Málfræðiskammtar Skólavefsins - 3. hefti - fyrir efstu bekki grunnskólans og einnig framhaldsskóla
Íslenska

Málfræðiskammtar Skólavefsins - 3. hefti - fyrir efstu bekki grunnskólans og einnig framhaldsskóla

Nú er komið að þriðju bókinni af Málfræðiskömmtum Skólavefsins. Þar er að finna 20 skammta.

Málfræðiskammtar Skólavefsins eru hugsaðir fyrir efri bekki grunnskólans (7.–10. bekk) og framhaldsskólann. Samtals er um að ræða 80 málfræðiskammta í fjórum bókum þar sem farið er yfir öll helstu málfræðiatriði sem Aðalnámskrá kveður á um.

Hverjum skammti fylgja verkefni, bæði opnar spurningar og gagnvirkar.

lesa meira..

Prófasíðan : Stuðningssíða fyrir vorprófin 2021

Kynntu þér efnið

-----

NÝTT og áhugavert
Íslenska

Málsgreinar og mas: Önnur bók

Þá er komið að bók númer tvö í bókaflokknum Málsgreinar og mas. Hún samanstendur af 50 köflum eins og fyrsta bókin.

Málsgreinar og mas er heildstætt námsefni í íslensku hugsað fyrir 4. bekk og heldur áfram þar sem ritröðinni Setningar og málsgreinar sleppir. Efnið er unnið samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla fyrir viðkomandi árgang sem og okkar eigin námskrá sem við tókum saman í íslensku fyrir alla aldurshópa grunnskólans.

Eins og áður leggjum við ríka áherslu á lesskilning og lestur almennt ásamt því sem við förum yfir alla þá þætti sem nemendur 4. bekkjar eiga að kunna skil á. Þá leggjum við sérstaka áherslu á vinnu með orð og orðaforða.

Við höfum skipt efninu í þrjár bækur og verður hægt að nálgast þær á sérstakri vefsíðu í ólíkum útfærslum auk þess að sækja gagnvirkar æfingar sem tengjast efninu.

Þriðja bókin væntanleg í október.

lesa meira..
Íslenska

PRÓFASÍÐAN 2020 - Þúsundir æfinga og kennslumyndbanda til þjálfunar fyrir haustprófin

Nú nálgast haustprófin óðum og viljum við nota tækifærið og minna á Prófasíðuna okkar sem hefur á undanförnum árum hjálpað mörgum. Þar er að finna fjölda gagnlegra æfinga í íslensku, stærðfræði og ensku fyrir ólík aldursstig.  

lesa meira..
Allskonar

Mikið af nýjungum á Skólavefnum í haust

Þá hefst enn eitt skólaárið og viljum við byrja á því að bjóða ykkur velkomin til starfa og þakka fyrir samstarfið á liðnum árum sem hefur verið mjög ánægjulegt.

Við munum eins og fyrri vetur bjóða upp á mikið af nýju og vönduðu námsefni af ýmsu tagi í ár en hér fyrir neðan má finna stutta umfjöllun um það helsta sem er á döfinni hjá okkur nú á haustdögum.

a) Málsgreinar og mas – Heildstætt námsefni í íslensku fyrir 4. bekk

b) Lærum íslensku: Námsefni í íslensku fyrir pólskumælandi nemendur

c) Málfræðiskammtar Skólavefsins

d) Fínhreyfingar – Þjálfunarefni fyrir yngstu nemendurna

e) Lærðu að teikna


a) Málsgreinar og mas

Málsgreinar og mas er heildstætt námsefni í íslensku, hugsað fyrir 4. bekk og heldur áfram þar sem ritröðinni Setningar og málsgreinar sleppir. Efnið er unnið samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla fyrir viðkomandi árgang sem og okkar eigin námskrá sem við tókum saman í íslensku fyrir alla aldurshópa grunnskólans.

Eins og áður leggjum við ríka áherslu á lesskilning og lestur almennt ásamt því sem við förum yfir alla þá þætti sem nemendur 4. bekkjar eiga að kunna skil á. Þá er mikil áhersla lögð á orð og orðskýringar.

