Skólavefurinn.is kynnir
Íslendingasögur með nýju sniði
- með verkefnum -
Kjalnesinga saga
Ástir og örlög Búa Andríðssonar í einfaldri gerð!

Undanfarið hefur mikið verið rætt um að nemendur fari á mis við bókmenntaarf okkar og þá ekki síst Íslendingasögurnar vegna þess að þær séu of erfiðar til lestrar. Geta menn haft mismunandi skoðanir á því.

Við á Skólavefnum höfum á undanförnum misserum boðið upp á nýjan valkost í þessu sambandi en það eru sögur í styttri og einfaldari gerð þannig að sem flestir geti notið þeirra. Höfum við útbúið Gunnlaugs sögu ormstungu, Grettis sögu og Laxdælu í þessari gerð og nú bætist Kjalnesingasaga við.

Efnið er hugsað sem brú á milli árganga þar sem textinn sjálfur er einfaldaður og styttur án þess þó að það komi niður á sögunni sjálfri. Góð verkefni fylgja, bæði gagnvirk og til útprentunar, og þá fylgja skýringar og kennsluaðstoð fyrir kennara.

Megintilgangurinn er þannig að gefa kost á nýjum möguleika í lestrarþjálfun sem í leiðinni eykur þekkingu lesandans á alls kyns fyrirbærum í náttúrunni.    

Við ákváðum að hafa opnar spurningar og fjölvalsspurningar hlið við hlið. Þannig festa nemendur sér efnið sem best í minni auk þess sem þeir geta notað vísbendingar úr fjölvalsspurningum til að finna lausnir við opnu spurningunum.

‍Efnið er hægt að nálgast sem flettibók, pdf ogí vefsíðu þar sem boðið er upp á fjölvalsspurningar með hverjum kafla.

Í Kjalnesinga sögu er greint frá  Búa Andríðssyni, örlögum hans og ástum. Þetta er mikil átakasaga, stundum afar ævintýraleg og ýkjukennd. En hún býr yfir töfrum sem gera hana þess virði að vera lesin. Við kynnumst þarna dreng sem ráðandi öfl í samfélaginu leika illa. Á nútímamáli heitir það að vera lagður í einelti. En með hjálp fóstru sinnar og annarra vina og frænda nær hann að þroskast og dafna.  


Þessi spennusaga hefur eðlilega verið mikið lesin í skólum landsins, og nú viljum við gera hana aðgengilega nemendum í stuttri og einfaldaðri gerð til að sem flestir geti fengið að njóta hennar. Ástæðan er einfaldlega sú að mörgum nemendum hefur reynst fremur erfitt að lesa frumtexta sögunnar; sá texti er næstum átta hundruð ára gamall.


Sagan er í fjórtán stuttum köflum sem greina frá aðalviðburðum sögunnar. Köflunum fylgja gagnvirkar spurningar, verkefni og skýringar.

Ástir og örlög Búa Andríðssonar í einfaldri gerð!
Kjalnesinga saga

Í Kjalnesinga sögu er greint frá  Búa Andríðssyni, örlögum hans og ástum. Þetta er mikil átakasaga, stundum afar ævintýraleg og ýkjukennd. En hún býr yfir töfrum sem gera hana þess virði að vera lesin. Við kynnumst þarna dreng sem ráðandi öfl í samfélaginu leika illa. Á nútímamáli heitir það að vera lagður í einelti. En með hjálp fóstru sinnar og annarra vina og frænda nær hann að þroskast og dafna.  

Þessi spennusaga hefur eðlilega verið mikið lesin í skólum landsins, og nú viljum við gera hana aðgengilega nemendum í stuttri og einfaldaðri gerð til að sem flestir geti fengið að njóta hennar. Ástæðan er einfaldlega sú að mörgum nemendum hefur reynst fremur erfitt að lesa frumtexta sögunnar; sá texti er næstum átta hundruð ára gamall.

Sagan er í fjórtán stuttum köflum sem greina frá aðalviðburðum sögunnar. Köflunum fylgja gagnvirkar spurningar, verkefni og skýringar.

Bókin

Vefsíða

Smelltu hér

Til útprentunar

Smelltu hér

Flettibók

Smelltu hér
Efnisyfirlit

INNGANGUR
1. HELGI BJÓLA OG ÞÓRNÝ
2. BÚI ER LAGÐUR Í EINELTI
3. HOFIÐ BRENNUR
4. OFSAREIÐI ÞORGRÍMS Á HOFI
5. ÞRÍR HERRAR OG EIN DAMA
6. BÚI OG KOLFINNUR FÁ NÝJAN BÚNING
7. BRÚÐARRÁNIÐ
8. ORUSTAN Á ORUSTUHÓL
9. HÆTTULEG FERÐ
10. HJÁ DOFRA KONUNGI Í DOFRAFJÖLLUM
11. FRÍÐUR ER SÁR. NÝTT VERKEFNI BÍÐUR BÚA
12. BLÁMAÐURINN. FALSFRÉTT BERST TIL ÍSLANDS
13. BÚI, ÓLÖF OG HELGA Á HOFI
14. ÓVÆNT ENDALOK
PERSÓNUR KJALNESINGA SÖGU OG TENGSL ÞEIRRA
ÆTTARTRÉ

Lausnir:

Senda beiðni á skolavefurinn@skolavefurinn.is.