Skólavefurinn.is kynnir

Stuðningssíða fyrir
vor- og haustprófin 2022

Þúsundir æfinga og kennslumyndbanda
til þjálfunar fyrir prófin!

Veldu bekk og námsgrein:

9. og 10. bekkur

7. bekkur

4. bekkur

Nýtt þjálfunarefni fyrir 9. bekk

Nýtt þjálfunarefni í íslensku fyrir 4. bekk

Nýtt þjálfunarefni í íslensku fyrir 7. bekk

Nýtt þjálfunarefni (nr. 6) í ensku fyrir 9. bekk

Hér er farið yfir orðaforða, lesskilning og nokkur málfræði atriði.

- Gagnvirkt -
- Til útprentunar -
- Sérstök lausnahefti fylgja -

Nýtt þjálfunarefni (nr. 7) í ensku fyrir 9. bekk

Hér er farið yfir orðaforða, lesskilning og nokkur málfræði atriði.

- Gagnvirkt -
- Til útprentunar -
- Sérstök lausnahefti fylgja -

Dagsetningar samræmdra könnunarprófa 2022

Samræmd könnunarpróf í 9. bekk

-Fylgist með-

ANNAÐ Námsefni sem hjálpar til við undirbúning samræmdu prófanna Á SKÓLAVEFNUM

Um þessa síðu

Á þessari síðu bjóðum við upp á valið þjálfunarefni í völdum námsgreinum til að hjálpa nemendum að undirbúa sig fyrir próf.

Eins og gefur að skilja er alltaf erfitt að átta sig á hvernig prófin í hverjum skóla eru uppbyggð og á hvað áhersla er lögð. Þá eru margir óvissuþættir sem velta á því hvaða námsefni hefur verið lagt til grundvallar í viðkomandi skóla.

Það sem við hinsvegar getum tekið mið af eru almennir grunnþættir sem allir nemendur þurfa að kunna skil á óháð skóla, samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla. Einnig bjóðum við upp á þjálfun í að glíma við valin viðfangsefni á almennan hátt, sem alltaf er gagnlegt. Þjálfunarefnið byggjum við á samræmdum prófum liðinna ára sem og völdu námsefni af Skólavefnum.

Við höfum nú boðið upp á þjálfunarefni af ýmsu tagi á undanförnum árum og hafa viðbrögðin verið mjög jákvæð og því höfum við ákveðið að útfæra þennan lið enn betur ef vera mætti að það hjálpaði fleirum að ná betri árangri. Það er þó rétt að benda á að þjálfunarefni af þessu tagi er einungis viðbót og stuðningur við það góða starf sem fram fer í skólunum.

Við viljum líka vekja athygli á því að síða þessi er stöðugt í vinnslu. Enn sem komið er bjóðum við einungis upp á efni fyrir 4. bekk, 7. bekk og 10. bekk og einungis í völdum námsgreinum.

Hvernig nota ég síðuna?

Við höfum lagt okkur í líma við að reyna að hafa síðuna eins einfalda í notkun og mögulegt er. Efninu er skipt niður eftir bekkjum og námsgreinum. Ef eitthvað er óljóst hvetjum við ykkur til að hafa samband við okkur á Skólavefnum og við munum reyna að greiða götu ykkar enn frekar.

Skólavefurinn.is