Nú bjóðum við upp á bókina ‚Lita- og verkefnabók:Tölurnar 1-20‘ fyrir yngstu krakkana og leikskóla.
Fyrsti kaflinn nefnist: ‚Andri á afmæli: Tölurnar1-5‘. - Annar kaflinn nefnist: ‚Freyja fer í útilegu: Tölurnar6-10‘. - Þriðji kaflinn nefnist: ‚Vilmar fer til útlanda:Tölurnar 11-15‘ -Fjorði kaflinn nefnist: ‚Heima hjá Lottu: Tölurnar16-20‘.
Hver kafli telur 5 blaðsíður. Er tilvalið að prentaþetta út og leyfa krökkunum að glíma við þessar einföldu en skemmtilegu þrautirog lita svo.
Nú bjóðum við upp á fjórar nýjar og stórskemmtilegar verkefna- og þrautabækur fyrir yngstu nemendur grunnskólans og elstu nemendur leikskólans. Efnið er úr smiðju Mjallar Gunnarsdóttur og hvetjum við alla til að kynna sér þetta efni vel. Verkefnin sameina það að reyna á athyglisgáfu nemenda og að vera skemmtileg en það er jú forsenda þess að jákvætt nám eigi sér stað.
Eins og áður sagði er hér um 4 bækur að ræða sem hver um sig hefur að geyma tíu verkefni og því samtals um 40 verkefni að ræða. Rétt er að vekja athygli á því að þó að verkefnin séu í lit hjá okkur virka þau allt eins vel í svarthvítu og því auðvelt að prenta þau út. Góða skemmtun!
Skemmtilegar stafasögur til að nota við lestrarkennslu, gagnvirkar og til útprentunar.Ítarlegar kennsluleiðbeiningar eftir höfund fylgja. (2)
Leikir til útprentunar:
Slönguspil
Ludó
Minnispil
Já eða nei
Kapphlaupið!
Hvar á ég heima?
Það er orðinn árviss viðburður hjá mörgum kennurum að láta nemendur sína útbúa dagatöl fyrir komandi ár, hvort heldur fyrir þau sjálf eða til að gefa í jólagjöf. Hér getið þið nálgast leiðbeiningar og dagatöl sem hægt er að prenta út og skreyta að vild. Hægt er að nota dagatölin á fjölbreyttan hátt, s.s. að láta nemendur teikna myndir, velja ljóð fyrir hvern mánuð, fróðleiksmola, upplýsingar um dýr og önnur þematengd efni... Möguleikarnir eru óendanlegir.
Nú bjóðum við upp á fjórar nýjar og stórskemmtilegar verkefna- og þrautabækur fyrir yngstu nemendur grunnskólans og elstu nemendur leikskólans. Efnið er úr smiðju Mjallar Gunnarsdóttur og hvetjum við alla til að kynna sér þetta efni vel. Verkefnin sameina það að reyna á athyglisgáfu nemenda og að vera skemmtileg en það er jú forsenda þess að jákvætt nám eigi sér stað.
Eins og áður sagði er hér um 4 bækur að ræða sem hver um sig hefur að geyma tíu verkefni og því samtals um 40 verkefni að ræða. Rétt er að vekja athygli á því að þó að verkefnin séu í lit hjá okkur virka þau allt eins vel í svarthvítu og því auðvelt að prenta þau út. Góða skemmtun!
Hér er hefti sem Karl Guðmundsson tók saman og nefndi Leikir og leikrænar æfingar fyrir yngstu börnin. Það er í 7 skjölum.
Hér er að finna bæði hugmyndir að leikjum og leiki sem á að vinna beint á blað, s.s. völundarhús og fleira.
Leikskólamappan er safn alls kyns verkefna sem á sínum tíma voru boðin í vikulegum skömmtum og hægt var að prenta út eftir hentugleika hvers og eins. Voru 5 – 6 verkefni í hverjum pakka. Var um að ræða verkefni í föndri, þjálfunaræfingar í tölum og lestri, leikir og hvað eina. Pakkarnir eru yfir 150 talsins og það gerir tæplega 1000 verkefni. Ekki lítill verkefnabanki það.
Við erum alltaf að leita að góðu efni sem kveikir áhuga á lestri og eflir skilning hjá ungu fólki. Hér er boðið upp á fullt af áhugaverðu efni sem hugsað er til þess og er alltaf að bætast við nýtt efni.
Fyrir þá sem eru að byrja að læra að lesa bjóðum við upp á skemmtilegar og stigskiptar þjálfunarbækur í lestri sem unnar eru af Berglindi Guðmundsdóttur. Er hér um mjög vandaðar bækur að ræða sem notaðar hafa verið í kennslu með góðum árangri. Hægt er að nálgast þessar bækur til að prenta þær út og einnig í aðgengilegri flettibókaútfærslu á vef þar sem hægt er að hlusta á upplestur á þeim. Eins og áður sagði henta bækurnar vel byrjendum í lestri og þeim sem þurfa mikla æfingu við að tengja saman málhljóð og bókstaf.
Málörvun er mikilvæg fyrir lesþroska og rökhyggju hjá börnum. Hér bjóðum við upp á valdar æfingar eða hugmyndir að málörvunaræfingum sem börn hafa bæði gagn og gaman af að glíma við.
Nú bjóðum við upp á glænýja leikjasíðu fyrir börn á öllum aldrei með leikjum sem þjálfa rökfærni og hugsun.
Við byrjum á fjórum tegundum af leikjum sem eru:
1) púsl
2) kubbapúsl
3) rennipúsl
4) minnisleikur
Tíu leikir eru í hverjum flokki sem þannig gerir 40 leiki.
Öll börn hafa gaman að sögum og hér á þessari síðu getið þið nálgast alveg gríðarlega mikið safn af sögum fyrir börn á öllum aldri. Eru sögurnar mjög fjölbreyttar og ætti hver og einn að geta fundið nóg af sögum við sitt hæfi. Þá fylgja sögunum verkefni bæði í formi hugleiðinga sem ýta undir umræður og almennra spurninga. Eru verkefnin mismunandi eftir sögum. Þá eru sögurnar miserfiðar eins og gengur og mislangar. Við bjóðum t.a.m. upp á sögur í nokkrum köflum, sbr. Sögur af Alla Nalla og Sagan Labba pabbakút, en flestar eru þó í einu skjali. Nýjar sögur bætast við reglulega.
Táknmálstengillinn er heildstæð vefsíða þar boðið er upp á fjölbreytt efni sem tengist táknmáli, s.s. fræðslu, táknabanka, leiki og verkefni.