Skólavefurinn er stærsti námsvefur landsins og hefur í yfir 20 ár verið leiðandi í gerð námsefnis á netinu. Á vefnum er að finna ógrynni námsefnis í fjölmörgum greinum sem hægt er að vinna í tölvunni eða prenta út. Um 95% allra grunnskóla á landinu eru með áskrift og sækja námsefni á vefinn til nota í kennslu en einstaklingar eru einnig í áskrift og hafa rúmlega 40.000+ heimili á einhverjum tímapunkti verið með áskrift að vefnum. Flestir fá sér áskrift með það fyrir augum að þjálfa sig og bæta námsárangurinn eða viðhalda góðum árangri. Stefna Skólavefsins er að aðstoða nemendur í náminu og bjóða upp á vandað og skemmtilegt námsefni fyrir bæði nemendur og kennara.
1.890 kr. Áskrift að Skólavefnum fyrir einstaklinga kostar aðeins 1.980.- kr. á mánuði og gildir ein áskrift fyrir alla meðlimi og tölvur heimilisins. Þetta verð jafnast á við bíómiða og lítinn popp og hefur haldist óbreytt í nokkur ár þó að við séum alltaf að bæta efni inn á vefinn og gera hann betri.
Hægt er að segja upp áskrift í síma 551 6400 eða með því að senda
tölvupóst á netfangið askrift@skolavefurinn.is og óska eftir uppsögn á áskrift.
Alla. Á Skólavefnum er að finna ógrynni námsefnis fyrir nemendur frá leikskóla upp í framhaldsskóla. Að auki er á vefnum afþreyingar- og fróðleiksefni fyrir alla aldurshópa. Skólavefurinn hefur í tæp 20 ár aðstoðað nemendur við námið og hjálpað mörgum að bæta árangur sinn og gildir þá einu hvort námsárangurinn fyrir hafi verið góður eða lakur. Við mælum með því að nýta vefinn jafn og þétt yfir skólaárið frekar en að taka námstarnir rétt fyrir próf. Við bætum nýju efni inn á vefinn í hverri viku allt árið og yfir sumartímann gefum við út tímarit fyrir alla fjölskylduna sem tilvalið að taka með í fríið. Vefurinn er því til gagns og gamans fyrir alla fjölskylduna allt árið.
Já. Við hjá Skólavefnum höfum lengi vitað að Skólavefurinn nýtist nemendum með lesraskanir vel og hafa skólar og fyrirtæki sem vinna með lesblindum bent á Skólavefinn sem hjálpartæki fyrir þessa nemendur, enda bjóðum við upp á mikið efni sem hentar þessum hópi vel. Þar má nefna efni sem er upplesið, myndrænt, með gagnvirkum æfingum, myndbandsskýringum og stækkanlegu letri.
Nei. Allt námsefnið á vefnum er unnið af kennurum og öðru fagfólki samkvæmt námskrá grunnskólanna. Við reynum alltaf að hafa efnið þannig að það henti sem stærstum hópi nemenda og að hafa verkefni létt og þung til skiptis eftir því sem hægt er svo að sem flestir nái fótfestu í námsefninu. Hægt er að leita að efni eftir aldurshópi eða námsgrein og geta notendur því stjórnað þyngd efnis með vali sínu. Okkar reynsla er sú að nemendur á öllum getustigum finni á Skólavefnum eitthvað við sitt hæfi og að allir sem það vilja geti bætt árangur sinn með hjálp Skólavefsins.
Nei. Skólavefurinn er einkafyrirtæki og var stofnað árið 2000. Við höfum í yfir 20 ár unnið að því að bjóða upp á fjölbreytt úrval námsefnis og höfum frá stofnun verið leiðandi í gerð námsefnis fyrir netið. Hjá Skólavefnum starfa um 8 manns en fjölmargir aðilar koma að vefnum við gerð námsefnis, forritun, teikningar, upplestur og sækjum við alltaf eftir samvinnu með sérfræðingum á hverju sviði. Við störfum til að mynda náið með kennurum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands við gerð íslenskuefnisins á vefnum. Vefurinn er einnig frábær pallur fyrir kennara til þess að koma sínu efni á framfæri og deila góðu efni með kennurum um land allt. Margar hendur koma að vefnum og er ekki óvarlegt að áætla að meira en 50 manns komi að vefnum með einhverjum hætti á ári hverju.