Björn á Reyðarfelli - Ljóðasaga
Íslenska

Björn á Reyðarfelli - Ljóðasaga

Það getur verið áhugavert að lesa sögu í gegnum ljóð. Sagan er þá á margan hátt bundin forminu en höfundur fær líka tækifæri til að segja söguna með skáldaleyfi ljóðskáldsins.

Ljóðsagan Björn á Reyðarfelli eftir skáldið Jón Magnússon kom út árið 1938. Segir þar á skemmtilegan hátt frá sýslumannssyninum Birni og konu hans sem gera sér bú á afskekktu heiðarbýli sem farið var í eyði. Rekur ljóðið ævi þeirra frá því að þau fella hugi saman og þar til yfir lýkur. Ekki er sagan þó eingöngu sögð í ljóðum því inn á milli koma örstuttir leskaflar til að fylla upp í og skýra betur söguþráðinn. Efninu fylgja verkefni en við höfum stillt öllum spurningum í hóf til að trufla ekki flæði sögunnar sjálfrar. Aftast er svo að finna umræðupunkta sem gagnlegt er að ræða.

Já, hér gefst nemendum tækifæri til að kynnast ljóðum á nýjan og skemmtilegan hátt.

Bókin er hér öll sett upp á vefnum með verkefnum, en einnig er hægt að prenta hana út og hlusta á hana upplesna.

lesa meira..
NÝTT
Íslenska

Kóngurinn í Gullá – Nýtt námsefni í lestri og íslensku

Kóngurinn í Gullá er fyrst og fremst hugsuð sem lestrarbók og getur hún átt við alveg frá 4. og upp í 10. bekk ef út í það er farið. Er þetta ein af þessum sögum semhenta bæði fyrir börn og fullorðna. Eins og annað efni sem Skólavefurinn gefur út er bæði hægt að prenta efnið út og/eða vinna það algjörlega á vefnum. Í vefútgáfunni er hægt að hlusta á söguna upplesna og þar er einnig hægt að nálgast orðskýringar á völdum orðum. Góð verkefni fylgja bókinni, bæði opnar spurningar og fjölvalsspurningar. 

John Ruskin skrifaði söguna Kóngurinn í Gullá (The King of the Golden River) árið 1841 fyrir hina tólf ára gömlu Effie (Euphemia) Gray sem síðar varð kona hans.Sagan var gefin út á bók tíu árum síðar (1851) og naut strax mikilla vinsælda og þykir í dag ein af sígildum bókmenntaverkum Viktoríu tímans. Sagan hefur verið flokkuð sem ævintýri, dæmisaga, kennisaga og jafnvel goðsaga. Hvernig svosem menn vilja flokka hana þá vísar sagan okkur veginn til réttrar breytni og hugarfars.

lesa meira..
Íslenska

Lita- og verkefnabók: Tölurnar 1-20, fyrir yngstu krakkana.

Nú bjóðum við upp á bókina ‚Lita- og verkefnabók:Tölurnar 1-20‘  fyrir yngstu krakkana og leikskóla.

Fyrsti kaflinn nefnist: ‚Andri á afmæli: Tölurnar1-5‘. - Annar kaflinn nefnist: ‚Freyja fer í útilegu: Tölurnar6-10‘. - Þriðji kaflinn nefnist: ‚Vilmar fer til útlanda:Tölurnar 11-15‘ -Fjorði kaflinn nefnist: ‚Heima hjá Lottu: Tölurnar16-20‘.

Hver kafli telur 5 blaðsíður. Er tilvalið að prentaþetta út og leyfa krökkunum að glíma við þessar einföldu en skemmtilegu þrautirog lita svo.

lesa meira..
Íslenska

Nýjung - Öðruvísi lestrarbækur frá Marvel á íslensku

Nú býður Skólavefurinn ykkur upp á nýjar bækurúr smiðju þeirra hjá útgáfufyrirtækinu MARVEL á íslensku. Eru þessar bækurgríðarlega vinsælar hjá ungu fólki í dag og ættu að ýta undir lestur hjá mörgumsem hingað til hafa kannski ekki sýnt lestri mikinn áhuga.  Er þetta nýr og spennandi kostur sem viðhvetjum alla til að skoða.