Efnið er í þremur bókum sem saman telja um 200 bls., fimmtíu verkefni í hverri bók.  Hægt verður að nálgast bækurnar á sérstakri vefsíðu í ólíkum útfærslum. Þá verður hægt að panta útprentaðar bækur frá okkur.


b) Lærum íslensku – Námsefni í íslensku fyrir pólskumælandi nemendur

Hér er um að ræða 80 blaðsíðna bók þar sem áherslan er á einfalda málfræði og orðaforða.

Með þessu efni viljum við á Skólavefnum leggja okkar af mörkum til að gera pólskumælandi nemendum og kennurum þeirra auðveldara fyrir.  

Er það okkar einlæga von að efnið geti nýst vel og hver veit nema þá verði hægt að gera eitthvað meira.

Göngum við út frá því að efnið geti nýst nemendum frá 3. bekk og upp úr. Þess vegna má merkja ákveðinn fjölbreytileika í efnisvali en það var gert til að koma til móts við ólíka aldurshópa. Eins og áður sagði er megintilgangur efnisins að auka orðaforða, kynna grunnundirstöðu málfræðinnar auk þess að efla lesskilning.

Samfara efninu munum við bjóða upp á gagnvirkt þjálfunarefni á vefnum.


c) Málfræðiskammtar Skólavefsins

Málfræðiskammtar Skólavefsins eru ætlaðir til kennslu í efri bekkjum grunnskóla (7.–10. bekk). Samtals er um að ræða 80 málfræðiskammta þar sem farið er yfir öll helstu málfræðiatriði sem Aðalnámskrá kveður á um.

Efnið verður aðgengilegt í fjórum bókum og í fyrstu bókinni er fjallað um: nafnorð, lýsingarorð, töluorð, fornöfn, veikar sagnir og sterkar, aðalsagnir og hjálparsagnir.  

Hverjum skammti fylgja verkefni, bæði opnar spurningar og gagnvirkar.

Lausnir við opnu spurningunum má nálgast ásamt vönduðum leiðbeiningum til kennara með því að hafa samband við Skólavefinn.


d) Fínhreyfingar – Þjálfunarefni fyrir yngstu nemendurna

Fínhreyfingar er efni sem hugsað er fyrir yngstu nemendurna í upphafi grunnskólans eða lok leikskólans. Handhægt efni sem gott er að grípa til. Við munum nú á haustdögum bjóða upp á fjórar bækur sem hver telur um 12 blaðsíður.  


e) Lærðu að teikna

Lærðu að teikna eru glænýtt efni fyrir yngri nemendur þar sem nemendur fá leiðbeiningar til að teikna alls kyns einfalda hluti.

Rétt er að vekja athygli á því að þetta er einungis brot af því sem komum til með að bjóða upp á í vetur og hvetjum við ykkur að fylgjast vel með á vefnum okkar.lesa meira..
Íslenska

Litabækurnar – Frábært námsefni til að þjálfa lesskilning

LITABÆKURNAR er frábært efni úr námsgagnasmiðju okkar á Skólavefnum. Bækurnar sem eru sex að tölu hafa að geyma þrjátíu lestexta hver, en textarnir eru mislangir eftir bókum (litum). Felst flokkun bókanna fyrst og fremst í lengd textanna, en þá eru styttri textarnir gjarnan einfaldari, bæði hvað varðar byggingu og orðaval. Öllum lestextunum fylgja vandaðar spurningar sem umfram allt eru hugsaðar til að þjálfa lesskilning. 

Lestextarnir sjálfir voru valdir af kostgæfni en þar var reynt að sameina áhuga nemendanna, námskrána og fróðleik sem við teljum að muni nýtast vel.

Eins og með annað efni úr okkar smiðju þá er það útbúið þannig að bæði er hægt að vinna það beint af vefnum og fá það á prenti. Vefefnið er aðgengilegt á Skólavefnum og æfingarnar sem fylgja hverjum texta eru gagnvirkar fjölvalsspurningar. Erum við stolt af þessu efni og ánægð með veflausnirnar. Í prentútgáfunni eru spurningarnar opnar.

