Samfélagsfræði

Landafræði

Landafræði

Þrjár nýjar landafræðibækur og vefsíða fyrir 5., 6. og 7. bekk

Þrjár nýjar landafræðibækur og vefsíða fyrir 5., 6. og 7. bekk

Glænýjar kennslubækur í landafræði og vönduð vefsíða með gagnvirkum æfingum.

Skólavefurinn býður nú upp á þrjár glænýjar kennslubækur í landafræði sem eru hugsaðar fyrir 5., 6. og 7. bekk en má þó einnig kenna á öðrum stigum, allt eftir efnum og ástæðum. Bækurnar eru eftir Ingibjörgu Sól Ingólfsdóttur og myndskreyttar af Mjöll Sigurðardóttur. Þær taka í einu og öllu mið af Aðalnámskrá grunnskóla í greininni auk þess sem reynt hefur verið að gera efnið bæði aðlaðandi og áhugavert fyrir nemendur. Góð verkefni fylgja hverri bók. Þá verður hægt að nálgast lausnir við öllum verkefnum.

Vönduð vefsíða fylgir efninu þar sem hægt er að nálgast bækurnar sem flettibækur og í pdf útgáfu. Á vefsíðunni geta kennarar einnig nálgast skemmtilegar gagnvirkar æfingar þar sem nemendur geta þjálfað sig í að þekkja lönd, höfuðborgir og fána.
Í þessu efni er landafræðin skoðuð í ljósi nýjustu áherslna og upplýsinga. Hér er á ferðinni efni sem talar inn í samtímann og það sem brennur á fólki í dag.

Hér má sjá nánari lýsingu á innihaldi hverrar fyrir sig:

Bók 1: Að rata um heiminn

Í þessari bók sem er 46 blaðsíður á lengd og skiptist í 13 kafla er farið yfir kort og hvernig á að lesa úr þeim, heimsálfurnar og fleira.
Verkefnin sem fylgja eru mjög fjölbreytt, áhugaverð og skemmtileg.

Bók 2: Náttúruöflin

Í þessari bók sem er 49 blaðsíður á lengd og skiptist í 16 kafla er farið yfir kenningar um hvernig heimurinn varð til, samsetningu jarðarinnar, flekakenninguna, jarðskjálfta og eldvirkni,  háhita- og lághitasvæði og fleira
Fjölbreytt og skemmtileg verkefni fylgja hverjum kafla.

Bók 3: Loftslag

Í þessari bók sem er 52 blaðsíður á lengd og skiptist í 15 kafla er hugtakið loftslag  útskýrt og hvað hefur áhrif á það, gang himintunglanna, möndulhalla jarðar, árstíðir, loftslagsbelti, hæð yfir sjávarmáli, hafstrauma, hæðir, lægðir og loftþrýsting, lofthjúpinn, hlýnun jarðar og margt fleira. Fjölbreytt og skemmtileg verkefni fylgja hverjum kafla.

Skólavefurinn.is

Landafræði

Kortakíkirinn

Kortakíkirinn

Hér getið nálgast upplýsingar um valda staði á Íslandi og lært að þekkja hvar þeir eru á korti.

Landafræði

Hvar eru löndin í heimsálfunum?

Hvar eru löndin í heimsálfunum?

Hvar eru löndin í heimsálfunum?

Þjálfaðu þig í að læra hvar löndin eru.

Saga

Saga

Stórt verk! Nýtt námsefni um fyrri heimsstyrjöldina

Stórt verk! Nýtt námsefni um fyrri heimsstyrjöldina

Nú bjóðum við upp glænýtt heildstætt efni um fyrri heimsstyrjöldina hvort heldur til almennrar sögukennslu eða til að efla lesskilning.

Fyrri heimsstyrjöldin var ásamt með síðari heimstyrjöldinni sá atburður sem hvað mest mótaði tuttugustu öldina og þann veruleika sem við búum við í dag. Til að skilja betur samtímann er nauðsynlegt að kunna á henni skil.

Fyrir hverja er efnið?

Efnið er fyrst og fremst hugsað sem söguefni fyrir efstu bekki grunnskólans en mætti hæglega nota sem þjálfunarefni í lesskilningi á á öðrum stigum ef út í það er farið.  Þá hentar efnið einnig framhaldsskólum.

Fimm bækur

Efnið skiptist í fimm bækur og má segja að fyrstu tvær bækurnar séu heildstætt efni þar sem farið er yfir aðdraganda styrjaldarinnar, gang hennar og afleiðingar. Hinar þrjár bækurnar eru ítarefni fyrir þá sem vilja fræðast enn frekar um meginmálið.

Uppsetning

Efnið er hægt að prenta út en svo er efnið einnig aðgengilegt á góðri vefsíðu þar sem hægt er að hlusta á það upplesið og glíma við gagnvirkar fjölvalsspurningar.