Við bjóðum nú þessar tvær fyrstu bækur, annarsvegar X-MEN og hinsvegar HULK til skóla á sérstöku afsláttarverði þ.e. með 25%afslætti. Hefur verið vandað til allrar vinnu varðandi bækurnar, ekki síst hvaðþær eru sérstaklega vel þýddar.

Það mikilvægt að nemendur geti nálgast efni afþessu tagi á vandaðri íslensku og hvetjum við því bókasöfn skóla til að bjóðanemendum upp á þennan áhugaverða valkost. Ef einhver skóli vill fá bekkjarsetter hægt að semja um enn betra verð.

Þá bjóðum við upp á stutt, vönduð ogskemmtileg verkefnahefti með bókunum sem gerir lesturinn enn markvissari.  

Já, hér er á ferðinni nýjung sem á örugglega eftir að skila sér.

lesa meira..
Íslenska

BLIKKLJÓS – NÝ LEIÐ TIL AÐ KENNA ÍSLENDINGASÖGUR

Við bjóðum nú upp á nýja leið, nýtt námsefni, til að kenna Íslendingasögur. Hún felst einkum í því að í stað þess að nemendur lesi heila Íslendingasögu eins og hingað til hefur verið gert, lesa þeir útdrátt úr viðkomandi sögu og fá svo stutta valda texta til að glímavið úr sögunni sjálfri. Köllum við þetta Blikkljós.

Kjalnesingasaga og Gunnlaugssaga

Höfum við nú þegar unnið tværsögur á þennan hátt, Kjalnesinga sögu og Gunnlaugs sögu ormstunguásamt með ýmsu ítarefni, s.s. glærum, vinnuheftum, gagnvirkum spurningum o.s.frv.Hægt er að panta efnið í einni bók hjá okkur eða sækja það í stökum köflum ávefnum okkar með verkefnum og sérstakri kennarabók. Á vefnum er að sjálfsögðuhægt að hlusta á allt efnið upp lesið.

Tilraunaútgáfa

Hér er um ákveðna tilraun aðræða og verður forvitnilegt að sjá hvernig kennarar og nemendur taka henni. Engumdylst að undanfarið hafa þær raddir orðið háværari sem vilja breyta því hvernigvið kennum Íslendingasögurnar enda telja margir að tungutak sagnanna sénemendum framandi. Markmið okkar á Skólavefnum er að koma til móts við kröfurnútímans og kynna nemendum efni sagnanna en sýna þeim jafnframt valin dæmi afnokkrum hápunktum frumtextanna. Þannig fá þeir innsýn í hið safaríka tungutaktextanna gömlu og „heyra“ jafnvel óminn af orðum hinna fornu kappa og kvenskörunga.  

lesa meira..
Íslenska

Setningar og málsgreinar – Heildstætt námsefni í íslensku fyrir 3. bekk.

Á síðasta vetri buðum við uppá glænýtt heildstætt námsefni í íslensku fyrir 2. bekk sem við kölluðum Orð og setningar (þrjár bækur). Kom það í kjölfar efnisins Stafir og orð sem hugsað var fyrir 1. bekk. Þetta efni hefur notið töluverðra vinsælda og verið mikið notað. Nú munum við bjóða upp á hliðstæðan pakka fyrir 3. bekk sem ber heitið Setningar og málsgreinar. Þetta er heildstætt námsefni í íslensku, það skiptist í þrjár bækur og telur samtals rétt tæpar 200 blaðsíður.

lesa meira..
Samfélagsgreinar

Þrjár nýjar landafræðibækur og vefsíða fyrir 5., 6. og 7. bekk

Glænýjar kennslubækur í landafræði og vönduð vefsíða með gagnvirkum æfingum.

Skólavefurinn býður nú upp á þrjár glænýjar kennslubækur í landafræði sem eru hugsaðar fyrir 5., 6. og 7. bekk en má þó einnig kenna á öðrum stigum, allt eftir efnum og ástæðum. Bækurnar eru eftir Ingibjörgu Sól Ingólfsdóttur og myndskreyttar af Mjöll Sigurðardóttur. Þær taka í einu og öllu mið af Aðalnámskrá grunnskóla í greininni auk þess sem reynt hefur verið að gera efnið bæði aðlaðandi og áhugavert fyrir nemendur. Góð verkefni fylgja hverri bók. Þá verður hægt að nálgast lausnir við öllum verkefnum.

