Efni þetta er fyrst og fremst hugsað sem þjálfunarefni í lestri fyrir þá sem hafa áhuga á að nýta lesturinn til almenns fróðleiks og þekkingarauka. Ekki viljum við eyrnamerkja það neinum ákveðnum aldurshópi og verður hver og einn að meta það hvort textinn henti honum.Efnið verður innan tíðar einnig sett upp á vefsíðu þar sem hægt verður að hlusta á hvern kafla upplesinn.
Í þessari útprentanleguu útgáfu er um að ræða opnar spurningar en á væntanlegri vefsíðuútgáfu verða fjölvalsspurningar og getur þá hver og einn valið hvort tveggja eða annað hvort. En við viljum vekja athygli á því að það að svara spurningum úr efni sem þessu hjálpar mikið til að leggja innihaldið á minnið.
Já, hér fáið þið frábært efni til að þjálfa lestur hvort sem er heima fyrir eða í skólanum. Og í ofanálag tileinkið þið ykkur áhugaverðan fróðleik sem alltaf kemur sér vel.
Góða skemmtun!