Á þessari síðu er að finna efni fyrir nemendur til að þjálfa sig í lestri og lesskilningi heima við. Sú umræða að mörg íslensk börn eigi við lestrarvanda að stríða hefur farið nokkuð hátt að undanförnu og viljum við leggja okkar af mörkum til að aðstoða nemendur við að þjálfa sig í því að ná betri árangri í lestri með því að bjóða upp á vandað og áhugavert efni í skemmtilegri framsetningu og með gagnlegum verkefnum, því það er eins og með svo margt að æfingin skapar meistarann.
Við reynum að bjóða upp á lifandi efni sem inniheldur gagnlegan fróðleik og fjölbreytt þannig að flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Þá bjóðum við upp á tvo flokka af lestrum, þ.e. annars vegar bútalestra (9 eða færri textakaflar) sem samanstanda af stuttum sjálfstæðum lestrum sem þó eru tengdir innbyrðis og hins vegar svokölluðum lengjulestrum (10 eða fleiri textakaflar)sem eru framhaldslestrar, þ.e. segja meira samfallda sögu.
Til að styðja enn frekar við nemendur bjóðum við upp á ýmiss hjálpartól sem hægt er að nýta.
Þau eru:
• Valin erfið orð
• gagnvirkar spurningar til að prófa lesskilning
• skráningarferli til að nemendur geti fylgst með lestrarframvindu sinni.
Hvað varðar erfiðleikastig lestranna, þá verður hver nemandi að finna sér texta sem þeim hentar og höfum við ekki flokkað þá nema í tvö flokka, þ.e. léttari og þyngri. Þau lestrar verkefni sem falla undir léttari skilgreininguna eru merktir með – en þeir sem falla undir erfiðari skilgreininguna eru merktir með + .
Veldu texta sem þér líst á.
Lestu kaflann vandlega þannig að þú skiljir textann.
(Ef kaflinn er erfiður getur verið gott að hlusta á upplesna orðalistann sem fylgir hverjum texta.)
Svaraðu gagnvirku spurningunum úr kaflanum.
Ath! Ef þér tekst ekki að svara öllum spurningunum rétt, þá mælum við með því að þú lesir kaflann aftur og svarir spurningunum.
Þegar þú hefur lokið við að svara spurningunum skaltu gefa þér eina mínútu til að hugsa um hvað þú lærðir af viðkomandi kafla. Rannsóknir hafa sýnt að það festir efnið mun betur í minni.
Þá ferðu í næsta kafla og síðan koll af kolli. Við mælum þó með að taka ekki meira en þrjá kafla í hvert sinn.
Skráðu niður hvernig gekk
(sjá skráningarblað).
Eftir 15 lestra mælum við með að nemandi og foreldri/kennari fari yfir umræðupunktana sem er að finna aftast á skráningarblöðunum.
Veldu texta sem þér líst á.
Lestu kaflann vandlega þannig að þú skiljir textann nokkurn veginn.
Svaraðu spurningunum úr kaflanum.
Ath! Ef þér tekst ekki að svara öllum spurningunum rétt, þá mælum við með því að þú lesir kaflann aftur og svarir spurningunum.
Þegar þú hefur lokið við að svara spurningunum skaltu gefa þér eina mínútu til að hugsa um hvað þú lærðir af viðkomandi kafla. Rannsóknir hafa sýnt að það festir efnið mun betur í minni.
Þá ferðu í næsta kafla og síðan koll af kolli. Við mælum þó með að taka ekki meira en þrjá kafla í hvert sinn.
Skráðu niður hvernig gekk
(sjá skráningarblað)
Eftir 15 lestra mælum við með að nemandi og foreldri/kennari fari yfir umræðupunktana sem er að finna aftast á skráningarblöðunum.
51 kaflar
Efni þetta er hugsað sem þjálfunarefni í lestri fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á að nýta lesturinn til almenns fróðleiks og þekkingarauka. Ekki viljum við eyrnamerkja það neinum ákveðnum aldurshópi og verður hver og einn að meta það hvort textinn henti honum.
Efnið er byggt á bók bandaríska sagnfræðingsins Hendrik Willem van Loon (1882–1944) sem í mjög frjálslegri íslenskri þýðingu mætti útleggja sem Stutt saga landafundanna frá fyrstu tíð fram til þess að nýi heimurinn uppgötvast, en með nýja heiminum er átt við Ameríku.
Efnið er samsett úr 52 stuttum köflum og hverjum kafla fylgja spurningar sem tilvalið er að skoða. Bæði er um að ræða opnar spurningar og fjölvalsspurningar og getur hver og einn valið hvort tveggja eða annað hvort. En við viljum vekja athygli á að með því að svara spurningum úr efninu festum við okkur innihald textans betur í minni.
Í upphafi hvers kafla höfum við útbúið stutta orðalista með orðum sem gætu vafist fyrir í lestri og mælum við með að nemendur fari yfir hann áður en farið er í sjálfan kaflann.
Já, hér fáið þið frábært efni til að þjálfa lestur hvort sem er heima fyrir eða í skólanum.
14 kaflar
Efni þetta er fyrst og fremst hugsað sem þjálfunarefni í lestri fyrir þá sem hafa áhuga á að nýta lesturinn til almenns fróðleiks og þekkingarauka. Ekki viljum við eyrnamerkja það neinum ákveðnum aldurshópi og verður hver og einn að meta það hvort textinn henti honum.Efnið verður innan tíðar einnig sett upp á vefsíðu þar sem hægt verður að hlusta á hvern kafla upplesinn.
Efninu er skipt upp í fjórtán kafla og er hver kafli tileinkaður ákveðnum guði. Alls telur þessi bók 40 blaðsíður. Hver kafli samanstendur af lestexta, spurningum úr honum og einföldum en hnitmiðuðum þjálfunarverkenum í grunnatriðum íslenskunnar.
Hér eru opnar spurningar og fjölvalsspurningar og getur þá hver og einn valið hvort tveggja eða annað hvort. En við viljum vekja athygli á því að það að svara spurningum úr efni sem þessu hjálpar mikið til að leggja innihaldið á minnið.
Já, hér fáið þið frábært efni til að þjálfa lestur hvort sem er heima fyrir eða í skólanum. Og í ofanálag tileinkið þið ykkur áhugaverðan fróðleik sem alltaf kemur sér vel.
29 kaflar
...
Atburðirnir sem hér er lýst munu hafa átt sér staðáður en Ísland byggðist. Víða er minnst á Ragnar loðbrók í fornum ritum og tiler af honum sérstök saga, Ragnars saga loðbrókar. Sú saga telst tilhinna svokölluðu fornaldarsagna Norðurlanda. Þetta er ævintýralegvíkingasaga en í henni leynist sannleikskjarni. Um endalok Ragnars loðbrókar erþað að segja að hann féll á Englandi um 860 e.Kr. þegar hann hafði komið fráDanmörku í þeim tilgangi að leggja landið undir sig. Þetta var um 15 árum áðuren Ísland var numið. Einn afkomandi Ragnars var landnámsmaðurinn Þórður á Höfðaí Skagafirði. Þórður átti nítján börn með konu sinni og því er líklegt að allirÍslendingar séu komnir af Ragnari loðbrók!
Til að fá lausnir við verkefnum í Heimalestur,
sendu okkur tölvupóst á boksala@skolavefurinn.is með beiðni um lausnir.