Nú býður Skólavefurinn ykkur upp á nýjar bækur úr smiðju þeirra hjá útgáfufyrirtækinu MARVEL á íslensku. Eru þessar bækur gríðarlega vinsælar hjá ungu fólki í dag og ættu að ýta undir lestur hjá mörgum sem hingað til hafa kannski ekki sýnt lestri mikinn áhuga. Er þetta nýr og spennandi kostur sem við hvetjum alla til að skoða.
Við bjóðum nú fimm bækur til skóla á sérstöku afsláttarverði, þ.e. með 25% afslætti. Hefur verið vandað til allrar vinnu varðandi bækurnar, ekki síst hvað þær eru sérstaklega vel þýddar.
Það er mikilvægt að nemendur geti nálgast efni af þessu tagi á vandaðri íslensku og hvetjum við því bókasöfn skóla til að bjóða nemendum upp á þennan áhugaverða valkost. Ef einhver skóli vill fá bekkjarsett er hægt að semja um enn betra verð.
Þá bjóðum við upp á stutt, vönduð og skemmtileg verkefnahefti með tveimur bókunum sem gera lesturinn enn markvissari.
Já, hér er á ferðinni nýjung sem á örugglega eftir að skila sér.