Hljóðbók sumarsins

Eirikur Hansson

Til að stytta ykkur stundir í sumar bjóðum við ykkur nú upp á stórskemmtilega sögu fyrir alla fjölskylduna til að hlusta á. Er það sagan Eiríkur Hansson eftir Jóhann Magnús Bjarnason. Sagan samanstendur af þremur bókum sem komu upphaflega út á árunum 1893 til 1897 hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri.

Þrátt fyrir að nokkuð sé um liðið frá því að sagan kom út stendur hún fyllilega fyrir sínu og vel það. Þá tekur hún á m. a. málum sem snúa að samtímanum eins og t. a. m. það að flytjast við lítil efni til nýs lands og vera þar mállaus og upp á aðra kominn.

Hlaut sagan góðar viðtökur bæði meðal Íslendinga í Vesturheimi og á Íslandi er hún kom út.

Hún hefst á Íslandi og rekur sögu drengsins Eiríks Hanssonar sem flyst sjö ára gamall til Vesturheims ásamt ömmu sinni og afa. Þar tekur við hörð lífsbarátta í nýju landi. Frábær saga sem gefur okkur innsýn inn í landnám Íslendinga í Vesturheimi á síðari hluta 19. aldar.

 • Bók 1

  Eiríkur Hannson
  1. þáttur
  Bernskan

 • Bók 2

  Eiríkur Hannson
  2. þáttur
  Baráttan

 • Bók 3

  Eiríkur Hannson
  3. þáttur
  Þráin