Hér er á ferðinni frábært efni til að þjálfa lesskilning!

lesa meira..
Íslenska

Setningar og málsgreinar – Heildstætt námsefni í íslensku fyrir 3. bekk.

Á síðasta vetri buðum við uppá glænýtt heildstætt námsefni í íslensku fyrir 2. bekk sem við kölluðum Orð og setningar (þrjár bækur). Kom það í kjölfar efnisins Stafir og orð sem hugsað var fyrir 1. bekk. Þetta efni hefur notið töluverðra vinsælda og verið mikið notað. Nú munum við bjóða upp á hliðstæðan pakka fyrir 3. bekk sem ber heitið Setningar og málsgreinar. Þetta er heildstætt námsefni í íslensku, það skiptist í þrjár bækur og telur samtals rétt tæpar 200 blaðsíður.

lesa meira..
Íslenska

Stafir og orð – Vinsælt heildstætt námsefni í stafainnlögn, lestri og skrift fyrir 1.bekk.

Námsefnið Stafir og orð er hugsað fyrir yngstu nemendurna en þar er unnið með stafina og fyrstu skrefin í lestri. Þá er þar einnig að finna stutt þjálfunarverkefni í skrift auk annarra æfinga. 

Efnið skiptist í 4 bækur sem saman telja rúmlega 200 blaðsíður í prenti. Þið getið valið um að skoða þær sem flettibók sem hentar vel þegar kennari vill sýna nemendum eitthvað á skjávarpa eða þá í pdf ef þið viljið prenta efnið út. Hægt er að panta bækurnar útprentaðar hjá okkur. (Sjá Bóksölu) þar sem þið getið nálgast efnisyfirlit hverrar bókar fyrir sig.

lesa meira..
Krakkar

Hopp og skopp – Glænýjar verkefnabækur fyrir yngstu nemendurna

Nú bjóðum við upp á fjórar nýjar og stórskemmtilegar verkefna- og þrautabækur fyrir yngstu nemendur grunnskólans og elstu nemendur leikskólans. Efnið er úr smiðju Mjallar Gunnarsdóttur og hvetjum við alla til að kynna sér þetta efni vel. Verkefnin sameina það að reyna á athyglisgáfu nemenda og að vera skemmtileg en það er jú forsenda þess að jákvætt nám eigi sér stað.

Eins og áður sagði er hér um 4 bækur að ræða sem hver um sig hefur að geyma tíu verkefni og því samtals um 40 verkefni að ræða. Rétt er að vekja athygli á því að þó að verkefnin séu í lit hjá okkur virka þau allt eins vel í svarthvítu og því auðvelt að prenta þau út. Góða skemmtun!

lesa meira..
Allskonar

10. BEKKUR - TILLÖGUR FYRIR ÞÁ SEM ERU AÐ VINNA HEIMA

Í ljósi þess að margir nemendur eru nú að vinna heima viljum við nota tækifærið og benda á efni sem hentar vel fyrir hverja bekkjardeild og stuttar leiðbeiningar.

Skiptum við efninu upp í árganga en vissulega getur sama efnið hentað og náð yfir fleiri  árganga og því verið á fleiri en einum stað.

Er það von okkar að þessar stuttu kynningar hjálpi ykkur að finna það efni sem hentar best og geti þannig leitt ykkur áfram.

Við byrjum á efni fyrir 10. bekk.

lesa meira..
Samfélagsgreinar

Þrjár nýjar landafræðibækur og vefsíða fyrir 5., 6. og 7. bekk

Nýjar kennslubækur í landafræði og vönduð vefsíða með gagnvirkum æfingum.

Skólavefurinn býður nú upp á þrjár glænýjar kennslubækur í landafræði sem eru hugsaðar fyrir 5., 6. og 7. bekk en má þó einnig kenna á öðrum stigum, allt eftir efnum og ástæðum. Bækurnar eru eftir Ingibjörgu Sól Ingólfsdóttur og myndskreyttar af Mjöll Sigurðardóttur. Þær taka í einu og öllu mið af Aðalnámskrá grunnskóla í greininni auk þess sem reynt hefur verið að gera efnið bæði aðlaðandi og áhugavert fyrir nemendur. Góð verkefni fylgja hverri bók. Þá verður hægt að nálgast lausnir við öllum verkefnum.

