Skólavefurinn.is kynnir

Hægt er að nálgast söguna í ólíkum sniðum allt eftir því hvað hverjum og einum þykir þægilegast.

einfalda vefútgáfu með gagnvirkum æfingum.

prentútgáfu

flettibók

lausnahefti

Frankenstein
Námsefni

Bækurnar
--
Vefbók
Flettibók
Bókin sem pdf
Fjölvalsspurningar - pdf
Lausnir og kennaraleiðbeiningar
Frankenstein  – Um söguna

Að lesa skemmtilegar sögur er besta leiðin til að þjálfa bæði lestur og lesskilning og þær gerast ekki mikið skemmtilegri en sagan Frankenstein.

Frankenstein eftir Mary Wollstonecraft Shelley er sennilega ein þekktasta hryllingssaga sem skrifuð hefur verið, en þó flestum sé nafnið tamt í munni eru kannski færri sem þekkja söguna eins og hún birtist fyrst árið 1818.

Býr margt í sögunni sem á jafnvel meira erindi við okkur í dag en þegar hún kom út og er óhætt að segja að hún við lestur hennar vakni upp ýmsar spurningar.
Í fyrsta lagi er það spurningin um hvenær vísindi okkar mannanna fara út fyrir þau mörk að þau séu okkur ekki lengur til framdráttar heldur séu okkur beinlínis hættuleg.

Það kemur fram í sögunni að Frankenstein hafi gert það sem hann gerði til að auka velsæld í heiminum. Það leiðir hugann að uppfinningum eins og t.a.m. kjarnorkusprengjunni, alls kyns eitri sem fundið hefur verið upp, gervigreind og öðru þess háttar.

Þá má velta fyrir sér spurningunni um hvað það sé sem fái fólk til að fremja alls kyns ódæði; hvort framkoma annarra ýti undir slíkt. Setjum t.d. svo að ef skynsamlega hefði verið brugðist við skrímslinu í upphafi: hefði það þá kannski alls ekki orðið skrímsli?

Það hefur líka verið álitamál hver sé hinn raunverulegi skúrkur í sögunni og þá spyrja menn gjarnan hver sé hlutdeild þess sem býr til vopnið o.s.frv.

Sumir hafa bent á trúarlegar vísanir í sögunni og má þá líta á skrímslið sem einhvers konar Adam og Frankenstein vísindamann sem einhvers konar guð.

Margar kvikmyndir hafa verið gerðar sem byggjast á sögunni. Sú nýjasta sem við vitum um og hefur notið töluverðra vinsælda er myndin Poor Things.

Lausnir og
kennaraleiðbeiningar (pdf):

Til að fá lausnir við verkefnum, sendu okkur tölvupóst á boksala@skolavefurinn.is með beiðni um lausnir.

Til kennara og foreldra:

Ef óskað er nánari upplýsinga eða útskýringa er hægt að hafa samband við Skólavefinn í síma 551 6400 eða senda tölvupóst á skolavefurinn@skolavefurinn.is