Nú bjóðum við upp á glænýtt þjálfunarefni í lestri og íslensku þar sem við einbeitum okkur að konum í Íslendingasögunum. Lengi hefur hetjudáðum karlanna verið mestur gaumur gefinn en minna hugað að þeim frábæru kvenpersónum sem þar birtast.
Efnið er byggt upp á svipaðan hátt og í Litabókunum, þ.e. þið getið nálgast það í ólíkum sniðum.
• Flettibók af efninu
• Allt efnið í pdf formi
• Krossaspurningar úr efninu til útprentunar
• Vefútgáfa með gagnvirkum spurningum.
Já, hér er hægt að þjálfa lestur og lesskilning á markvissan og uppbyggilegan hátt og kynnast Íslendingasögunum í nýju ljósi.
Hentar bæði í skólastofunni og fyrir einstaklingsmiðað nám heimafyrir.
Til að fá lausnir við verkefnum í Heimalestur,
sendu okkur tölvupóst á boksala@skolavefurinn.is með beiðni um lausnir.