Þarna ertu,
máni minn,
mildur þig að sýna,
lætur til mín ljóma inn ljúfa geisla þína.
Hvaðan ertu kominn frá,
hvert á nú að halda?
Viltu yfir lönd og lá
ljósinu þínu tjalda?
Aldrei varstu eigingjarn,
alla jafnt þú gladdir,
unga rós og eyðihjarn
ástar geislum kvaddir.