Gagnabanki með gagnvirkverkefni í íslenskri málfræði
Fjöldinn allur af æfingum um nafnorð,lýsingarorð, fallorð, sagnorð og smáorð.
Í dag kynnum við frábæra síðu til að þjálfa sig í að læra allar beygingarmyndir nafnorða. Gangi ykkur vel. :)
Við kynnum alveg einstaka síðu til að þjálfa sig í að læra allar beygingarmyndir sagnorða. Þar er að finna hundruð gagnvirkra æfinga.
MÁLFRÆÐI RAGNARS INGA.
AÐGENGILEGAR SKÝRINGAR Í MÁLFRÆÐI FYRIR EFSTA STIG GRUNNSKÓLANS.
GÓÐ ÞJÁLFUNARVERKEFNI FYLGJA ÁSAMT SVÖRUM.
Málfræðiklikk er síða þar sem hægt er að þjálfa sig í völdum afmörkuðum málfræðiatriðum á þægilegan og aðgengilegan hátt. Það eina sem þarf að gera er að klikka á það orð sem þú telur að falli undir það sem þú ert að leita að og þá færðu vissu þína.
Hér er er á ferðinni auðveld og góð leið til að læra grunnatriði málfræðinnar . Efnið er fyrst og fremst hugsað gagnvirkt en eins og alltaf höfum við einnig útbúið það til útprentunar. Þá er hægt að prenta út sérstakt lausnahefti.
Efnið skiptist í 4 flokka (sérhljóðar og samhljóðar, nafnorð, sagnorð, lýsingarorð) sem svo greinast niður í námsþætti eftir því út á hvað æfingarnar ganga. Hver námsþáttur inniheldur 5 borð sem þyngjast eftir því sem ofar dregur.Hvert borð felur í sér 4 æfingar og í hverri æfingu birtast 5 málsgreinar, ein í einu (eða 5 orð í sérhljóða- og samhljóðaæfingunum). Nemendur vinna sig þannig áfram, skref fyrir skref, þar til þeir hafa náð góðum tökum á hverjum námsþætti fyrir sig.Hér er samtals að finna vel yfir 2000 málsgreinar (og stök orð), svo það er af nógu að taka.Ábendingar eða athugasemdir varðandi Málfræðimeistarann má gjarnan senda okkur á netfangið skolavefurinn@skolavefurinn.is - við tökum þeim fagnandi.
Við bjóðum upp á skemmtilega nýjung sem við köllum einfaldlega Nútíma stafsetningaræfingar (Stafsetningaræfingar Ragnars Inga). Þessar æfingar eru fyrst og fremst hugsaðar til að æfa stafsetningu, einkum fyrir nemendur sem hafa átt í erfiðleikum með að rita rétt. Nemendur fá vandaða texta sem þeir eiga að slá rétta inn í tölvuna. Ef einhverjum verður það á að slá inn rangan staf stoppar tölvan og rétti stafurinn blikkar á skjánum í stað þess sem ranglega var sleginn inn. Þetta gerir það að verkum að nemendur sjá aldrei rangt skrifað orð gegnum alla æfinguna. Þannig er ætlunin að virkja sjónminnið til hins ýtrasta. Tölvan telur svo saman villurnar þannig að ef einhver göslast áfram og vandar sig ekki kemur það fram á skjánum hjá kennara. Þá er hægt að grípa inn í og mjög mikilvægt er að gera það fyrr en seinna. Markmiðið er að nemandinn slái textann inn án þess að gera eina villu. Nemandi fær svo ítarlegt mat í lok hverrar æfingar þar sem fram koma fjöldi mistaka og vélritunarhraði.
Ritum rétt er forrit í stafsetningu sem er einkum hugsað fyrir yngstu krakkana. Nemendur fá orðalista sem tengjast ákveðnum stöfum og eiga síðan að skrifa eða draga orðin í reit útfrá mynd sem birtist á skjánum. Þetta forrit sameinar í raun almenna lestrarkennslu og stafsetningu.
Hér getið þið nálgast hefti til útprentunar með æfingum í stafsetningu. Góðar leiðbeiningar fylgja, ásamt regluhefti og upplestrarblaði fyrir kennara.
Hér getið þið nálgast valdar atriðabundnar gagnvirkar stafsetningaræfingar með nýju sniði. Æfingarnar henta jafnt fyrir venjulegar tölvur, spjaldtölvur og ekki síst snjallsíma. Eru þær einkum hugsaðar fyrir þá sem lengra eru komnir í stafsetningu og upplagðar fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir framhaldsskólann.
Tungutak er námsefni í íslensku á unglingastigi grunnskólans. Það er hluti af heildarnámsefni í íslensku sem Skólavefurinn hefur unnið handa unglingastigi í samræmi við ákvæði nýrrar aðalnámskrár. Um er að ræða þrjár vinnubækur, eina fyrir hvern árgang, og verða þær aðgengilegar hér á vefnum fyrir alla áskrifendur.
Mikill hluti þessa heildarefnis er aðgengilegur á Skólavefnum. Má þar líka nefna Tungufoss lesbækurnar sem er námsefni í íslensku fyrir unglingastig. Um er að ræða þrjár lesbækur, eina fyrir hvern árgang, og fjölbreytt viðbótarefni á vef.
Vandaðar og aðgengilegar skýringar í formi uppflettirits. Fjölmargar gagnvirkar æfingar auðvelda lærdóm í stafsetningunni sem er hér kennd á auðveldan og þægilegan hátt.