Landafræði

Væntanlegt

Hvar eru löndin í heimsálfunum?

Hvar eru löndin í heimsálfunum?

Hvar eru löndin í heimsálfunum?

Þjálfaðu þig í að læra hvar löndin eru.

Væntanlegt

Kortakíkirinn

Kortakíkirinn

Hér getið nálgast upplýsingar um valda staði á Íslandi og lært að þekkja hvar þeir eru á korti.

Væntanlegt

Þrjár nýjar landafræðibækur og vefsíða fyrir 5., 6. og 7. bekk

Þrjár nýjar landafræðibækur og vefsíða fyrir 5., 6. og 7. bekk

Glænýjar kennslubækur í landafræði og vönduð vefsíða með gagnvirkum æfingum.

Skólavefurinn býður nú upp á þrjár glænýjar kennslubækur í landafræði sem eru hugsaðar fyrir 5., 6. og 7. bekk en má þó einnig kenna á öðrum stigum, allt eftir efnum og ástæðum. Bækurnar eru eftir Ingibjörgu Sól Ingólfsdóttur og myndskreyttar af Mjöll Sigurðardóttur. Þær taka í einu og öllu mið af Aðalnámskrá grunnskóla í greininni auk þess sem reynt hefur verið að gera efnið bæði aðlaðandi og áhugavert fyrir nemendur. Góð verkefni fylgja hverri bók. Þá verður hægt að nálgast lausnir við öllum verkefnum.

Vönduð vefsíða fylgir efninu þar sem hægt er að nálgast bækurnar sem flettibækur og í pdf útgáfu. Á vefsíðunni geta kennarar einnig nálgast skemmtilegar gagnvirkar æfingar þar sem nemendur geta þjálfað sig í að þekkja lönd, höfuðborgir og fána.
Í þessu efni er landafræðin skoðuð í ljósi nýjustu áherslna og upplýsinga. Hér er á ferðinni efni sem talar inn í samtímann og það sem brennur á fólki í dag.

Hér má sjá nánari lýsingu á innihaldi hverrar fyrir sig:

Bók 1: Að rata um heiminn

Í þessari bók sem er 46 blaðsíður á lengd og skiptist í 13 kafla er farið yfir kort og hvernig á að lesa úr þeim, heimsálfurnar og fleira.
Verkefnin sem fylgja eru mjög fjölbreytt, áhugaverð og skemmtileg.

Bók 2: Náttúruöflin

Í þessari bók sem er 49 blaðsíður á lengd og skiptist í 16 kafla er farið yfir kenningar um hvernig heimurinn varð til, samsetningu jarðarinnar, flekakenninguna, jarðskjálfta og eldvirkni,  háhita- og lághitasvæði og fleira
Fjölbreytt og skemmtileg verkefni fylgja hverjum kafla.

Bók 3: Loftslag

Í þessari bók sem er 52 blaðsíður á lengd og skiptist í 15 kafla er hugtakið loftslag  útskýrt og hvað hefur áhrif á það, gang himintunglanna, möndulhalla jarðar, árstíðir, loftslagsbelti, hæð yfir sjávarmáli, hafstrauma, hæðir, lægðir og loftþrýsting, lofthjúpinn, hlýnun jarðar og margt fleira. Fjölbreytt og skemmtileg verkefni fylgja hverjum kafla.

Skólavefurinn.is