Stöðupróf og gátlisti í íslensku fyrir 1. til 10. bekk
Íslenska

Stöðupróf og gátlisti í íslensku fyrir 1. til 10. bekk

Við bjóðum upp á stöðupróf og gátlista í íslensku fyrir alla bekki grunnskólans upp í 10. bekk.

Prófin og gátlistarnir byggja á Aðalnámskrá grunnskóla auk þess sem stuðst hefur verið við bekkjarnámskrár ýmissa skóla. Er þeim ætlað að styðja við kennara, nemendur og foreldra og hjálpa þeim að átta sig á hvað nemendur eiga að kunna á hverju skólastigi.

Rétt er að geta þess að prófin er bæði hægt að nálgast gagnvirkt og/eða prenta þau út. . 

lesa meira..
Nýtt og uppfært
Stærðfræði

Dagur stærðfræðinnar - 1. febrúar 2019

Í tilefni af degi stærðfræðinnar finnst okkur mikilvægt að minna á og kynna okkar vinsælu síðu, Stærðfræðikennarinn. Þar bjóðum við upp á yfir 800 skýringarmyndbönd í stærðfræði með miklu úrvali af æfingum til útprentunar.

Algebra
Almenn brot 1
Almenn brot 2
Almennt brot 3
Deiling
Frádráttur
Hringurinn
Margföldun
Prósentur
Samlagning
Tölur

lesa meira..
Íslenska

Ljóðasafnarinn - Nýjung - Núna fylgir sérhannað forrit til hjálpa nemandanum að læra ljóðið utanbókar

Ljóðasafnarinn eru þrjár lifandi stigskiptar ljóðabækur fyrir alla þá sem unna fallegum kveðskap.

Bækurnar eru þó ekki bara safn af fallegum ljóðum því við hugsum þær sem stuðningsleið fyrir unga lesendur inn í heim ljóðanna, þennan galdraheim tungumálsins sem bæði þroskar almenna málvitund og eflir lesskilning.  Það er mikilvægt að ungt fólk læri að lesa ljóð og að njóta þeirra.

Hverju ljóði fylgja góðar útskýringar á mannamáli (umræða) þar sem farið er yfir líkingar, umhverfi, almennar skýringar og annað sem við teljum áhugavert í ljóðunum yfirleitt. Þá fylgja öllum ljóðunum verkefni sem hafa það að leiðarljósi að auka skilning lesendanna á ljóðinu.

Nýjung: Núna fylgir sérhannað forrit til að hjálpa nemandanum að læra ljóðið utanbókar.

lesa meira..
Íslenska

Út í blámann - Lesskilningsefni með innsýn í náttúruna

- Vefbók og flettibók - Til útprentunar - Ritunarspurningar - Lausnir - Orðskýringar - Upplestur -

Út í blámann er fyrst og fremst ætlað sem þjálfunarefni í lestri og lesskilningi með það fyrir augum að þjálfa nemendur í að lesa bækur með gagnrýnum hætti og kafa í orð og skilning á þeim. Námsefni þetta er einkum hugsað fyrir miðstig grunnskólans, frá 4. og upp í 7. bekk.

Þó svo að sagan sé einföld á yfirborðinu er þar margt sem vert er að skoða betur og hægt er að heimfæra upp á mannfólkið og aðstæður þess. Í sögunni eru mörg orð sem krakkar gætu þurft nánari skýringu á og höfum við komið skýringunum fyrir í vefútgáfunni. Sagan er bæði skemmtileg og áhugaverð og gefur nemendum innsýn í náttúruna á áhugaverðan hátt með beinni skírskotun í mannfólkið.

Hver kafli er upplesinn og ritunarspurningar úr sögunni fylgja hverjum kafla (pdf).

lesa meira..
Íslenska

Sagan af Tuma þumli - Endurhönnuð síða

Sagan af Tuma þumli í þýðingu Þorsteins Erlingssonar með verkefnum.

Hér bjóðum við upp á hina sígildu sögu af Tuma þumli í þýðingu Þorsteins Erlingssonar, en ritháttur á stöku stað færður til nútímans. Sagan er boðin bæði í útprentanlegu formi með fjölda verkefna og á vefsíðuformi með gagnvirkum æfingum. Sagan telur 14 kafla og tilvalið að nota sem ítarefni.

lesa meira..
Íslenska

Bók 3 komin út! Orð og setningar 3 - Heildstæð námsbókaröð í íslensku fyrir yngsta stig.

