Heildstætt námsefni í íslensku
frá 1. upp í 4. bekk

Við viljum minna ykkur á þetta heildstæða námsefni í íslensku frá 1. og upp í 4. bekk sem notið hefur gríðarlegra vinsælda hjá þeim sem hafa kennt það.

Stafir og orð:
1. bekkur

Námsefnið Stafir og orð er hugsað fyrir yngstu nemendurna en þar er unnið með stafina og fyrstu skrefin í lestri. Þá er þar einnig að finna stutt þjálfunarverkefni í skrift auk annarra æfinga.

Efnið skiptist í fjórar bækur sem saman telja rúmlega 200 blaðsíður í prenti. Þið getið valið um að skoða þær í flettibók, sem hentar vel þegar kennari vill sýna nemendum á skjávarpa, eða þá í pdf ef þið viljið prenta efnið út. Bækurnar geta hentað sem lykilefni eða sem viðbótarefni við annað námsefni.

Hægt er að panta bækurnar útprentaðar hjá okkur (sjá Bóksölu) þar sem þið getið nálgast efnisyfirlit hverrar bókar fyrir sig.

Hver bók kostar 1190 kr. útprentuð en ef allt settið er pantað útprentað fæst það á 3.900 kr.

Smelltu hér til að skoða

Orð og setningar:
2. bekkur

Orð og setningar samanstendur af þremur heildstæðum lestrarvinnubókum fyrir yngri bekkjardeildir grunnskólans.  Koma þær í beinu framhaldi af bókunum Stafir og orð.

Í þessum bókum er lestur og lesskilningur í öndvegi um leið og  farið er yfir ýmis atriði sem falla undir málfræði, hlustun, ritun og almenna  málnotkun.

Eins oɡ með annað efni okkar leɡɡjum við mikla áherslu á að tenɡja saman hefðbundna nálɡun oɡ nýjustu tækni. Sérstök vefsíða fylɡir efninu þar sem hæɡt er að sækja glærur með síðunum, hlusta á valda hluta, æfa siɡ ɡaɡnvirkt oɡ sækja aukaverkefni.  

Stuttar og aðgengilegar kennslutillöɡur fylɡja efninu oɡ hvetjum við kennara oɡ foreldra til að skoða þær.
Hægt er að panta bækurnar útprentaðar hjá okkur (sjá Bóksölu) þar sem þið getið nálgast efnisyfirlit hverrar bókar fyrir sig.

Hver bók kostar 1190 kr. útprentuð en ef allt settið er pantað útprentað fæst það á 2.900 kr.

Smelltu hér til að skoða

Setningar og málsgreinar:
3. bekkur

Setningar og málsgreinar er heildstætt námsefni í íslensku sem hugsað er fyrir þriðja bekk. Er um að ræða þrjár bækur sem saman telja um 150 verkefni á 200 blaðsíðum. Efnið er bæði fjölbreytt og skemmtilegt þannig að sem flestir geta haft bæði gagn og gaman af. Megináhersla er á lesskilning og málfræði í einföldum búningi. Þá er töluvert af einföldum og aðgengilegum verkefnum til að krydda efnið og samþætta það öðrum áhugasviðum.
Eitt sem við leggjum sérstaka áherslu á í þessum bókum er að þjálfa og efla orðaforða.

Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess í lífi og starfi að búa yfir góðum orðaforða. Hann er eitt helsta tæki okkar til frjórrar hugsunar og skilnings á öllu í kringum okkur.

Hægt er að panta bækurnar útprentaðar hjá okkur (sjá Bóksölu) þar sem þið getið nálgast efnisyfirlit hverrar bókar fyrir sig.

Hver bók kostar 1190 kr. útprentuð en ef allt settið er pantað útprentað fæst það á 2.900 kr.

Smelltu hér til að skoða

Málsgreinar og mas:
4
. bekkur

Málsgreinar og mas er heildstætt námsefni í íslensku hugsað fyrir 4. bekk og heldur áfram þar sem ritröðinni Setningar og málsgreinar sleppir.

Efnið er unnið samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla fyrir viðkomandi árgang sem og okkar eigin námskrá sem við tókum saman í íslensku fyrir alla aldurshópa grunnskólans.

Við leggjum ríka áherslu á lesskilning og lestur ásamt því sem við förum yfir alla þá þætti sem nemendur 4. bekkjar eiga að kunna skil á. Þá leggjum við sérstaka áherslu á vinnu með orð og orðaforða.

Efnið er í þremur bókum og er hægt að nálgast þær á sérstakri vefsíðu í ólíkum útfærslum.

Hægt er að panta bækurnar útprentaðar hjá okkur (sjá Bóksölu) þar sem þið getið nálgast efnisyfirlit hverrar bókar fyrir sig.

Hver bók kostar 1190 kr. útprentuð en ef allt settið er pantað útprentað fæst það á 2.900 kr.

Smelltu hér til að skoða