
Á þessari síðu er að finna efni fyrir nemendur til að þjálfa sig í lestri og lesskilningi heima við. Sú umræða að mörg íslensk börn eigi við lestrarvanda að stríða hefur farið nokkuð hátt að undanförnu og viljum við leggja okkar af mörkum til að aðstoða nemendur við að þjálfa sig í því að ná betri árangri í lestri með því að bjóða upp á vandað og áhugavert efni í skemmtilegri framsetningu og með gagnlegum verkefnum, því það er eins og með svo margt að æfingin skapar meistarann.
Við reynum að bjóða upp á lifandi efni sem inniheldur gagnlegan fróðleik og fjölbreytt þannig að flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Þá bjóðum við upp á tvo flokka af lestrum, þ.e. annars vegar bútalestra (9 eða færri textakaflar) sem samanstanda af stuttum sjálfstæðum lestrum sem þó eru tengdir innbyrðis og hins vegar svokölluðum lengjulestrum (10 eða fleiri textakaflar)sem eru framhaldslestrar, þ.e. segja meira samfallda sögu.
Til að styðja enn frekar við nemendur bjóðum við upp á ýmiss hjálpartól sem hægt er að nýta.
Þau eru:
• Valin erfið orð
• gagnvirkar spurningar til að prófa lesskilning
• skráningarferli til að nemendur geti fylgst með lestrarframvindu sinni.
Hvað varðar erfiðleikastig lestranna, þá verður hver nemandi að finna sér texta sem þeim hentar og höfum við ekki flokkað þá nema í tvö flokka, þ.e. léttari og þyngri. Þau lestrar verkefni sem falla undir léttari skilgreininguna eru merktir með – en þeir sem falla undir erfiðari skilgreininguna eru merktir með + .
Veldu texta sem þér líst á.
Lestu kaflann vandlega þannig að þú skiljir textann.
(Ef kaflinn er erfiður getur verið gott að hlusta á upplesna orðalistann sem fylgir hverjum texta.)
Svaraðu gagnvirku spurningunum úr kaflanum.
Ath! Ef þér tekst ekki að svara öllum spurningunum rétt, þá mælum við með því að þú lesir kaflann aftur og svarir spurningunum.
Þegar þú hefur lokið við að svara spurningunum skaltu gefa þér eina mínútu til að hugsa um hvað þú lærðir af viðkomandi kafla. Rannsóknir hafa sýnt að það festir efnið mun betur í minni.
Þá ferðu í næsta kafla og síðan koll af kolli. Við mælum þó með að taka ekki meira en þrjá kafla í hvert sinn.
Skráðu niður hvernig gekk
(sjá skráningarblað).
Eftir 15 lestra mælum við með að nemandi og foreldri/kennari fari yfir umræðupunktana sem er að finna aftast á skráningarblöðunum.
Veldu texta sem þér líst á.
Lestu kaflann vandlega þannig að þú skiljir textann nokkurn veginn.
Svaraðu spurningunum úr kaflanum.
Ath! Ef þér tekst ekki að svara öllum spurningunum rétt, þá mælum við með því að þú lesir kaflann aftur og svarir spurningunum.
Þegar þú hefur lokið við að svara spurningunum skaltu gefa þér eina mínútu til að hugsa um hvað þú lærðir af viðkomandi kafla. Rannsóknir hafa sýnt að það festir efnið mun betur í minni.
Þá ferðu í næsta kafla og síðan koll af kolli. Við mælum þó með að taka ekki meira en þrjá kafla í hvert sinn.
Skráðu niður hvernig gekk
(sjá skráningarblað)
Eftir 15 lestra mælum við með að nemandi og foreldri/kennari fari yfir umræðupunktana sem er að finna aftast á skráningarblöðunum.

Til að fá lausnir við verkefnum,
sendu okkur tölvupóst á boksala@skolavefurinn.is
með beiðni um lausnir.