Krakkar

Útprentanlegt efni

Íslenska

Krakkagaman

Krakkagaman

Krakkagaman er safn nýrra og stórskemmtilegra vinnuhefta fyrir yngstu bekkjardeildirnar þar sem boðið er upp á fjölbreytt verkefni sem gott getur verið að grípa til. Heftin sem eru þematengd hafa að geyma milli 10 itl 25 verkefnablöð hvert.  Viðfangsefnin eru fjölbreytt og má segja að þau samþætti íslensku, stærðfræði og þrautir.

Íslenska

Krakkasíðan (Sögur og ævintýri)

Krakkasíðan (Sögur og ævintýri)

Öll börn hafa gaman að sögum og hér á þessari síðu getið þið nálgast alveg gríðarlega mikið safn af sögum fyrir börn á öllum aldri. Eru sögurnar mjög fjölbreyttar og ætti hver og einn að geta fundið nóg af sögum við sitt hæfi. Þá fylgja sögunum verkefni bæði í formi hugleiðinga sem ýta undir umræður og almennra spurninga.  Eru verkefnin mismunandi eftir sögum. Þá eru sögurnar miserfiðar eins og gengur og mislangar. Við bjóðum t.a.m. upp á sögur í nokkrum köflum, sbr. Sögur af Alla Nalla og Sagan Labba pabbakút, en flestar eru þó í einu skjali.

Íslenska

Lestrarbækur Auðbjargar Pálsdóttur

Lestrarbækur Auðbjargar Pálsdóttur

Það er okkur mikil ánægja að bjóða áskrifendum okkar upp á hinar vönduðu og áhugaverðu lestrarbækur Auðbjargar Pálsdóttur hér á Skólavefnum. Hafa bækur Auðbjargar verið notaðar víða með góðum árangri og því mikill fengur að þeim. Öllum bókunum fylgja vandaðar vinnubækur.

Bækurnar sem eru 14 í allt miðast fyrst og fremst að því að þjálfa almennan lesskilning og þar hafa vinnubækurnar mikið vægi. Eru vinnubækurnar þannig uppbyggðar að verkefnin eru skilgreind útfrá blaðsíðum í lesbókunum og er vinna nemandans einkum fólgin í því að haka við réttar lausnir. Í fæstum tilvikum þarf að skrifa nema stök orð við og við.

Íslenska

Orð og setningar - Lestrarvinnubækur

Orð og setningar - Lestrarvinnubækur

Orð og setningar – Lestrarvinnubók er heildstæð lestrarvinnubók fyrir yngri bekkjardeildir grunnskólans.  Kemur hún í beinu framhaldi af bókunum Stafir og orð þar sem áhersla var á stafainnlögn og stuðst við námsefni í lestri úr smiðju Skólavefsins fyrir ynɡri bekkjardeildir ɡrunnskólans; ɡrunnmarkmiðið þar er að kenna stafina, styðja við grunnlestur oɡ æfa lesskilninɡ.    

Í þessum bókum er lestur og lesskilningur í öndvegi um leið og  farið er yfir ýmis atriði sem falla undir málfræði (kynning), hlustun, ritun og almenna  málnotkun.

Eins oɡ með annað efni okkar leɡɡjum við mikla áherslu á að tenɡja saman hefðbundna nálɡun oɡ nýjustu tækni. Sérstök vefsíða fylɡir efninu þar sem hæɡt er að sækja glærur með síðunum, hlusta á valda hluta, æfa siɡ ɡaɡnvirkt oɡ sækja aukaverkefni.

Stuttar og aðgengilegar kennslutillöɡur fylɡja efninu oɡ hvetjum við kennara oɡ foreldra til að skoða þær.

Íslenska

Stafir og orð

Stafir og orð

Námsefnið Stafir og orð er hugsað fyrir yngstu nemendurna en þar er unnið með stafina og fyrstu skrefin í lestri. Þá er þar einnig að finna stutt þjálfunarverkefni í skrift auk annarra æfinga. Efnið skiptist í 4 bækur sem saman telja rúmlega 200 blaðsíður í prenti. Þið getið valið um að skoða þær sem flettibók eða þá í pdf þar sem þið getið nálgast efnisyfirlit hverrar bókar fyrir sig.

