Hér er fjallað um samskipti og hugtök sem tengjast almennri hegðun og háttvísi. Hugtök eins og lýðræði, samhjálp, fyrirmyndir og tilfinningar eru skoðuð eins og kveðið er á um í námskrá.
Efnið er hugsað fyrir 1. eða 2. bekk og telur 22 bls. Það er einfalt í sniðum, en eins og gefur að skilja með efni sem þetta skiptir aðkoma kennarans höfuðmáli. Hann þarf að stýra allri vinnu fyrir svo unga nemendur, lesa textana upp og ræða hvert verkefni á uppbyggilegan hátt.
Inn á milli höfum við skotið einföldum en skemmtilegum æfingum til að breyta til og létta á heildarefninu.
1. Hvað vil ég vera?
2. Hvernig vil ég að aðrir séu við mig?
3. Finndu muninn
4. Ég er eins og ég er
5. Ef...
6. Lýðræði
7. Meira um lýðræði
8. Geimurinn
9. Samhjálp
10. Störf
11. Hvað gera þau?
12. Fyrirmyndir
13. Flugvélar
14. Já eða nei
15. Samlíkingar
16. Reglur
17. Hvað er á myndinni?
18. Tilfinningar
19. Hollusta
20. Fólk
Umræðuefnið er Ísland og ákveðin einkenni þess með sérstakri áherslu á kortavinnu og staði. Til umræðu eru einkum fjöll, ár, jöklar, eyjar, firðir, vötn og einstakir landshlutar.
Efnið er hugsað fyrir 1. og 2. bekk, skiptist í 22 kafla og telur 26 bls. Það er einfalt í sniðum en eins og gefur að skilja skiptir aðkoma kennarans höfuðmáli, en hann þarf að stýra allri vinnu fyrir svo unga nemendur.
Inn á milli höfum við skotið einföldum en skemmtilegum æfingum til tilbreytingar og í því skyni að létta á heildarefninu.
1. Ég bý...
2. Ísland
3. Á Íslandi
4. Ár á Íslandi
5. Fjöll á Íslandi
6. Fjallið mitt
7. Fjallaklifur / Þraut
8. Jöklar á Íslandi
9. Eyjar við Ísland
10. Áttirnar
11. Ævintýraeyjan
12. Eyjan mín
13. Firðir á Íslandi
14. Vötn á Íslandi
15. Borgir og bæir
16. Vestfirðir
17. Vesturland
18. Norðurland vestra
19. Norðurland eystra
20. Austurland
21. Suðurland
22. Miðhálendið
Hér er áherslan lögð á Norðurlöndin og valin atriði tengd þeim. Meðal annars er fjallað um litlu hafmeyjuna, fyrsta íslenska landnámsfólkið, Einar Áskel, Múmínálfana, ísbirni, höfuðborgir o.fl.
Efnið er hugsað fyrir 1. til 3. bekk, skiptist í 20 kafla telur 24 bls. Það er einfalt í sniðum og aðgengilegt fyrir unga nemendur.
Inn á milli höfum við skotið einföldum en skemmtilegum æfingum til tilbreytingar og til að létta á heildarefninu.
1. Heimurinn
2. Lönd
3. Fánar 1
4. Norðurlönd
5. Danmörk
6. Litla hafmeyjan
7. Noregur
8. Fyrsta íslenska landnámsfólkið
9. Svíþjóð
10. Einar Áskell
11. Finnland
12. Múmínálfarnir
13. Færeyjar
14. Fjáreyjar
15. Grænland
16. Ísbirnir
17. Fánar 2
18. Hver eru löndin?
19. Finndu höfuðborgirnar og staðina
20. Norðurlöndin og heimurinn
Hér er fjallað um reikistjörnurnar og helstu einkenni þeirra án þess að fara djúpt í efnið.
Efnið er hugsað fyrir 1. til 3. bekk, skiptist í 21 kafla og telur 24 bls. Það er fyrst og fremst grunnur sem kennari getur svo bætt við eftir efnum og ástæðum.