Orð og setningar 3 – Lestrarvinnubók er heildstæð lestrarvinnubók fyrir yngri bekkjardeildir grunnskólans.  Kemur hún í beinu framhaldi af bókunum Stafir og orð þar sem áhersla var á stafainnlögn og stuðst við námsefni í lestri úr smiðju Skólavefsins fyrir ynɡri bekkjardeildir ɡrunnskólans; ɡrunnmarkmiðið þar er að kenna stafina, styðja við grunnlestur oɡ æfa lesskilninɡ.    

Í þessum bókum er lestur og lesskilningur í öndvegi um leið og  farið er yfir ýmis atriði sem falla undir málfræði (kynning), hlustun, ritun og almenna  málnotkun.

Eins oɡ með annað efni okkar leɡɡjum við mikla áherslu á að tenɡja saman hefðbundna nálɡun oɡ nýjustu tækni. Sérstök vefsíða fylɡir efninu þar sem hæɡt er að sækja glærur með síðunum, hlusta á valda hluta, æfa siɡ ɡaɡnvirkt oɡ sækja aukaverkefni.

Stuttar og aðgengilegar kennslutillöɡur fylɡja efninu oɡ hvetjum við kennara oɡ foreldra til að skoða þær.

lesa meira..
Íslenska

Nýtt: Lærðu beygingarmyndir sagnorða - Gagnvirkar æfingar - Hundruð gagnvirkra æfinga

Í dag kynnum við alveg einstaka síðu til að þjálfa sig í að læra allar beygingarmyndir sagnorða. Þar er að finna hundruð gagnvirkra æfinga.  Gangi ykkur vel. :)

lesa meira..
Íslenska

Dóttir veðurguðsins eftir Helgu Helgadóttur

Skemmtileg framhaldssaga til að þjálfa lesskilning

Það er okkur sérstakt ánægjuefni að bjóða ykkur upp á söguna Dóttir veðurguðsins eftir Helgu Svandísi Helgadóttur í kennslubúningi. Sagan sem kom út árið 2015 er stórskemmtileg og hefur notið mikilla vinsælda.  Sagan er að stærstum hluta í formi dagbókar sem skrifuð er af hinni átta ára gömlu Blæ. Hún býr ásamt foreldrum sínum í Vesturbænum í tveggja herbergja íbúð og er óhætt að segja að heimilislífið þar á bæ sé svolítið skrautlegt og skemmtilegt. Í sögunni er komið víða við og mörg brennandi mál samtímans skoðuð, s.s. stjórnmál, nýbúamál, femínismi, stéttaskipting, mannanöfn og margt fleira. Í samvinnu við höfundinn, Helgu, höfum við búið söguna í kennslubúning og getur hún hentað nemendum alveg frá 5. bekk og upp í 8. bekk. Sögunni fylgir gott verkefnahefti og þá er bæði hægt að prenta hana út og lesa hana beint af vefnum í aðgengilegri og fallegri vefútgáfu.  Hverjum kafla fylgja góðar gagnvirkar fjölvalsspurningar til að þjálfa lesskilning. Þá er á vefnum hægt að hlusta á höfundinn lesa söguna.

lesa meira..
Íslenska

Íslendingasögur og -þættir

Hér er að finna fjölda Íslendingasagna og Íslendingaþátta.  Sögunum fylgja góð verkefni, upplestur, orðskýringar og ýmiss konar ítarefni.

lesa meira..
Vinsælt

Samræmd könnunarpróf 2019
Námsefni sem hjálpar til við undirbúninginn

Kynntu þér námsefnið

Kynntu þér Prófasíðu Skólavefsins.
Stuðningssíða fyrir vorprófin 2019
og samræmdu prófin.

Þúsundir æfinga og kennslumyndbanda til þjálfunar fyrir haust- og vorprófin!

Veldu bekk og námsgrein:

9. og 10. bekkur

7. bekkur

4. bekkur

Námsefni sem hjálpar til við undirbúning samræmdu prófanna

Stöðupróf í íslensku

Hér getið þið nálgast skilgreind markmið og stöðupróf í íslensku fyrir valda aldurshópa.
Þið smellið einfaldlega á bekk og þá getið þið valið viðeigandi próf og séð þau markmið sem við teljum að liggi þeim aldurshópi til grundvallar.
Ertu að þjálfa þig í lesskilning
vert að skoða :)
Undirbúningur og námsefni fyrir framhaldsskólastig
No items found.
Eitt og annað
Fara efst