Lesum lipurt, léttlestrarbækur eru átta talsins. Þær eru sérstaklega ætlaðar byrjendum í lestri. Farnar eru óhefðbundnar leiðir og markmiðið er að þjálfa vel grundvallarfærni í lestri.
Textinn er mjög léttur og einfaldur í byrjun og mikið er um endurtekningar, sem gerir það að verkum að nemandinn finnur fyrir getu sinni og sjálfstraust hans eykst. Kennarinn les alltaf fyrst textan upphátt fyrir nemandann en síðan les nemandinn sjálfur sama texta og lærir brátt að þekkja orðin. Myndir styðja við textann.
Lesum lipurt fyrir Tóta trúð eru tvær bækur sem einnig eru fyrir byrjendur í lestri. Farnar eru óhefðbundnar leiðir og myndir styðja við textann.
Stafaspjöld er hægt að fá sem tengjast efni bókanna. Á spjöldunum eru ýmis munnleg verkefni sem þjálfa framburð, heimspekilega umræðu, nefnihraða og fleira.
Lesum lipurt, sólin okkar fjallar um íslensku dýrin og hljóð þeirra og er ætluð nemendum sem byrjaðir eru að lesa. Textinn er fremur einfaldur og myndir fylgja með til stuðnngs.
Markmið með bókunum er að þjálfa lestur á orðum sem innihalda ákveðin sérhljóð eða tvíhljóð og er lestextinn spunninn utan um þau. Textinn er einfaldur og mikið um endurtekningar, þannig að nemandinn finni fyrir getu sinni og sjálfstraust hans eykst.
Lesum lipurt ævintýri eru þrjár bækur með aðeins þyngri texta. Þær fjalla um humlu, ánamaðk og tré. Þær heita Skotta litla humlan mín, Oddur ánamaðkur og Tréð sem vildi læra að lesa. Ýmis fróðleikur er fléttaður inn í textann og neðst á síðunum eru spurningar sem ætlað er að vekja umræðu og festa efnið betur í minni.
Lesum lipurt, sólin okkar fjallar um íslensku dýrin og hljóð þeirra og er ætluð nemendum sem byrjaðir eru að lesa. Textinn er fremur einfaldur og myndir fylgja með til stuðnngs.