Vönduð vefsíða fylgir efninu þar sem hægt er að nálgast bækurnar sem flettibækur og í pdf útgáfu. Á vefsíðunni geta kennarar einnig nálgast skemmtilegar gagnvirkar æfingar þar sem nemendur geta þjálfað sig í að þekkja lönd, höfuðborgir og fána.
Í þessu efni er landafræðin skoðuð í ljósi nýjustu áherslna og upplýsinga. Hér er á ferðinni efni sem talar inn í samtímann og það sem brennur á fólki í dag.

Hér má sjá nánari lýsingu á innihaldi hverrar fyrir sig:

Bók 1: Að rata um heiminn

Í þessari bók sem er 46 blaðsíður á lengd og skiptist í 13 kafla er farið yfir kort og hvernig á að lesa úr þeim, heimsálfurnar og fleira.
Verkefnin sem fylgja eru mjög fjölbreytt, áhugaverð og skemmtileg.

Bók 2: Náttúruöflin

Í þessari bók sem er 49 blaðsíður á lengd og skiptist í 16 kafla er farið yfir kenningar um hvernig heimurinn varð til, samsetningu jarðarinnar, flekakenninguna, jarðskjálfta og eldvirkni,  háhita- og lághitasvæði og fleira
Fjölbreytt og skemmtileg verkefni fylgja hverjum kafla.

Bók 3: Loftslag

Í þessari bók sem er 72 blaðsíður á lengd og skiptist í 15 kafla er hugtakið loftslag  útskýrt og hvað hefur áhrif á það, gang himintunglanna, möndulhalla jarðar, árstíðir, loftslagsbelti, hæð yfir sjávarmáli, hafstrauma, hæðir, lægðir og loftþrýsting, lofthjúpinn, hlýnun jarðar og margt fleira. Fjölbreytt og skemmtileg verkefni fylgja hverjum kafla.

Skólavefurinn.is

lesa meira..
Íslenska

Nýtt efni í litabækurnar – Gulbók 2

Að undanförnu höfum við fengið mikið af óskum um að bæta við textum í Litabækurnar okkar (lesskilningsæfingar) og höfum við unnið hörðum höndum að því. Nú bjóðum við upp á 20 nýja texta í flokkinn undir 100 orðum og höfum við sett þá sér til einföldunar og köllum einfaldlega Gulbók 2. Eins og fyrri textar eru þessir úr ýmsum áttum og reynt að höfðu til ólíks áhugasviðs nemenda, jafnframt því að lauma inn áhugaverðum fróðleik.  Dæmi um texta í þessum skammti eru: Nikulás Kópernikus, Fyrsti bíllinn á Íslandi, Vala Flosadóttir, Sjampó úr kúahlandi, Gosið í Heklu árið 1104 o.s.frv.

lesa meira..
Íslenska

Lita- og verkefnabók: Tölurnar 1-20, fyrir yngstu krakkana.

Nú bjóðum við upp á bókina ‚Lita- og verkefnabók:Tölurnar 1-20‘  fyrir yngstu krakkana og leikskóla.

Fyrsti kaflinn nefnist: ‚Andri á afmæli: Tölurnar1-5‘. - Annar kaflinn nefnist: ‚Freyja fer í útilegu: Tölurnar6-10‘. - Þriðji kaflinn nefnist: ‚Vilmar fer til útlanda:Tölurnar 11-15‘ -Fjorði kaflinn nefnist: ‚Heima hjá Lottu: Tölurnar16-20‘.

Hver kafli telur 5 blaðsíður. Er tilvalið að prentaþetta út og leyfa krökkunum að glíma við þessar einföldu en skemmtilegu þrautirog lita svo.

lesa meira..
Íslenska

BLIKKLJÓS – NÝ LEIÐ TIL AÐ KENNA ÍSLENDINGASÖGUR

Við bjóðum nú upp á nýja leið, nýtt námsefni, til að kenna Íslendingasögur. Hún felst einkum í því að í stað þess að nemendur lesi heila Íslendingasögu eins og hingað til hefur verið gert, lesa þeir útdrátt úr viðkomandi sögu og fá svo stutta valda texta til að glímavið úr sögunni sjálfri. Köllum við þetta Blikkljós.