Krakkar

Dagatöl

Dagatöl

Það er orðinn árviss viðburður hjá mörgum kennurum að láta nemendur sína útbúa dagatöl fyrir komandi ár, hvort heldur fyrir þau sjálf eða til að gefa í jólagjöf. Hér getið þið nálgast leiðbeiningar og dagatöl sem hægt er að prenta út og skreyta að vild. Hægt er að nota dagatölin á fjölbreyttan hátt, s.s. að láta nemendur teikna myndir, velja ljóð fyrir hvern mánuð, fróðleiksmola, upplýsingar um dýr og önnur þematengd efni... Möguleikarnir eru óendanlegir.

Krakkar

Hreyfileikir til útprentunar

Hreyfileikir til útprentunar

Hér er hefti sem Karl Guðmundsson tók saman og nefndi Leikir og leikrænar æfingar fyrir yngstu börnin. Það er í 7 skjölum.

Krakkar

Leikir til útprentunar

Leikir til útprentunar

Hér er að finna bæði hugmyndir að leikjum og leiki sem á að vinna beint á blað, s.s. völundarhús og fleira.

Krakkar

Leikskólamappan

Leikskólamappan

Leikskólamappan er safn alls kyns verkefna sem á sínum tíma voru boðin í vikulegum skömmtum og hægt var að prenta út eftir hentugleika hvers og eins.  Voru 5 – 6 verkefni í hverjum pakka. Var um að ræða verkefni í föndri, þjálfunaræfingar í tölum og lestri, leikir og hvað eina. Pakkarnir eru yfir 150 talsins og það gerir tæplega 1000 verkefni. Ekki lítill verkefnabanki það. 

Krakkar

Lesskilningsæfingar og þrautir af ýmsu tagi

Lesskilningsæfingar og þrautir af ýmsu tagi

Við erum alltaf að leita að góðu efni sem kveikir áhuga á lestri og eflir skilning hjá ungu fólki. Hér er boðið upp á fullt af áhugaverðu efni sem hugsað er til þess og er alltaf að bætast við nýtt efni.

Krakkar

Léttlestrarbækur Skólavefsins

Léttlestrarbækur Skólavefsins

Fyrir þá sem eru að byrja að læra að lesa bjóðum við upp á skemmtilegar og stigskiptar þjálfunarbækur í lestri sem unnar eru af Berglindi Guðmundsdóttur. Er hér um mjög vandaðar bækur að ræða sem notaðar hafa verið í kennslu með góðum árangri. Hægt er að nálgast þessar bækur til að prenta þær út og einnig í aðgengilegri flettibókaútfærslu á vef þar sem hægt er að hlusta á upplestur á þeim. Eins og áður sagði henta bækurnar vel byrjendum í lestri og þeim sem þurfa mikla æfingu við að tengja saman málhljóð og bókstaf.

Krakkar

Málörvunaræfingar

Málörvunaræfingar

Málörvun er mikilvæg fyrir lesþroska og rökhyggju hjá börnum.  Hér bjóðum við upp á valdar æfingar eða hugmyndir að málörvunaræfingum sem börn hafa bæði gagn og gaman af að glíma við.

Krakkar

Stafasögur eftir Hildi Guðmundsdóttur

Stafasögur eftir Hildi Guðmundsdóttur

Skemmtilegar stafasögur til að nota við lestrarkennslu, gagnvirkar og til útprentunar.Ítarlegar kennsluleiðbeiningar eftir höfund fylgja. (2)

Krakkar

Stærðfræði og tölur

Stærðfræði og tölur

Hér er bjóðum við fjölbreytt úrval af alls kyns efni í stærðfræði fyrir unga og áhugasama stærðfræðinga. Oftast er um að ræða verkefni á einu blaði en svo viljum sérstaklega benda á sjö skjöl undir yfirheitinu Stubbastærðfræði en það er samfellt efni sem telur samtals 56 blaðsíður. Hér er á ferðinni vandað þjálfunarefni í stærðfræði fyrir yngstu krakkana þar sem grunnhugtök eru kynnt og brú byggð yfir í frekara nám.

