar eru ætlaðar byrjendum í lestri. Lögð er áhersla á að æfa vel hvern staf, hvert hljóð og tengingu milli hljóða. Lestextinn er einfaldur, sérstaklega í byrjun, þannig að börnin finni fljótlega fyrir getu sinni. Markmiðið er einnig að þau hafi ánægju af lestrinum. Í bókunum eru ýmis önnur verkefni sem tengjast nefnihraða, hljóðgreiningu, rökhugsun, athygli o. fl. Með bókunum er hægt að kaupa sérstök stafaspjöld, sem einkum eru ætluð kennurum og öðrum við stafainnlögn og kennslu. Á hverju spjaldi er mynd og stafur og romsa til að þylja um stafinn. Einnig eru ýmsar tillögur að heimspekilegum umræðuefnum sem nýtast vel við að auka orðaforða og efla málskilning.

Loks eru verkefni sem heita „Tungubrjótur“. Þau eru ætluð til að þjálfa talfærin og talvöðvana með áherslu á skýran og réttan framburð.

lesa meira..
Íslenska

Lærðu beygingarmyndir nafnorða - Gagnvirkar æfingar

Í dag kynnum við frábæra síðu til að þjálfa sig í að læra allar beygingarmyndir nafnorða.  Gangi ykkur vel. :)

lesa meira..
vINSÆLT
Íslenska

Nýtt: Lærðu beygingarmyndir sagnorða - Gagnvirkar æfingar - Hundruð gagnvirkra æfinga

Í dag kynnum við alveg einstaka síðu til að þjálfa sig í að læra allar beygingarmyndir sagnorða. Þar er að finna hundruð gagnvirkra æfinga.  Gangi ykkur vel. :)

lesa meira..
Íslenska

Lærðu beygingarmyndir nafnorða - Gagnvirkar æfingar

Í dag kynnum við frábæra síðu til að þjálfa sig í að læra allar beygingarmyndir nafnorða.  Gangi ykkur vel. :)

lesa meira..
Enska

ENGLISH READING COMPRHENSION 1-3: ÞJÁLFUNARÆFINGAR Í LESTRI OG LESSKILNINGI Á ENSKU

Á síðasta ári buðum við upp á fyrsta hlutann í nýjum námsefnispakka sem ber yfirheitið English Reading Comprehension 1-3. Var það þriðji hlutinn. Þar var að finna 20 áhugaverða lestexta með góðum verkefnum. Nú bætum við tveimur nýjum hlutum við, fyrsta og öðrum hluta. Samtals eru þetta því orðnir 61 stigskiptir lestextar með góðum verkefnum. Eins og fyrri daginn er bæði hægt að nálgast efnið í gagnvirkum búningi, þar sem nemendur svara fjölvalsspurningum jafnóðum úr efninu samfara lestrinum, og prentútgáfu. Við hvetjum alla enskukennara að kynna sér þetta efni vel. Hægt er að panta bækurnar útprentaðar hjá okkur. (Sjá Bóksölu)

lesa meira..
Stærðfræði

Ný myndbönd - STÆRÐFRÆÐIKENNARINN... ...gerir allt stærðfræðinám léttara.

EFNISÞÆTTIR:

Algebra, Almenn brot 1, Almenn brot 2, Almennt brot 3, Deiling, Frádráttur, Hringurinn, Margföldun, Prósentur, Samlagning, Tölur, Samræmd próf (10. bekkur), Samræmd próf (7. bekkur), Samræmd próf (4. bekkur).

lesa meira..
Íslenska

PRÓFASÍÐAN 2019 - Þúsundir æfinga og kennslumyndbanda til þjálfunar fyrir haustprófin

Það líður að samræmdu prófunum í 9. bekk, en þau verða dagana 11. til 13. mars. Af því tilefni höfum við uppfært og endurbætt prófasíðuna okkar. Við vekjum sérstaka athygli á litabókunum í íslenskuhlutanum og nýju lesskilningstextunum í enskunni. Annars finnið þið á síðunni fjölbreytt þjálfunarefni af ýmsu tagi byggt á samræmdum prófum liðinna ára sem og völdu námsefni af Skólavefnum. Við viljum þó benda á að efnið er einungis viðbót og stuðningur við það góða starf sem fram fer í skólunum. Gangi ykkur vel!

Dagsetningar:

Íslenska / mánudagur / 11. mars 2019 / 9. bekkur

Stærðfræði / þriðjudagur / 12. mars 2019 / 9. bekkur

Enska / miðvikudagur / 13. mars 2019 / 9. bekkur

lesa meira..
Íslenska

Litabækurnar – Frábært námsefni til að þjálfa lesskilning

LITABÆKURNAR er frábært efni úr námsgagnasmiðju okkar á Skólavefnum. Bækurnar sem eru sex að tölu hafa að geyma þrjátíu lestexta hver, en textarnir eru mislangir eftir bókum (litum). Felst flokkun bókanna fyrst og fremst í lengd textanna, en þá eru styttri textarnir gjarnan einfaldari, bæði hvað varðar byggingu og orðaval. Öllum lestextunum fylgja vandaðar spurningar sem umfram allt eru hugsaðar til að þjálfa lesskilning. 

Lestextarnir sjálfir voru valdir af kostgæfni en þar var reynt að sameina áhuga nemendanna, námskrána og fróðleik sem við teljum að muni nýtast vel.

