Lesklikk er skemmtileg og áhrifarík leið til að þjálfa lesskilning. Textarnir eru ætlaðir nemendum á mótum miðstigs og unglingastigs. Nemandinn þarf ekki að „pikka“ nein svör, heldur einungis að smella á svarið í textanum sjálfum.
Jafnframt því að vera til þjálfunar lesskilnings er þeim ætlað að fræða nemendur um ýmis samfélagsleg, söguleg og bókmenntaleg efni. Ætlunin er síðan að bæta fleiri textum við, bæði léttari og meira krefjandi, þannig að efnið hæfi að lokum öllu grunnskólastiginu.