Krakkar

Stök föndurverkefni

Stök föndurverkefni

Kynntu þér efnið.

Krakkar

Sögur með verkefnum

Sögur með verkefnum

Hér getið þið nálgast og prentað út aragrúa af skemmtilegum sögum sem allar eru með verkefnum sem miðast fyrst og síðast við það að örva áhugann og efla almennan skilning.  Margar af sögunum er einnig að finna á vefsíðum (sjá vefefni) og þar er hægt að hlusta á þær flestar upplesnar. Sögurnar henta vel til að upplestrar fyrir krakka og þá eru margar þeirra ágætar til þess að þjálfa lestrarhraða og færni.

Krakkar

Valdar leiðir í myndsköpun

Valdar leiðir í myndsköpun

Myndsköpun er góð leið til að vinna með börnum.  Hér kynnum við fjölbreyttar leiðir til að vinna að myndsköpun sem eru einkum hugsaðar fyrir kennara og foreldra.

Krakkar

Þemaverkefni

Þemaverkefni

Kynntu þér efnið :)

Vefsíður og gagnvirkir námsleikir

Íslenska

Orðaleikurinn

Orðaleikurinn

Orðaleikurinn Gagnvirkar æfingar í lestri og stafsetningu Léttur og skemmtilegur leikur fyrir yngri nemendur að þjálfa sig í lestri og skrift.  Hentar vel í allar borð- og ferðatölvur, iPad, android spjaldtölvur og flesta snjallsíma.

Íslenska

Barnabókasíða Skólavefsins

Barnabókasíða Skólavefsins

Frábærar barnabækur fyrir börn sem eru að hefja lestur og byrjuð að lesa lengri texta.

Krakkar

Lífsleikni - Geimálfurinn frá Varslys (Flash)

Lífsleikni - Geimálfurinn frá Varslys (Flash)

Skólavefurinn í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörg býður ykkur upp á námsefnið Geimálfurinn frá Varslys, en það er námsefni í lífsleikni um slys og slysavarnir sem ætlað er fyrir nemendur í 4., 5. og 6. bekk. Á síðunni getið þið nálgast efnið sem hefur að geyma leshefti, verkefnablöð, glærur, myndbandsskeið o.fl.

Íslenska

Orðapikk

Orðapikk

Hér geturðu þjálfað þig í að skrifa orð eftir upplestri á einfaldan og skilvirkan hátt.

Íslenska

Ritum rétt (Flash tækni)

Ritum rétt (Flash tækni)

Ritum rétt er forrit í stafsetningu sem er einkum hugsað fyrir yngstu krakkana. Nemendur fá orðalista sem tengjast ákveðnum stöfum og eiga síðan að skrifa eða draga orðin í reit útfrá mynd sem birtist á skjánum. Þetta forrit sameinar í raun almenna lestrarkennslu og stafsetningu.

Krakkar

Sögur í skemmtilegum vefbúningi

Sögur í skemmtilegum vefbúningi

Öll börn hafa gaman að sögum og hér á þessari síðu getið þið nálgast alveg gríðarlega mikið safn af sögum fyrir börn á öllum aldri. Eru sögurnar mjög fjölbreyttar og ætti hver og einn að geta fundið nóg af sögum við sitt hæfi. Þá fylgja sögunum verkefni bæði í formi hugleiðinga sem ýta undir umræður og almennra spurninga.  Eru verkefnin mismunandi eftir sögum. Þá eru sögurnar miserfiðar eins og gengur og mislangar. Við bjóðum t.a.m. upp á sögur í nokkrum köflum, sbr. Sögur af Alla Nalla og Sagan Labba pabbakút, en flestar eru þó í einu skjali.  Nýjar sögur bætast við reglulega.

Krakkar

Táknmálstengill (Flash tækni)

Táknmálstengill (Flash tækni)

Táknmálstengillinn er heildstæð vefsíða þar boðið er upp á fjölbreytt efni sem tengist táknmáli, s.s. fræðslu, táknabanka, leiki og verkefni.