Lesklikk er skemmtileg og áhrifarík leið til að þjálfa lesskilning.  Textarnir eru ætlaðir nemendum á mótum miðstigs og unglingastigs.  Nemandinn þarf ekki að „pikka“ nein svör, heldur einungis að smella á svarið í textanum sjálfum. Jafnframt því að vera til þjálfunar lesskilnings er þeim ætlað að fræða nemendur um ýmis samfélagsleg, söguleg og bókmenntaleg efni. Ætlunin er síðan að bæta fleiri textum við, bæði léttari og meira krefjandi, þannig að efnið hæfi að lokum öllu grunnskólastiginu.
Um efniðLeiðbeiningarTil kennara

Leiðbeiningar með hverri æfingu:

Lestu textann og svaraðu síðan spurningunni eða spurningunum sem fylgja, með því að smella á orðið eða orðin sem geyma svarið í textanum sjálfum.

Ef æfingin sem þú ert að vinna í er hluti af stærri heild, flettist sjálfkrafa yfir á næstu æfingu í sömu textaheild, en ef um stakan texta er að ræða ferðu aftur í efnisyfirlitið og velur nýjan texta.

Gangi þér vel!

Veldu æfingu:

Um efnið:

Margir hafa haft samband við okkur og beðið um efni sem miðast fyrst og fremst við það að þjálfa lesskilning. Höfum við reynt að verða við þeim óskum og boðið upp á fjölbreytt efni undir þeim formerkjum og ber þar kannski hæst Lestrarkassann. Var það efni þróað þannig að það hentaði bæði til útprentunar og gagnvirkt.

Þetta efni er hinsvegar einungis gagnvirkt og þannig útfært að það falli vel að öllum helstu tækjum og tólum sem nú eru í umferð, s.s. iPad og snjallsímum. Þá eru textarnir hér styttri og spurningarnar á margan hátt markvissari og færri. Nemandinn þarf ekki að „pikka“ nein svör, heldur einungis að smella á svarið í textanum sjálfum.

Til að geta unnið þetta efni verða notendur að skrá sig og geta þá fylgst með hvaða æfingum þeir hafa lokið. Kemur það sér einkum vel þegar textunum fjölgar. En við stefnum að því að bæta inn nýjum textum með reglulegu millibili.

Rétt er að vekja athygli á því að sumir textanna mynda stærri heild eða „búnt“. Í efnisyfirliti eru þeir flokkaðir undir yfirheitinu, en fyrir aftan það er tilgreint hve æfingarnar úr viðkomandi heild eru margar. Samtals eru þetta nú um 75 æfingar.

Textarnir eru ætlaðir nemendum á mótum miðstigs og unglingastigs. Jafnframt því að vera til þjálfunar lesskilnings er þeim ætlað að fræða nemendur um ýmis samfélagsleg, söguleg og bókmenntaleg efni. Ætlunin er síðan að bæta fleiri textum við, bæði léttari og meira krefjandi, þannig að efnið hæfi að lokum öllu grunnskólastiginu.

Þó svo að megináherslan hér sé á gagnvirka nálgun höfum við eins og alltaf útbúið efnið til útprentunar og er bæði hægt að prenta út stök verkefni og útbúa stutt hefti með efninu.

Leiðbeiningar:

  1. Byrjaðu á því að velja þér texta. Við mælum með að þú veljir textana í þeirri röð sem þeir eru á listanum, en það er þó engin skylda. Athugaðu að sumir textanna mynda stærri heild eða „búnt“. Í efnisyfirliti eru þeir flokkaðir undir yfirheitinu, en fyrir aftan það er tilgreint hve æfingarnar úr viðkomandi heild eru margar.
  2. Lestu textann og svaraðu síðan spurningunni eða spurningunum sem fylgja, með því að smella á orðið eða orðin sem geyma svarið í textanum sjálfum.
  3. Ef æfingin sem þú ert að vinna í er hluti af stærri heild, flettist sjálfkrafa yfir á næstu æfingu í sömu textaheild, en ef um stakan texta er að ræða ferðu aftur í efnisyfirlitið og velur nýjan texta.
  4. Gangi þér vel ☺

Til kennara - Bekkjarniðurstöður:

Ef kennari hefur bekkjaaðgang er hægt er að nálgast niðurstöður nemenda í sínum bekk/bekkjum með því að smella á hnappinn 'Bekkjaniðurstöður' hér að ofan.

Ef þig vantar bekkjaaðgang sendu þá tölvupóst á skolavefurinn@skolavefurinn.is til að óska eftir bekkjaaðgangi. Þetta er gjaldfrjáls viðbótarþjónusta fyrir skóla í áskrift.

Ef óskað er nánari upplýsinga eða útskýringa er hægt að hafa samband við Skólavefinn í síma 551 6400 eða senda tölvupóst á skolavefurinn@skolavefurinn.is