Það eru til margar leiðir til að þjálfa lestur og lesskilning. Ein þessara leiða eru æfingar í að fylla inn í eyður texta. Auk þess að þjálfa almennan lestur og lesskilning gera slíkar æfingar nemendur meðvitaðri um stafsetningu orða og beygingar þegar það á við. Þó svo að eyðufyllingar sem þessar hafi ekki mikið verið notaðar hér á landi eru þær mikið notaðar víða annars staðar og hafa þótt gefa góða raun. Í þessari fyrstu bók af þremur bjóðum við upp á 20 æfingar sem þyngjast eftir því sem á líður. Í fyrstu æfingunum þarf nemandinn einungis að finna fjórum orðum stað í textunum en svo fjölgar orðunum smátt og smátt. Þá telur fyrsti leskaflinn einungis rúmlega 50 orð en svo lengjast textarnir en allir eru þeir þó undir 100 orðum. Í fyrstu æfingunum höfum við bætt laufléttum málfræðiæfingum inn á stöku stað til að fylla upp í tómarúm þar sem æfingarnar eru stuttar. Efni textanna er fjölbreytt og ættu allir að geta fundið texta sem höfða til þeirra. Við vonum að æfingarnar reynist ykkur vel.