1. Um þetta efni
2. Jörðin okkar
3. Sólin og reikistjörnurnar
4. Sólin
5. Fyrsta reikistjarnan
6. Hvað er þetta?
7. Önnur reikistjarnan
8. Hvert er geimskipið að fara?
9. Þriðja reikistjarnan
10. Geimfar
11. Tunglið
12. Finndu muninn
13. Fjórða reikistjarnan
14. Geimfarar
15. Fimmta reikistjarnan
16. Týndu stafirnir
17. Sjötta reikistjarnan
18. Hver er reikistjarnan?
19. Sjöunda reikistjarnan
20. Orðaleit
21. Áttunda reikistjarnan
22. Aukaverkefni
Risaeðlur hafa löngum heillað unga nemendur enda líf þeirra og heimur börnum framandi og kannski óraunverulegur þótt margt sé vitað með vissu um þessi jarðardýr. Þá gefur saga risaeðlanna börnum góða tilfinningu fyrir þróun lífs á jörðinni í aldanna rás.
Námsefnið sem er hugsað fyrir nemendur í 2. og 3. bekk skiptist í 24 kafla og telur 28 bls. Má þó ætla að nemendur í 2. bekk þurfi töluverða aðstoð við það og þá ekki síst með lesturinn í huga og það að svara spurningunum úr námsefninu. En það fer að sjálfsögðu allt eftir því hvernig það er borið fram.
1. Risaeðlur í sögunni
2. Hvernig vitum við að risaeðlur voru til?
3. Tríastíminn
4. Pangea eða Aljörð
5. Sköguleðla og skolteðla
6. Sléttueðla (plateosaurus)
7. Kjálkaeðla (gnathosaurus)
8. Suðurkrosseðla (staurikosaurus)
9. Júratíminn
10. Kambeðla (stegosaurus)
11. Drekaeðla (dilophosaurus)
12. Þórseðlubróðir (brachiosaurus)
13. Þvengeðla (compsognathus)
14. Öglir/Eðlufugl (archaeopteryx)
15. Njarðareðla (barosaurus)
16. Krítartíminn
17. Grameðla (tyrannosaurus rex)
18. Grænskegla (iguanodon)
19. Nashyrningseðla (triceratops)
20. Gaddygli (euoplocephalus)
21. Skalleðla (pachycephalosaurus)
22. Snareðlan (velociraptor)
23. Endalok risaeðlanna
24. Verkefni
Það er mikilvægt að nemendur geri sér grein fyrir sögu heimsins í stórum dráttum og fái innsýn í það tímaskeið sem þeir eru hluti af, og eins að þeir fái hugmynd um fyrstu stóru samfélögin og hvar þau voru.
Þetta efni er hugsað fyrir yngri bekki grunnskólans eða frá 2. og upp í 4. bekk eftir því hvað hverjum og einum hentar. Efnið skiptist í 20 kafla og telur 26 bls.
Í markmiðum Aðalnámskrár fyrir 3. bekk er vikið að því að nemendur eigi að koma auga á nokkra þætti sem hafa haft áhrif á mannlífið í tímans rás, svo sem umhverfi og skipulag samfélaga og ætti því þetta efni að henta fyrir þann aldurshóp.
Framsetning og uppbygging efnisins er einföld og aðgengileg.
1. Forn samfélög
2. Mesópótamía
3. Góð lífsskilyrði
4. Súmerar
5. Uppfinningar Súmera
6. Fleygrúnir
7. Gilgameskviða
8. Trú Súmera
9. Akkadear
10. Sargon hinn mikli
11. Ýmsir þjóðflokkar í Mesópótamíu
12. Assýringar
13. Babýlóníumenn
14. Lög Hammúrabís 1
15. Lög Hammúrabís 2
16. Persar
17. Orustan við Maraþon
18. Alexander mikli
19. Gordíonshnúturinn
20. Aristóteles