Skólavefurinn hefur að undanförnu fengið fjölda beiðna um meira efni í stærðfræði og eins og alltaf reynum við að verða við óskum notenda. Við bjóðum upp á nýja bók í stærðfræði sem fyrst og fremst er hugsuð fyrir 4. bekk og þá sem upprifjun á efni 3. bekkjar. Hún telur 40 blaðsíður og skiptist í 14 kafla. 

Eins og alltaf tekur efnið mið af Aðalnámskrá grunnskóla og því námsefni sem lagt er til grundvallar í þeim bekkjum.