Við skiptum enskusíðunni í tvennt í ensku 1 og ensku 2. Enska 1 hefur að geyma allt sem tengist lestri, lesskilningi og bókmenntum en enska 2 inniheldur efni sem tengist málfræði og málnotkun. Rétt er að benda á að sumt efnið mætti auðveldlega flokka á báðar síður og því um að gera að fylgjast vel með þeim báðum.