Bekkjaraðgangur fyrir kennara og skóla

Við kynnum bekkjaraðgang fyrir kennara og skóla. Slíkur aðgangur veitir nemendum og kennurum skólans möguleika á að hafa yfirsýn yfir niðurstöður þeirra verkefna og æfinga sem hægt er að taka á skólavefnum. 

Til þess að fá slíkan aðgang fyrir skóla í áskrift er hægt að óska eftir því með tölvupósti á netfangið skolavefurinn@skolavefurinn.is

Þær upplýsingar sem þurfa að fylgja slíkri beiðni eru:  

Nafn skólans

Nöfn, kennitölur og netföng þeira kennara sem þurfa aðgang. 

Nöfn þeirra bekkja eða hópa sem óskað er eftir að skrá ásamt því hvaða kennari hefur aðgang að hvaða bekk. 

Að lokinni skráningu kennara og bekkja eru kennurum veittar upplýsingar um hvernig þeir geta sjálfir skráð nemendur í sína bekki.

Fara efst