Setningar og málsgreinar er heildstætt námsefni í íslensku semhugsað er fyrir þriðja bekk en er þó hægt að nota bæði á yngri og eldri stigumeftir því hvað hentar. Efnið er unnið út frá öllum helstu markmiðum 3. bekkjarí Aðalnámskrá sem og okkar eigin námskrá í íslensku fyrir sama aldursstig.
Efnið sem skiptist í þrjár bækurhefur að geyma 150 verkefni á tæpum 200 blaðsíðum.
Við höfum lagt mikla áherslu á aðgera efnið bæði fjölbreytt og skemmtilegt þannig að sem flestir gætu haft bæðigagn og gaman af.
Mikil áhersla er lögð á lesskilningaf ýmsu tagi og málfræði í einföldum búningi. Þá er töluvert af einföldum ogaðgengilegum verkefnum til að krydda efnið og samþætta það öðrum áhugasviðum eníslenskunáminu sem slíku.
Eitt sem við leggjum sérstaka áhersluá í þessari bók er að þjálfa og efla orðaforða. Rannsóknir hafa sýnt fram ámikilvægi þess í lífi og starfi að búa yfir góðum orðaforða. Hann er eitthelsta tæki okkar til frjórrar hugsunar og skilnings á öllu í kringum okkur.
Í því sambandi minnum við á vefinn malid.is þar sem hvers kyns upplýsingarum mál og stafsetningu, beygingar, merkingu og orðaforða er að finna.
Ritröðin Setningar og málsgreinar kemur í beinu framhaldi af ritröðunum: Stafir og orð (1. bekkur) og Orð og setningar (2. bekkur).