Um okkur

Hvað er Skólavefurinn.is

Skólavefurinn er stærsti námsvefur landsins og hefur í 19 ár verið leiðandi í gerð námsefnis á netinu. Á vefnum er að finna ógrynni námsefnis í fjölmörgum greinum sem hægt er að vinna í tölvunni eða prenta út. Um 95% allra grunnskóla á landinu eru með áskrift og sækja námsefni á vefinn til nota í kennslu en einstaklingar eru einnig í áskrift og hafa rúmlega 35.000 heimili á einhverjum tímapunkti verið með áskrift að vefnum. Flestir fá sér áskrift með það fyrir augum að þjálfa sig og bæta námsárangurinn eða viðhalda góðum árangri. Stefna Skólavefsins er að aðstoða nemendur í náminu og bjóða upp á vandað og skemmtilegt námsefni fyrir bæði nemendur og kennara.

Fara efst