Skólavefurinn.is kynnir

Efnið er brú á milli árganga þar sem textinn sjálfur er einfaldaður og styttur án þess þó að það komi niður á sögunni sjálfri. Þannig getur þetta efni nýst frá 6. bekk og upp úr.

- Lestrarvænt námsefni -

- Upplestur / Hljóðbók -

- Gagnvirkar æfingar -

- Spurningar / Verkefni -

Gunnlaugs saga ormstungu
Námsefni

Bækurnar
--
Vefbók
Flettibók
Bókin - pdf
Fjölvalsspurningar - pdf
Lausnir og kennaraleiðbeiningar
Gunnlaugs saga ormstungu

Gunnlaugs saga ormstungu hefur verið kölluð fyrsta íslenska unglingasagan, enda er þar sagt frá ungu elskendunum, Gunnlaugi og Helgu fögru. Og tilfinningarnar voru sannarlega heitar – þá eins og nú!

Þessi spennandi saga hefur eðlilega verið mikið lesin í skólum landsins, og nú viljum við á Skólavefnum gera hana aðgengilega nemendum í stuttri og einfaldaðri gerð til að sem flestir geti fengið að njóta hennar. Ástæðan er einfaldlega sú að mörgum nemendum hefur reynst fremur erfitt að lesa frumtexta sögunnar; sá texti er næstum átta hundruð ára gamall.

Reynslan segir okkur að einfölduð útgáfa Íslendingasagnanna veki áhuga nemenda á að lesa söguna í heild þó síðar verði. En ef nemendur kjósa að leggja strax í gamla textann þá er hann aðgengilegur hér á Skólavefnum ásamt vinnubók og umræðupunktum. Einnig má finna söguna í stuttri endursögn ásamt ýmsan fróðleik á slóðinni.
Á þeirri slóð eru að auki nokkrir kaflar birtir óbreyttir úr sögunni sjálfri ásamt skýringum.

Flettibók – Pdf – Vefsíða

Efnið er hægt að nálgast sem flettibók, pdf og í vefsíðu þar sem boðið er upp á fjölvalsspurningar með hverjum kafla.
Um söguna

Gunnlaugs saga
er á margan hátt góður gluggi að lengri og flóknari Íslendingasögum. Hér kynnumst við afkomendum Egils á Borg, en leiða má að því rök að Gunnlaugs saga sé skrifuð sem nokkurs konar framhald sögu Egils: fólkið hefur viljað fá meira að heyra af Mýramönnum. En vel má nú fara hina leiðina og kynna sér Egils sögu að loknum lestri sögunnar um sonardóttur skáldsins á Borg.

Á Gunnlaugs sögu má líta sem dæmisögu um það hvernig farið getur ef haldið er dauðahaldi í gömul hetju- og sæmdargildi í friðsömu bændasamfélagi. Eða öllu heldur, hvernig farið getur ef ekki er hugað að dygðum á borð við sanngirni og tillitssemi í samskiptum manna. En jafnframt er þetta saga um mannlega reisn og mannlegan harm í viðsjárverðum heimi.

Helstu persónur eiga hver sín einkenni, mikla kosti og augljósa galla, sem gera dramatísk átök óumflýjanleg. Sagan er tilvalin til umræðu um mannlegan breyskleika og mannleg samskipti, og mætti nýta til siðferðislegrar og heimspekilegrar rökræðu.

Kaflar

Inngangur
1. kafli - Draumur Þorsteins á Borg
2. kafli - Draumurinn ráðinn. Helga fæðist
3. kafli - Gunnlaugur ormstunga fer að heiman og kynnist Helgu
4. kafli - Gunnlaugur heldur brott. Helga verður „heitkona“ Gunnlaugs
5. kafli - Gunnlaugur hittir jarlinn í Noregi
6. kafli - Gunnlaugur heimsækir jarla og konunga
7. kafli -Gunnlaugur tefst í útlöndum
8. kafli - Hrafn biður Helgu fögru
9. kafli - Gunnlaugur fær fréttir af Helgu. Draumur Hrafns
10. kafli - Hólmgangan á Þingvöllum. Vonbrigði Gunnlaugs
11. kafli - Gunnlaugur hittir Helgu. Hrafn vill útkljá málin
12. kafli - Blóðugur bardagi
13. kafli - Sögulok

Persónur Gunnlaugs sögu ormstungu og tengsl þeirra


Lausnir og
kennaraleiðbeiningar (pdf):

Til að fá lausnir við verkefnum, sendu okkur tölvupóst á boksala@skolavefurinn.is með beiðni um lausnir.

Til kennara og foreldra:

Ef óskað er nánari upplýsinga eða útskýringa er hægt að hafa samband við Skólavefinn í síma 551 6400 eða senda tölvupóst á skolavefurinn@skolavefurinn.is