Skólavefurinn.is

Slönguspil

4 ára og eldri
Æfum tölurnar 1 til 100

Sá leikmaður sem byrjar kastar teningi og færir peðið sitt áfram um jafnmarga reiti og talan sem kom upp. Ef hann lendir við botninn á stiga má hann klifra upp stigann og fara þannig áfram um nokkra reiti.

Ef hann lendir á höfði slöngu þarf hann að renna sér niður og fara þannig aftur á bak um nokkra reiti. Sá leikmaður sem kemur fyrstur í mark (höfuð slöngunnar) vinnur.

Hlekkir (pdf):

Slönguspil : 1 - 40

Slönguspil : 1 - 100

Lúdó

5 ára og eldri
2 - 4 leikmenn

Hver leikmaður fær fjögur peð og raðar þeim á byrjunarreitinn sinn. Allir leikmenn kasta teningnum og sá sem fær hæstu töluna byrjar.

Sá leikmaður sem er fyrstur til að koma öllum sínum peðum á heimareitinn vinnur!

Hlekkir (pdf):

Lúdó - leikurinn

Lúdó - reglur

Minnisspil

Yngri krakkar

Minnisspilið er fyrir tvo eða fleiri leikmenn, eða tvö eða fleiri lið. Öll spjöldin eru lögð á hvolf.

Leikmenn (eða lið) skiptast á um að snúa við tveimur spjöldum að eigin vali. Ef myndirnar á spjöldunum eru eins fær leikmaðurinn (eða liðið) að halda þeim og leggja til hliðar hjá sér. Ef spjöldin passa ekki saman er þeim aftur snúið á hvolf á sama stað. Haldið er áfram þar til öll spjöldin hafa verið pöruð saman. Sá leikmaður (eða það lið) sem hefur fengið flest pör vinnur.

Hlekkir (pdf):

Mynd og mynd

Mynd og orð

Já eða nei

3 - 8 ára (og eldri)

Hægt er að spila í pörum eða í liðum. Börnin skiptast á um að lesa spurningu fyrir félaga sinn eða liðið sitt, eða kennari les spurningarnar fyrir börnin.

Sá leikmaður, eða það lið, sem svarar flestum spurningum rétt vinnur.

Hlekkur (pdf):

Já eða nei leikurinn

Kapphlaupið!

Yngri krakkar

Kastaðu teningi og færðu peðið þitt áfram um jafn marga reiti og talan á teningnum segir til um. Sá leikmaður sem kemst fyrstur í mark vinnur.

Hlekkir (pdf):

Litlir stafir

Stórir stafir

Tölur

Tölur og stafir

Hvar á ég heima?

Yngri krakkar

Setjið öll 30 myndaspjöldin í poka.

Börnin skiptast á um að draga eitt myndaspjald og leggja það ofan á eina af stóru myndunum, eins og á við.

Hlekkir (pdf):

Myndaspil

Orðaspil með myndum

Orðaspil án mynda

(spjöldin)

Skólavefurinn.is

Leikum og lærum

Borðspil

Leikir til að prenta út og
spila við borðið með öðrum