Skólavefurinn.is kynnir

Sumarsíða Skólavefsins

Sumarsíða með fjölbreyttu efni fyrir ólík aldursstig. Efni sem gott er að hafa við höndina í fríinu. Hvetjum við alla til að kynnasér það sem er í boði, en það samanstendur af lestrarefni, alls kyns þrautum og upplesnum sögum svo eitthvað sé nefnt.

Sögur og smælki

4 lestrartímarit fyrir alla fjölskylduna. Efnið samanstendur af fjölbreyttu efni, smásögum, barnasögum, þjóðlegum fróðleik, þrautum o.fl. Hægt er að prenta þau út eða lesa beint af vefnum.

Þrautakóngurinn

4 krossgátu- og þrautahefti fyrir alla fjölskylduna. Hvert hefti er um 15 bls. með lausnum. Tilvalið að prenta þau út í fríinu.

Teiknihefti

Hér getið þið nálgast hefti þar sem ykkur er kennt að teikna á einfaldan hátt.

Litabækur

Hér getið þið nálgast venjulegar litabækur. Þið getið valið um dýr, farartæki, skrímsli og geimverur, stafrófið í myndum o.fl.

Veistu svarið

Skemmtilegur gagnvirkur spurningaleikur þar sem þið lærið alls kyns fróðleik. Tilvalið að fara í hann í bílnum á ferðalaginu.

Æfum fínhreyfingarnar

Frábært efni fyrir yngstu krakkana til að þjálfa fínhreyfingar.

Upplesnar sögur fyrir krakka

Hér getið þið hlustað á 10 skemmtilegar sögur fyrir börn sem gott getur verið að grípa til í bílnum, bústaðnum eða bara hvar sem er.

Haltu þér við í lestri með - Litabókunum

Fyrir þá sem vilja halda sér við í lestri eða bæta sig í sumar mælum við með LITABÓKUNUM þar sem boðið er upp á fjölbreytta stutta lestexta með gagnvirkum spurningum til að þjálfa lesskilning og lestur almennt

Lærðu á landið þitt?

Skemmtilegt gagnvirkt þjálfunarefni fyrir alla fjölskylduna til að læra hvar helstu staðir og náttúrufyrirbæri eru á Íslandi.

Skólavefurinn.is
Allur réttur áskilinn