Þá munum við innan skamms bjóða upp á myndbandsviðtöl við einstaklinga sem upplifðu átökin á eigin skinni.

Saga

Þroskatíð kristninnar

Þroskatíð kristninnar

Þetta skemmtilega námsefni í Íslandssögu tekur fyrir tímabilið skömmu fyrir kristnitöku árið 1000 til ársins 1262 þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd.Við beinum sjónum okkar að kristninni og áhrifum hennar, sem voru mjög víðtæk og röskuðu með tímanum öllu valdajafnvægi sem áður hafði verið. Í öðru lagi ætlum við að skoða líf höfðingja á þessum tíma og höfum valið Snorra Sturluson til þess að vera dæmi um slíkan veraldarhöfðingja. Samhliða þessu munum við reyna að skoða helstu siði, atburði og nýjungar sem áttu sér stað á tímabilinu. Að lokum ætlum við að skoða þau átök sem leiddu til þess að landið lenti undir Noregskonung og hvað var að gerast úti í hinum stóra heimi meðan Íslendingar miðalda voru að spinna sinn örlagavef.Efnið er sniðið að þörfum 6. bekkjar grunnskóla, skemmtilega uppsett, myndskreytt og með góðum verkefnum.

Saga

Fólk í sögunni

Fólk í sögunni

Hér bjóðum við upp á stutt æviágrip valinkunnra einstaklinga frá ýmsum tímum, bæði íslenskra og erlendra. Tilvalið er að nota efnið í hópkennslu eða sem viðbót við annað efni.

Saga

Íslandssaga: tímabilið milli 1000-1200 (pdf)

Íslandssaga: tímabilið milli 1000-1200 (pdf)

Hér getið þið nálgast 33 blaðsíðna leshefti sem spannar umrætt tímabil Íslandssögunnar.

Kennslubók í sögu fyrir 6. bekk - 1. hefti (prentútgáfa).

Saga

Snorri Sturluson og Sturlungaöldin (pdf)

Snorri Sturluson og Sturlungaöldin (pdf)

Í námskrá er skráð að nemendur eigi  að geta skoðað íslenskt miðaldasamfélag í ljósi kunnugs einstaklings, t.d. Snorra Sturlusonar, Guðmundar biskups góða eða Guðríðar Þorbjarnardóttur. Þetta hefti tekur fyrir ævi Snorra Sturlusonar og allt þar til Íslendingar lenda undir vald Noregskonungs árið 1262. Heftið telur 29 blaðsíður með góðum verkefnum.

Saga

Tímalínur

Tímalínur

Tímalínur eru aðgengileg og forvitnileg leið til að læra söguna og sjá hana í samhengi við aðra hluti. Því förum við nú af stað með safn tímalína sem hægt er að vafra um sér til fróðleiks og skemmtunar. Þá henta þær vel á skjávarpa í kennslustofu og er tilvalið að enda kennslustundir með því að skoða eitthvað sem gerðist á einhverjum tilteknum tíma. Nú þegar eru tímalínurnar orðnar sjö. Þær bera yfirheitið: Ísland og Noregur á 10. öld, Heimurinn á 10. öld, Ísland á 11. öld, Heimurinn á 11. öld, Jón Sigurðsson (19. öld), Sjálfstæðisbaráttan (19. öld) og Heimurinn á 19. öld.

Saga

Úr sveit í borg: Vinnubók

Úr sveit í borg: Vinnubók

Bókin Úr sveit í borg er víða kennd í 8. bekk og við bjóðum upp á vandaða vinnubók eftir Halldór Ívarsson sem unnin er með hliðsjón af henni og Aðalnámskrá.  Er bókin hér í fjórum hlutum sem saman telja 40 blaðsíður. Er annars vegar um að ræða nemendabók og hins vegar kennarabók með lausnum. 

Saga

Námsefni í sögu eftir Halldór Ívarsson

Námsefni í sögu eftir Halldór Ívarsson

Hér er hægt að sækja heilsteypt námsefni í sögu á unglingastigi í fimm kennsluheftum eftir Halldór Ívarsson. Efnið var upphaflega unnið sem glósur en getur hæglega nýst sem sjálfstætt námsefni.

Saga

Sölvi Helgason: Óblíð örlög listamanns á erfiðum tímum

Sölvi Helgason: Óblíð örlög listamanns á erfiðum tímum

27 blaðsíðna vinnubók þar sem farið er yfir lífshlaup og list Sölva Helgasonar. Um er að ræða námsefni sem hentar vel með námsefninu um heimastjórnina. Efnið speglar svolítið annan raunveruleika sem er engu síður mikilvægur og kallað er eftir í námskrá. Í námskrá segir að nemendur eigi að afla ,,sér upplýsinga úr ritum, af myndum og Netinu um lífshlaup, þjóðfélagsstöðu, verk og einkenni einstakra listamanna og hópa þeirra." Í þeirri upptalningu er minnst á Sölva Helgason.