Eins og með annað efni úr okkar smiðju þá er það útbúið þannig að bæði er hægt að vinna það beint af vefnum og fá það á prenti. Vefefnið er aðgengilegt á Skólavefnum og æfingarnar sem fylgja hverjum texta eru gagnvirkar fjölvalsspurningar. Erum við stolt af þessu efni og ánægð með veflausnirnar. Í prentútgáfunni eru spurningarnar opnar.

Hér er á ferðinni frábært efni til að þjálfa lesskilning!

lesa meira..
Allskonar

Hjálpartól fyrir skjávarpa.

Oft getur verið verið erftt að teikna upp skýringar á töflu. Það bæði tekur tíma og er ekki öllum gefið að teikna slíkar skýringar svo vel sé.  Nú bjóðum við upp á nýja síðu þar sem þið getið nálgast ýmiss konar skýringar og stuðningsmyndir til að hjálpa ykkur í kennslustofunni. Kennir þar margra gras og um að gera að prófa sig áfram. Efnið á síðunni er unnið af Árna Jóni Hannessyni kennara við Varmárskóla.  Að gefnu tilefni er rétt að vekja athygli á því að efnið er allt unnið Flash, en ekki allar tölvur og snjallsímar styðja það.   

lesa meira..
Íslenska

Veistu svarið er frábær gagnvirkur spurningaleikur.

Veistu svarið er frábær gagnvirkur spurningaleikur sem hentar vel fyrir allar tölvur og síma :)

Leikurinn er hugsaður til þjálfunar og að hjálpa nemendum að tileinka sér ákveðin þekkingaratriði og festa þau í minni. Þá leggjum við mikið upp úr því að hann sé skemmtilegur. Efnið eða spurningarnar taka einkum mið af námi í grunnskóla en við munum svo bjóða upp á fleiri flokka bæði sem tengjast náminu beint og sem efla almennan fróðleik.

lesa meira..
Íslenska

Stöðupróf og gátlisti í íslensku fyrir 1. til 10. bekk

Við bjóðum upp á stöðupróf og gátlista í íslensku fyrir alla bekki grunnskólans upp í 10. bekk.

Prófin og gátlistarnir byggja á Aðalnámskrá grunnskóla auk þess sem stuðst hefur verið við bekkjarnámskrár ýmissa skóla. Er þeim ætlað að styðja við kennara, nemendur og foreldra og hjálpa þeim að átta sig á hvað nemendur eiga að kunna á hverju skólastigi.

Rétt er að geta þess að prófin er bæði hægt að nálgast gagnvirkt og/eða prenta þau út. . 

lesa meira..
Íslenska

Vanda málið – Lesbækur – Komnar í flettibók

Við á Skólavefnum erum sífellt að reyna að bæta efnið okkar og bjóða upp á nýtt áhugavert efni. Nú í dag bjóðum við ykkur upp á allar lesbækurnar í ritröðinni Vanda málið í flettibókaformi, sem gefur ykkur aukna möguleika.  Vanda málið þarf vart að kynna því það er nokkuð víða notað og hefur reynst afar vel og nemendur sem nota það hafa komið vel út.

Þið nálgist flettibækurnar með því að fara inn á forsíðu Vanda málsins og smella á þá bók sem þið viljið skoða. Þá sjáið þið hvað fylgir hverri bók og þar efst eru flettibækurnar.

Samfara því bjóðum við upp á valdar bækur á sérstökum afsláttarkjörum þessa dagana sem vert er að skoða gaumgæfilega.  Eru þær á einungis 800 kr. eintakið.

lesa meira..
Íslenska

Tungufoss - Nýtt!! Ný vefsíða og uppfært námsefni.

Nú erum við búin að setja námsefnið Tungufoss í nýjan og betri búning og höfum uppfært námsefnið sem hentar vel öllum tölvum og símum.

lesa meira..
Íslenska

Tungutak (unglingastig) - Frábært þjálfunarefni fyrir vorprófin.

Tungutak er námsefni í íslensku á unglingastigi grunnskólans. Það er hluti af heildarnámsefni í íslensku sem Skólavefurinn hefur unnið handa unglingastigi í samræmi við ákvæði nýrrar aðalnámskrár. Um er að ræða þrjár vinnubækur, eina fyrir hvern árgang, og verða þær aðgengilegar hér á vefnum fyrir alla áskrifendur.

Mikill hluti þessa heildarefnis er aðgengilegur á Skólavefnum. Má þar líka nefna Tungufoss lesbækurnar sem er námsefni í íslensku fyrir unglingastig. Um er að ræða þrjár lesbækur, eina fyrir hvern árgang, og fjölbreytt viðbótarefni á vef.

lesa meira..

Samræmd könnunarpróf - Haust 2019
Námsefni sem hjálpar til við undirbúninginn

Kynntu þér námsefnið

Kynntu þér Prófasíðu Skólavefsins.
Stuðningssíða fyrir haustprófin 2019
og samræmdu prófin.

Þúsundir æfinga og kennslumyndbanda til þjálfunar fyrir haustprófin!

Veldu bekk og námsgrein:

9. og 10. bekkur

7. bekkur

4. bekkur

NÝTT OG UPPFÆRT

Stöðupróf í íslensku

Hér getið þið nálgast skilgreind markmið og stöðupróf í íslensku fyrir valda aldurshópa.
Þið smellið einfaldlega á bekk og þá getið þið valið viðeigandi próf og séð þau markmið sem við teljum að liggi þeim aldurshópi til grundvallar.
Ertu að þjálfa þig í lesskilning
vert að skoða :)
Undirbúningur og námsefni fyrir framhaldsskólastig
No items found.
Eitt og annað
Fara efst