Skólavefurinn.is kynnir

Lærum íslensku
SAMAN

Námsbækur til útprentunar - Flettibækur - Gagnvirkar æfingar - Lausnir

Námsefni í íslensku fyrir úkraínsku-, rússnesku-(fyrir Úkraínubúa), litháísku-, ensku-, spænsku-, sænsku- og filippseyskumælandi nemendur með íslensku sem annað mál og aðra áhugasama.
Fleiri tungumál bætast við reglulega.

Væntanlegt

*****

Um verkið

Um verkið

Á undanförnum árum hefur nemendum sem hafa íslensku sem annað mál fjölgað nokkuð í íslenska skólakerfinu. Hefur mörgum þeirra þótt erfitt að fóta sig í íslenskum skólum, ekki síst vegna tungumálaörðugleika. Það hefur líka skort námsefni fyrir þessa nemendur, bæði í íslensku og öðrum námsgreinum.

Ekki er ætlun okkar að leysa allan þann vanda með þessu efni, en með því viljum við þó leggja okkar af mörkum til að gera þessum nemendum kannski aðeins auðveldara fyrir.  Er það okkar einlæga von að efnið geti nýst bæði nemendum og kennurum vel og hver veit ef þetta reynist þeim happafengur að þá verði hægt að halda áfram með þetta efni og jafnvel gera eitthvað meira.

Þegar við fórum af stað með þetta rákumst við fljótt á mörg vandamál sem þurfti að leysa. Hvar átti t.a.m. að byrja? Hvaða atriði átti að leggja áherslu á? Fyrir hvaða aldurshóp átti efnið að vera? o.s.frv.

Eins og við hugsuðum þetta þá hlýtur að vera auðveldara fyrir nemendur sem eru af erlendu bergi brotnir að aðlagast yngstu bekkjardeildunum og nýta sér sama efni og aðrir þar. Þó svo að tungumálið sé þeim ekki eins tamt hefja þeir námið á því að læra undirstöðuna í lestri og byggja svo ofan á það.

Þar sem við sáum fyrir okkur efni með skýringum á tungumáli nemandans fannst okkur rétt að efnið hentaði þeim sem hefur lært að lesa á sínu eigin tungumáli þannig að skýringar á því máli gætu hjálpað þeim. Og ef lestrarkunnáttan hrekkur ekki til þá mundum við bjóða upp á upplesnar skýringar.    

Göngum við útfrá því að efnið geti nýst nemendum frá 3. bekk og upp úr (3. til 10. bekk). Þess vegna má merkja ákveðinn fjölbreytileika í efnisvali til að koma til móts við ólíka aldurshópa.  
Megintilgangur efnisins er að þjálfa orðaforða, kynna grunnundirstöðu málfræðinnar auk þess að þjálfa lesskilning.

Samfara efninu bjóðum við upp á gagnvirkt þjálfunarefni á vefnum.

Það efni skiptist í:
- Beinar æfingar úr völdum köflum
- Æfingar í orðaforða, bæði úr pólsku og ensku yfir í íslensku og öfugt.
- Einfaldar lesskilningsæfingar

Hvetjum við alla til að kynna sér það vel.

Beinar æfingar úr völdum köflum

Æfingar í orðaforða

Einfaldar lesskilningsæfingar

Yfirlit yfir alla kafla bókarinnar