Skólavefurinn.is kynnir

Lestrarvænt námsefni

Upplestur / Hljóðbók

Gagnvirkar æfingar

Spurningar / Verkefni

LAXDÆLA - Námsefni

Bækurnar
--
Vefbók
Flettibók
Bókin sem pdf
(spurningar á sérsíðu)
Bókin sem pdf
(spurningar á sömu síðu)
Fjölvalsspurningar - pdf
Lausnir og kennaraleiðbeiningar
Laxdæla saga

Nú bjóðum við upp áhugaverða nýjung sem er lestrarvinnubók með hinni stórkostlegu Laxdæla sögu.

Sagan skiptist í 60 kafla og eru allir kaflarnir undir 200 orðum. Fjölbreytilegar spurningar fylgja efninu.

Efnið er hugsað sem brú á milli árganga þar sem textinn sjálfur er einfaldaður og styttur án þess þó að það komi niður á söguþræðinum.

Að sjálfsögðu geta kennarar svo pantað stuttar en hnitmiðaðar kennsluleiðbeiningar og lausnahefti.

Þetta er frábært efni til að kenna Íslendingasögurnar og í leiðinni að þjálfa lestur og lesskilning í hæfilegum skömmtum.

Flettibók – Pdf – Vefsíða

Efnið er hægt að nálgast sem flettibók, pdf og í vefsíðu þar sem boðið er upp á fjölvalsspurningar með hverjum kafla.
Laxdæla – Um söguna
----------------------------------------------
Laxdæla saga er ein af okkar allra frægustu sögum. Nafnið á sögunni tengist Laxárdal í Dölum, en þar og í næsta nágrenni er sögusviðið (Laxdælir = íbúar Laxárdals).

Orðið Laxdæla saga merkir því saga af íbúum Laxárdals, en reyndar eiga margar lykilpersónur sér heimili utan þess dals.

Laxdæla saga er saga margra kynslóða, sannkölluð ættarsaga, og ættfaðirinn var Ketill flatnefur, norskur höfðingi sem fluttist til Bretlandseyja og var faðir Auðar djúpúðgu og langalangalangalangafi Guðrúnar og Kjartans!

Kaflar

1. Inngangur
2. Auður djúpúðga ættmóðir Kjartans;  og Björn austræni ættfaðir Guðrúnar Ósvífursdóttur
3. Auður nemur land í Hvammi
4. Tvær veislur: brúðkaup og erfidrykkja
5. Ömmustelpa Auðar fer á flakk
6. Höskuldur og ambáttin
7. Höskuldur heyrir mannamál við lækinn
8. Ólafur þarf að fara frá móður sinni
9. Hrappur
10. Höskuldur fagnar ekki Hrúti bróður sínum
11. Hrútur tekur til sinna ráða
12. Melkorka giftist
13. Ævintýraferð Ólafs páa
14. Ólafur pái segir Mýrkjartani sannleikann
15. Melkorka
16. Ólafur hittir Egil Skalla-Grímsson
17. Ólafur pái ræðir við Þorgerði
18. Búfé Ólafs rekið niður eftir dalnum
19. Höskuldur
20. Bolli kynntur til sögu. Höskuldur deyr
21. Ólafur pái og Þorleikur sættast. Kjartan og Bolli
22. Nýi myndskreytti skálinn í Hjarðarholti
23. Sverðið Fótbítur
24. Draumar Guðrúnar Ósvífursdóttur
25. Gestur ræður draumana og tárfellir við Laxá
26. Fyrsta hjónaband Guðrúnar
27. Annað hjónaband Guðrúnar
28. Guðrún og Kjartan við Sælingsdalslaug
29. Kjartan og Bolli fara utan
30. Kjartan tekur kristna trú
31. Bolli snýr heim til Íslands. Kristnitakan
32. Kjartan kveður Ingibjörgu konungssystur
33. Kjartan kemur til Íslands
34. Kjartan og Hrefna
35. Guðrún sér moturinn
36. Dýrgripir hverfa
37. Kjartan dreitir Laugamenn inni
38. Kjartan, Þórhalla málga og Án hrísmagi
39. Fyrirsát
40. Fótbítur
41. Samtal Guðrúnar og Bolla
42. Lík Kjartans flutt að Borg
43. Þorgerður eggjar syni sína
44. Haldið í átt að selinu
45. Bolli
46. Guðrún flytur til Helgafells
47. Þorgils Hölluson og Þorkell Eyjólfsson
48. Snorri goði með ráð undir rifi hverju
49. Snorri goði kemur enn á óvart
50. Guðrún sver eið
51. Lýsing smaladrengs á leiðangursmönnum í skógi
52. Aðförin að Helga Harðbeinssyni
53. Þorgils Hölluson kemst að hinu sanna
54. Guðrún giftist í fjórða sinn
55. Bolli Bollason fer til Miklagarðs
56.  Þorkell Eyjólfsson hittir Ólaf konung
57. Spá konungs rætist
58. Guðrún og völvan
59. Þorkell
60. Bolli
--

Lausnir og
kennaraleiðbeiningar (pdf):

Til að fá lausnir við verkefnum, sendu okkur tölvupóst á boksala@skolavefurinn.is með beiðni um lausnir.

Til kennara og foreldra:

Ef óskað er nánari upplýsinga eða útskýringa er hægt að hafa samband við Skólavefinn í síma 551 6400 eða senda tölvupóst á skolavefurinn@skolavefurinn.is