Kjalnesingasaga og Gunnlaugssaga

Höfum við nú þegar unnið tværsögur á þennan hátt, Kjalnesinga sögu og Gunnlaugs sögu ormstunguásamt með ýmsu ítarefni, s.s. glærum, vinnuheftum, gagnvirkum spurningum o.s.frv.Hægt er að panta efnið í einni bók hjá okkur eða sækja það í stökum köflum ávefnum okkar með verkefnum og sérstakri kennarabók. Á vefnum er að sjálfsögðuhægt að hlusta á allt efnið upp lesið.

Tilraunaútgáfa

Hér er um ákveðna tilraun aðræða og verður forvitnilegt að sjá hvernig kennarar og nemendur taka henni. Engumdylst að undanfarið hafa þær raddir orðið háværari sem vilja breyta því hvernigvið kennum Íslendingasögurnar enda telja margir að tungutak sagnanna sénemendum framandi. Markmið okkar á Skólavefnum er að koma til móts við kröfurnútímans og kynna nemendum efni sagnanna en sýna þeim jafnframt valin dæmi afnokkrum hápunktum frumtextanna. Þannig fá þeir innsýn í hið safaríka tungutaktextanna gömlu og „heyra“ jafnvel óminn af orðum hinna fornu kappa og kvenskörunga.  

lesa meira..
Íslenska

Kóngurinn í Gullá – Nýtt námsefni í lestri og íslensku

Kóngurinn í Gullá er fyrst og fremst hugsuð sem lestrarbók og getur hún átt við alveg frá 4. og upp í 10. bekk ef út í það er farið. Er þetta ein af þessum sögum semhenta bæði fyrir börn og fullorðna. Eins og annað efni sem Skólavefurinn gefur út er bæði hægt að prenta efnið út og/eða vinna það algjörlega á vefnum. Í vefútgáfunni er hægt að hlusta á söguna upplesna og þar er einnig hægt að nálgast orðskýringar á völdum orðum. Góð verkefni fylgja bókinni, bæði opnar spurningar og fjölvalsspurningar. 

John Ruskin skrifaði söguna Kóngurinn í Gullá (The King of the Golden River) árið 1841 fyrir hina tólf ára gömlu Effie (Euphemia) Gray sem síðar varð kona hans.Sagan var gefin út á bók tíu árum síðar (1851) og naut strax mikilla vinsælda og þykir í dag ein af sígildum bókmenntaverkum Viktoríu tímans. Sagan hefur verið flokkuð sem ævintýri, dæmisaga, kennisaga og jafnvel goðsaga. Hvernig svosem menn vilja flokka hana þá vísar sagan okkur veginn til réttrar breytni og hugarfars.

lesa meira..
NÝTT OG UPPFÆRT
STAKAR BÆKUR OG HEFTI
Jólasíða

Jólagleði 3 - Jólin séð í öðru ljósi - Efstastig

Hér bjóðum við upp á 16 blaðsíðna útprentanlegt hefti með ýmiss konar þrautum í jólabúningi, texta o.fl.

lesa meira..

Kynntu þér Prófasíðu Skólavefsins.
Stuðningssíða fyrir vorprófin 2021
og samræmdu prófin.

Þúsundir æfinga og kennslumyndbanda til þjálfunar fyrir haustprófin!

Veldu bekk og námsgrein:

9. og 10. bekkur

7. bekkur

4. bekkur

Ertu að þjálfa þig í lesskilning

Stöðupróf í íslensku

Hér getið þið nálgast skilgreind markmið og stöðupróf í íslensku fyrir valda aldurshópa.
Þið smellið einfaldlega á bekk og þá getið þið valið viðeigandi próf og séð þau markmið sem við teljum að liggi þeim aldurshópi til grundvallar.
vert að skoða :)
Undirbúningur og námsefni fyrir framhaldsskólastig
No items found.
Eitt og annað
Fara efst