Samfélagsfræði

Væntanlegt

Almenn landafræði fyrir unglingastig eftir Halldór Ívarsson

Almenn landafræði fyrir unglingastig eftir Halldór Ívarsson

Efni sem upprunalega var útbúið sem grunnur (glósur) fyrir samræmt próf, en stendur fyllilega fyrir sínu sem grunnnámsefni. Þá er einnig hægt að sækja vinnubók úr efninu.

Væntanlegt

Heimur í hnotskurn

Heimur í hnotskurn

Hér er hægt að nálgast námsefni um valin lönd með góðum verkefnum. Eins og alltaf er bæði hægt að nálgast efnið í vefútgáfu og sérútbúinni prentútgáfu.

Væntanlegt

Hellisbúinn: samþætt samfélagsfræði, ritun og myndmennt

Hellisbúinn: samþætt samfélagsfræði, ritun og myndmennt

Þetta efni sameinar þrjár námsgreinar, myndmennt, ritun og samfélagsfræði, en rík áhersla er lögð á það í námsskránni að samþætta hinar ýmsu námsgreinar. Er hér á ferðinni bæði vandað námsefni og skemmtilegt, sem enginn kennari ætti að láta framhjá sér fara. Efnið hentar vel nemendum í yngri bekkjardeildum (1.-4. bekk).

Væntanlegt

Landafræði handa unglingum 1. hefti: Vinnubók

Landafræði handa unglingum 1. hefti: Vinnubók

Vinnubókin skiptist í tvo hluta, annars vegar nemendahluta og hins vegar kennarahluta sem inniheldur svör við verkefnunum.

Væntanlegt

Landnámið: Fundur Íslands

Landnámið: Fundur Íslands

Í Aðalnámskrá í samfélagfræði er talað um að nemendur eigi strax í fyrsta bekk að tileinka sér frásagnir af landnámsmönnum og þekkja nöfn nokkurra. Það eigi síðan að byggja ofan á það í næstu bekkjum. Hér fyrir neðan finnið þið frásagnir af fundi Íslands, þar sem búið er að laga textann að yngri nemendum. Góð verkefni fylgja með. Þá er einnig boðið upp á sama námsefni á vefsíðu í mjög skemmtilegri og aðgengilegri útgáfu.

Væntanlegt

Yngsta stig

Samfélagsfræði - Yngri bekkur

Samfélagsfræði - Yngri bekkur

Hér má nálgast stuttar og markvissar kennslubækur í samfélagsfræði fyrir yngsta stigið eða frá 1. og upp í 4. bekk. Allt efnið tekur mið af Aðalnámskrá grunnskóla.

Væntanlegt

Skólabókin mín

Skólabókin mín

Hér er um að ræða 47 blaðsíðna bók fyrir þá sem eru að hefja skólagöngu. Viðfangsefnið er nemandinn og nánasta umhverfi hans. Nóg af verkefnum. Efnið hefur töluvert verið notað í stuðningskennslu.

Væntanlegt

Sveitastörf fyrr á öldum

Sveitastörf fyrr á öldum

Efnið er unnið upp úr þjóðháttum Jónasar frá Hrafnagili. Kaflaheitin í fyrra heftinu eru: túnvinna, sauðburður, rúning, fráfærur og önnur verk. Seinna heftið fjallar svo um smalaferðir, sel, grasvinnu o.fl. Þetta er efni sem hentar nemendum alveg frá 4.–5. bekk og upp úr. Mikilvægt efni til að tengja inn í fortíðina.

Væntanlegt

Á leið um landið: Perlur Íslands

Á leið um landið: Perlur Íslands

Hér er hægt að nálgast áhugavert efni um valda staði á Íslandi, minnisvörða, söfn, kirkjur og annað sem hægt er að hafa bæði gagn og gaman af að kynnast á leið sinni um landið. Oft er það nefnilega svo að við gefum ekki nægilega mikinn gaum að því sem verður á vegi okkar. Efnið er aðgengilegt í vefútgáfu og einnig til útprentunar.