The Thirty-Nine Steps eftir John Buchan er æsispennandi saga þar sem fléttast saman njósnir, morð, leyndarmál og hasar. Vorið 1914 er skoski verkfræðingurinn Richard Hannay nýkominn heim til London eftir langa dvöl erlendis. Þá leitar til hans ókunnur maður er segist óttast um líf sitt. Fljótlega er Hannay kominn á kaf í samsæri sem ógnar öryggi þjóðarinnar.
Sögunni fylgja gagnvirkar fjölvalsspurningar, upplestur og verkefnahefti ásamt svörum. Námsefnið er einkum hugsað fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla og fyrstu bekkjum framhaldsskóla. Það hentar einnig vel þeim sem vilja bæta sig almennt í ensku - hlustunarskilningi, orðaforða eða almennum málskilningi.