Á þessa síðu höfum við safnað saman efni sem hentar yngri notendum, eða krökkum á öllum aldri. Í grunninn höfum við skipt síðunni í tvennt. Annars vegar er gagnvirkt efni (vefsíður) og hins vegar er útprentanlegt efni (pdf). Boðið er upp á fjölda efnisflokka og mikið efni í hverjum, einkum í útprentanlega hlutanum. Við hvetjum áhugasama til að kynna sér vel allt það efni sem hér er að finna. Þið og börnin munuð bara græða á því.