Við bjóðum nú upp á nýja leið, nýtt námsefni, til að kenna Íslendingasögur. Hún felst einkum í því að í stað þess að nemendur lesi heila Íslendingasögu eins og hingað til hefur verið gert, lesa þeir útdrátt úr viðkomandi sögu og fá svo stutta valda texta til að glíma við úr sögunni sjálfri. Köllum við þetta Blikkljós.
Við bjóðumnú upp á nýja leið, nýtt námsefni, til að kenna Íslendingasögur. Hún felsteinkum í því að í stað þess að nemendur lesi heila Íslendingasögu eins oghingað til hefur verið gert, lesa þeir útdrátt úr viðkomandi sögu og fá svostutta valda texta til að glíma við úr sögunni sjálfri. Köllum við þetta Blikkljós.
Höfum viðnú þegar unnið tvær sögur á þennan hátt, Kjalnesingasögu og Gunnlaugssögu ormstungu ásamt með ýmsu ítarefni, s.s. glærum, vinnuheftum,gagnvirkum spurningum o.s.frv. Hægt er að panta efnið í einni bók hjá okkur eðasækja það í stökum köflum á vefnum okkar með verkefnum og sérstakri kennarabók.Á vefnum er að sjálfsögðu hægt að hlusta á allt efnið upp lesið.
Hér er umákveðna tilraun að ræða og verður forvitnilegt að sjá hvernig kennarar ognemendur taka henni. Engum dylst að undanfarið hafa þær raddir orðið háværarisem vilja breyta því hvernig við kennum Íslendingasögurnar enda telja margir aðtungutak sagnanna sé nemendum framandi. Markmið okkar á Skólavefnum er að komatil móts við kröfur nútímans og kynna nemendum efni sagnanna en sýna þeimjafnframt valin dæmi af nokkrum hápunktum frumtextanna. Þannig fá þeir innsýn íhið safaríka tungutak textanna gömlu og „heyra“ jafnvel óminn af orðum hinnafornu kappa og kvenskörunga.
Efninu fylgja verkefni, glærusafn fyrir kennarann, vinnubók nemenda, gagnvirkar æfingar o.fl. Hægt er að panta efnið í einni bók hjá okkur eða sækja það í stökum hlutum á vefnum okkar með góðum verkefnum og kennarabók. Allt þetta efni má einnig nálgast upp lesið.
Skólavefurinn.is
..Sumar það, er þeir Ingólfur fóru til að byggja Ísland, hafði Haraldur hárfagri verið tólf ár konungur í Noregi; þá var liðið frá upphafi þessa heims sex þúsundir vetra og sjö tigir og þrír vetur, en frá holdgan drottins [Jesú Krists] átta hundruð sjötíu og fjögur ár..
gagnvirkar fjölvalsspurningarTil að fá lausnir við Blikkljós - kafla 1, sendu okkur tölvupóst á boksala@skolavefurinn.is með beiðni um lausnir.
..Þorgrímur goði safnar nú liði og fer að Esjubergi. Hann vill rannsaka húsin en menn hans þoldu illa reykinn og komu brátt út. Þorgrímur fer síðan í Brautarholt og þrátt fyrir varnaðarorð Helga og Vakurs, frænda sinna, lætur hann drepa Andríð fóstbróður sinn. Þuríður húsfreyja lætur heygja mann sinn í Andríðsey [heygja: grafa í haug að heiðnum sið; höfum í huga að Þuríður var norræn og því líklega heiðin, og Írinn Andríður hefur sennilega verið knúinn til að snúast til heiðins átrúnaðar]..
Til að fá lausnir við Blikkljós - kafla 2, sendu okkur tölvupóst á boksala@skolavefurinn.is með beiðni um lausnir.
..Um sumarið bjóst Þorsteinn til þings á Þingvöllum en sagði konu sinni að ef barnið sem hún gekk með yrði stúlka skyldi hún láta bera það út. Sá verknaður þótti illur, ekki síst ef ríkir menn áttu í hlut. Jófríður eignaðist fríða dóttur. Hún kallaði til sín smalamann og bað hann að fara með barnið vestur í Dali til Þorgerðar Egilsdóttur í Hjarðarholti, mágkonu sinnar, og biðja hana að taka við barninu. Þorgerður kom síðan barninu fyrir á nágrannabæ (líklega bara tímabundið) en smalamanninn sendi hún af landi brott..
Til að fá lausnir við Blikkljós - kafla 3, sendu okkur tölvupóst á boksala@skolavefurinn.is með beiðni um lausnir.
Til að fá lausnir við bækurnar Blikkljós - kafla 1, 2 og 3, sendu okkur tölvupóst á boksala@skolavefurinn.is með beiðni um lausnir.