Skólavefurinn.is kynnir
Um efnið
Til kennara og foreldra
Ábendingar
Stærðfræðigaman er ný ritröð í stærðfræði sem við erum að fara af stað með. Ætlum við þar að útbúa skýrar og aðgengilegar bækur fyrir öll aldursstig.  Hér kemur fyrsta bókin en hún er hugsuð fyrir 1. og 2. bekk en í henni er hnykkt á þeim helstu þáttum sem liggja til grundvallar þeim stigum. Er bókin fyrst og fremst hugsuð sem viðmið og leiðsögn fyrir nemendur og foreldra til að átta sig betur á hvar hægt sé að bæta sig. Hún er unnin út frá Aðalnámskrá grunnskóla og völdum skólanámskrám auk þess sem tekið er mið af nokkrum erlendum námskrám í stærðfræði fyrir viðkomandi námsstig.
Hvetjum við bæði kennara og foreldra til að kynna sér þetta efni vel og vandlega, því hvað sem öðru líður þá er það okkar staðfasta trú að efni sem þetta hljóti ávallt að gera gagn og varpa bjartara ljósi á kunnáttu nemandans, auk þess sem það gefur hugmynd um hvar nemandinn getur bætt sig, og þá er markmiðinu náð.
Þætti okkur vænt um að fá ábendingar um það sem betur mætti fara og eins ef ykkur finnst eitthvað vanta. skolavefurinn@skolavefurinn.is

Bók 1 og Bók 2

Veldu bók til útprentunar:

(Bók 2 birtist
28. ágúst 2025)

Video leiðbeiningar

Til kennara og foreldra:

Ef óskað er nánari upplýsinga eða útskýringa er hægt að hafa samband við Skólavefinn í síma 551 6400 eða senda tölvupóst á skolavefurinn@skolavefurinn.is