Vönduð vefsíða fylgir efninu þar sem hægt er að nálgast bækurnar sem flettibækur og í pdf útgáfu. Á vefsíðunni geta kennarar einnig nálgast skemmtilegar gagnvirkar æfingar þar sem nemendur geta þjálfað sig í að þekkja lönd, höfuðborgir og fána.
Í þessu efni er landafræðin skoðuð í ljósi nýjustu áherslna og upplýsinga. Hér er á ferðinni efni sem talar inn í samtímann og það sem brennur á fólki í dag.

Hér má sjá nánari lýsingu á innihaldi hverrar fyrir sig:

Bók 1: Að rata um heiminn

Í þessari bók sem er 46 blaðsíður á lengd og skiptist í 13 kafla er farið yfir kort og hvernig á að lesa úr þeim, heimsálfurnar og fleira.
Verkefnin sem fylgja eru mjög fjölbreytt, áhugaverð og skemmtileg.

Bók 2: Náttúruöflin

Í þessari bók sem er 49 blaðsíður á lengd og skiptist í 16 kafla er farið yfir kenningar um hvernig heimurinn varð til, samsetningu jarðarinnar, flekakenninguna, jarðskjálfta og eldvirkni,  háhita- og lághitasvæði og fleira
Fjölbreytt og skemmtileg verkefni fylgja hverjum kafla.

Bók 3: Loftslag

Í þessari bók sem er 52 blaðsíður á lengd og skiptist í 15 kafla er hugtakið loftslag  útskýrt og hvað hefur áhrif á það, gang himintunglanna, möndulhalla jarðar, árstíðir, loftslagsbelti, hæð yfir sjávarmáli, hafstrauma, hæðir, lægðir og loftþrýsting, lofthjúpinn, hlýnun jarðar og margt fleira. Fjölbreytt og skemmtileg verkefni fylgja hverjum kafla.

Skólavefurinn.is

lesa meira..
NÝTT OG UPPFÆRT
STAKAR BÆKUR OG HEFTI
Jólasíða

Jólagleði 1 - Jólalita- og þrautabók Skólavefsins - Yngsta- og miðstig

Hér bjóðum við upp á 14 blaðsíðna útprentanlegt hefti með ýmiss konar þrautum í jólabúningi og myndir til að lita o.fl.

lesa meira..
Jólasíða

Jólagleði 2 - Jólin séð í öðru ljósi - Miðstig

Hér bjóðum við upp á 14 blaðsíðna útprentanlegt hefti með ýmiss konar þrautum í jólabúningi, texta o.fl.

lesa meira..
Jólasíða

Jólagleði 3 - Jólin séð í öðru ljósi - Efstastig

Hér bjóðum við upp á 16 blaðsíðna útprentanlegt hefti með ýmiss konar þrautum í jólabúningi, texta o.fl.

lesa meira..

Nýtt þjálfunarefni fyrir 4. og 7. bekk á prófasíðunni okkar.

Kynntu þér efnið

Kynntu þér Prófasíðu Skólavefsins.
Stuðningssíða fyrir vorprófin 2020
og samræmdu prófin.

Þúsundir æfinga og kennslumyndbanda til þjálfunar fyrir haustprófin!

Veldu bekk og námsgrein:

9. og 10. bekkur

7. bekkur

4. bekkur

Ertu að þjálfa þig í lesskilning

Stöðupróf í íslensku

Hér getið þið nálgast skilgreind markmið og stöðupróf í íslensku fyrir valda aldurshópa.
Þið smellið einfaldlega á bekk og þá getið þið valið viðeigandi próf og séð þau markmið sem við teljum að liggi þeim aldurshópi til grundvallar.
vert að skoða :)
Undirbúningur og námsefni fyrir framhaldsskólastig
No items found.
Eitt og annað
Fara efst