Skólavefurinn.is kynnir

Grettir sterki

Bækurnar
--
Vefsíða / vefbók

Lestrarvænt

Upplestur / Hljóðbók

Gagnvirkar æfingar

Spurningar / Verkefni

FlettibókBókin (pdf)Fjölvalsspurningar (pdf)Lausnir og
kennaraleiðbeiningar (pdf)

Grettir sterki  –  Lestrarvinnubók

Nú bjóðum við upp áhugaverða nýjung sem er lestrarvinnubók með sögunni um Gretti Ásmundarson hinn sterka. Efnið er hugsað sem brú á milli árganga þar sem textinn sjálfur er einfaldaður og styttur án þess þó að það komi niður á sögunni sjálfri. Þannig hentar hann nemendum á yngri stigum (5.–6. bekk) jafnt og þeim sem komnir eru á efri stig.

Þjálfun í lestri og lesskilningi

Söguna má nota bæði sem efni til að þjálfa lestur og lesskilning hjá yngri nemendum sem og til að kenna á eldri stigum í íslensku. Sagan er í 38 á köflum og er hver kafli mjög stuttur og hentar vel sem kennslueining. Hverjum kafla fylgja spurningar.Kennarabók með ítarefni og lausnum
Hægt er að nálgast sérstaka kennarabók með efninu en þar er að finna ítarefni með hverjum kafla, auk lausna við spurningunum sem fylgja.  

Kynning á Íslendingasögum

Þá er tilvalið að nota efnið þegar kynna á Íslendingasögur eldri nemendum. Það hefur víða tíðkast meðal þjóða að kynna eldri bókmenntaverk á einfaldan og aðgengilegan hátt til að slíkar gersemar fari ekki forgörðum, og þyrftum við hér heima kannski að gera meira af því.

Heimalestur með foreldrum

Þá gætu foreldrar séð sér leik á borði og lesið þetta efni heima með börnum sínum því það hentar í sjálfu sér öllum aldurshópum. Þannig slá foreldrar og aðrir aðstandendur tvær flugur í einu höggi: hjálpa börnunum að ná sem bestum tökum á lestri og veita þeim  innsýn í dýrmætan menningararf. Góð samverustund það.

Flettibók – Pdf - Vefsíða

Efnið er hægt að nálgast sem flettibók, pdf og í vefsíðu þar sem boðið er upp á fjölvalsspurningar með hverjum kafla.
Grettir sterki, útilegumaður og skáld
----------------------------------------------
Grettir Ásmundarson fæddist fyrir meira en þúsund árum. Það er til af honum löng saga sem þið eigið áreiðanlega eftir að lesa. Sú saga er ein vinsælasta saga sem skrifuð hefur verið á Íslandi. Við ætlum núna að segja þessa sögu í mjög stuttu máli.

Eitt er gott að hafa í huga:
Við þurfum ekki að trúa öllu sem í sögunni stendur!
 
Við byrjum á nokkrum frásögnum af æsku Grettis. Síðan fylgjum við honum til fullorðinsára, segjum frá ferðum hans til Noregs og dvöl hans sem útlaga í óbyggðum Íslands. Í síðustu köflunum segjum við frá því þegar hann dvaldist í Drangey á Skagafirði þar sem hann var drepinn. Hann var þá aðeins um það bil þrjátíu og fimm ára gamall.

Kaflar

1. Grettir og gæsirnar
2. Grettir og ullarkamburinn
3. Grettir og hryssan Kengála
4. Kengálu verður kalt
5. Grettir dæmdur sekur og siglir til Noregs
6. Grettir og haugbúinn
7. Grettir og berserkirnir
8. Berserkirnir falla
9. Grettir fær saxið góða og heldur brott
10. Grettir og bangsi
11. Bræður Björns vilja ná lífi Grettis
12. Grettir frétti af Glámi
13. Hestur Grettis finnst dauður
14. Grettir og Glámur
15. Úrslit ráðast
16. Grettir fer aftur til Noregs
17. Eldur sóttur
18. Sérkennilegt atvik í kirkju
19. Grettir dæmdur
20. Kona bjargar lífi Grettis
21. Tveir útlagar sendir inn á heiði
22. Grettir og Þórir rauðskeggur takast á
23. Þórir í Garði fer sjálfur á heiðina
24. Grettir fer norður í Bárðardal
25. Grettir og tröllkonan
26. Grettir og jötunninn
27. Grettir verður að yfirgefa Bárðardal
28. Illugi og Grettir halda til Drangeyjar
29. Þorbjörn öngull kemur í Drangey
30. Glímt á Hegranesþingi
31. Grettir syndir til lands
32. Hæringshlaup
33. Fóstra Öbguls stígur fram
34. Trjádrumbur magnaður galdri
35. Glaumur sofnar á verðinum
36. „Ber er hver á bakinu nema sér bróður eigi“
37. Skarð í egg saxins
38. Sögulok
--

Lausnir og
kennaraleiðbeiningar (pdf):

Til að fá lausnir við verkefnum, sendu okkur tölvupóst á boksala@skolavefurinn.is með beiðni um lausnir.

Til kennara og foreldra:

Ef óskað er nánari upplýsinga eða útskýringa er hægt að hafa samband við Skólavefinn í síma 551 6400 eða senda tölvupóst á skolavefurinn@skolavefurinn.is