Saga

Heimastjórnin

Heimastjórnin

Hér er á ferðinni heildstætt námsefni um sögu sem tekur fyrir tímabilið frá aldamótunum 1800 og fram að því að Íslendingar öðluðust svonefnda heimastjórn.  Margskipt efni sem unnið er útfrá markmiðum aðalnámskrár í sögu fyrir 8.–10. bekk.

Samfélagsfræði

Samfélagsfræði

Samfélagsfræði - Yngri bekkur

Samfélagsfræði - Yngri bekkur

Hér má nálgast stuttar og markvissar kennslubækur í samfélagsfræði fyrir yngsta stigið eða frá 1. og upp í 4. bekk. Allt efnið tekur mið af Aðalnámskrá grunnskóla.

Samfélagsfræði

Á leið um landið: Perlur Íslands

Á leið um landið: Perlur Íslands

Hér er hægt að nálgast áhugavert efni um valda staði á Íslandi, minnisvörða, söfn, kirkjur og annað sem hægt er að hafa bæði gagn og gaman af að kynnast á leið sinni um landið. Oft er það nefnilega svo að við gefum ekki nægilega mikinn gaum að því sem verður á vegi okkar. Efnið er aðgengilegt í vefútgáfu og einnig til útprentunar.

Samfélagsfræði

Heimur í hnotskurn

Heimur í hnotskurn

Hér er hægt að nálgast námsefni um valin lönd með góðum verkefnum. Eins og alltaf er bæði hægt að nálgast efnið í vefútgáfu og sérútbúinni prentútgáfu.

Samfélagsfræði

Landafræði handa unglingum 1. hefti: Vinnubók

Landafræði handa unglingum 1. hefti: Vinnubók

Vinnubókin skiptist í tvo hluta, annars vegar nemendahluta og hins vegar kennarahluta sem inniheldur svör við verkefnunum.

Samfélagsfræði

Almenn landafræði fyrir unglingastig eftir Halldór Ívarsson

Almenn landafræði fyrir unglingastig eftir Halldór Ívarsson

Efni sem upprunalega var útbúið sem grunnur (glósur) fyrir samræmt próf, en stendur fyllilega fyrir sínu sem grunnnámsefni. Þá er einnig hægt að sækja vinnubók úr efninu.

Samfélagsfræði

Skólabókin mín

Skólabókin mín

Hér er um að ræða 47 blaðsíðna bók fyrir þá sem eru að hefja skólagöngu. Viðfangsefnið er nemandinn og nánasta umhverfi hans. Nóg af verkefnum. Efnið hefur töluvert verið notað í stuðningskennslu.

Samfélagsfræði

Landnámið: Fundur Íslands

Landnámið: Fundur Íslands

Í Aðalnámskrá í samfélagfræði er talað um að nemendur eigi strax í fyrsta bekk að tileinka sér frásagnir af landnámsmönnum og þekkja nöfn nokkurra. Það eigi síðan að byggja ofan á það í næstu bekkjum. Hér fyrir neðan finnið þið frásagnir af fundi Íslands, þar sem búið er að laga textann að yngri nemendum. Góð verkefni fylgja með. Þá er einnig boðið upp á sama námsefni á vefsíðu í mjög skemmtilegri og aðgengilegri útgáfu.

Samfélagsfræði

Hellisbúinn: samþætt samfélagsfræði, ritun og myndmennt

Hellisbúinn: samþætt samfélagsfræði, ritun og myndmennt

Þetta efni sameinar þrjár námsgreinar, myndmennt, ritun og samfélagsfræði, en rík áhersla er lögð á það í námsskránni að samþætta hinar ýmsu námsgreinar. Er hér á ferðinni bæði vandað námsefni og skemmtilegt, sem enginn kennari ætti að láta framhjá sér fara. Efnið hentar vel nemendum í yngri bekkjardeildum (1.-4. bekk).

Samfélagsfræði

Sveitastörf fyrr á öldum

Sveitastörf fyrr á öldum

Efnið er unnið upp úr þjóðháttum Jónasar frá Hrafnagili. Kaflaheitin í fyrra heftinu eru: túnvinna, sauðburður, rúning, fráfærur og önnur verk. Seinna heftið fjallar svo um smalaferðir, sel, grasvinnu o.fl. Þetta er efni sem hentar nemendum alveg frá 4.–5. bekk og upp úr. Mikilvægt efni til að tengja inn í fortíðina.