TILLÖGUR OG HUGMYNDIR
FYRIR ÞÁ SEM ERU AÐ VINNA HEIMA

10. bekkur

Í ljósi þess að margir nemendur eru nú að vinna heima viljum við nota tækifærið og benda á efni sem hentar vel fyrir hverja bekkjardeild og stuttar leiðbeiningar.

Skiptum við efninu upp í árganga en vissulega getur sama efnið hentað og náð yfir fleiri  árganga og því verið á fleiri en einum stað.

Er það von okkar að þessar stuttu kynningar hjálpi ykkur að finna það efni sem hentar best og geti þannig leitt ykkur áfram.

Við byrjum á efni fyrir 10. bekk.  

Eftirfarandi efni höfum við tekið saman fyrir nemendur í 10. bekk. Þetta er þó aðeins brot af því efni sem við bjóðum upp á fyrir þennan árgang, en einhvers staðar verðið þið að byrja.

Mest er af efni í íslensku og lestri enda hefur áherslan þar verið mikil að undanförnu.

Íslenska og lestur

Í íslensku bjóðum við upp á gríðarlega mikið af fjölbreyttu námsefni sem hentar vel fyrir 10. bekk.

Hér nefnum við aðeins það helsta:

Stöðupróf í íslensku

Stöðupróf í íslensku

Stöðupróf eru gagnleg til að kanna stöðu nemandans og ekki síður til að nemandinn átti sig á hvar hann getur bætt sig.

- 10. bekkur

Bæði er hægt að taka prófið gagnvirkt og/eða prenta það út. Stöðuprófið fyrir 10. bekk telur rúmlega 60 prentaðar blaðsíður og því gott að taka það í áföngum. Svarlykill fylgir.

Ath! Ef prófið er prentað út þarf samt að fara inn í gagnvirka hlutann til að sækja hljóðskrár þegar þess er þörf.

Tungutak 3

Tungutak 3

Ef áhersla ykkar er á málfræði eða málnotkun mælum við með námsefninu Tungutak 3.  Hægt er að sækja bækurnar bæði sem flettibækur og pdf. Þá er boðið upp á 213 gagnvirkar spurningar sem hafa gríðarlega mikið kennslugildi. Ítarlegar hugtakaskýringar + lausnir.

https://nytt.skolavefurinn.is/islenska/unglingastig/tungutak

Gott er að vinna þetta efni í tengslum við Tungufoss og takmarka sig við ákveðinn blaðsíðufjölda í hvert sinn.

Málfræði

Málfræðiklikk

Málfræðiklikk

Ef þið viljið bæta ykkur í málfræði á skemmtilegan hátt þá mælum við eindregið með þessari síðu. Málfræðiklikk er síða þar sem hægt er að þjálfa sig í völdum afmörkuðum málfræðiatriðum á  þægilegan og aðgengilegan hátt. Það eina  sem þarf að gera er að klikka á  það orð sem þú telur að falli undir  það sem þú ert að leita að og  þá færðu vissu þína.
Hér er á ferðinni auðveld og góð leið til að læra grunnatriði málfræðinnar. Efnið er fyrst og fremst hugsað gagnvirkt en líka er hægt að prenta það út.  Þá fylgir sérstakt lausnahefti. Til að fara í æfingarnar klikkið þið á tengilinn sem tilgreinir það sem þið viljið þjálfa ykkur í.  Þar er svo hægt að sækja prentskjölin.
Æfingarnar eru svo margar að við vitum varla fjöldann á þeim. Hvetjum við alla til að skrá niður æfingarnar sem teknar eru og halda bókhald yfir þær. Þá leggjum við til að farið sé í hverja æfingu aftur og aftur þangað til þið hafið gert allt rétt. Þið eruð fljótari að því en þið haldið :)

Litabækurnar

Litabækurnar

LITABÆKURNAR eru röð af lestrarbókum sem sniðnar eru að þörfum þeirra sem vilja þjálfa sig í lestri með sérstaka áherslu á lesskilning. Bækurnar eru fáanlegar í ólíkum sniðum sem henta öllum tækjum og tólum og auk þess er hægt að prenta þær út. Vandaðar gagnvirkar spurningar fylgja hverjum texta. Textarnir greinast í 6 stig: 0-100 orð, 100-200 orð, 200-300 orð, 300-400 orð, 400-500 orð og 500-600 orð. Þá bjóðum við upp á sérstaka Bleikbók þar sem æfingarnar eru meir í anda spurninganna sem nemendur fá á Pisa prófum.

Frábært þjálfunarefni og við mælum með einni æfingu á dag. Það mun ekki standa á árangrinum.

https://nytt.skolavefurinn.is/islenska/almennt/litabaekur

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um lestexta með gagnvirkum spurningum. Þessi texti er úr Svartbókinni en þar eru textar upp að 600 orðum og ætti að henta nemendum í 10. bekk.

https://skolavefurinn.is/namsgreinar/1-elvis-presley

Ljóðasafnarinn – Stig 3

Ljóðasafnarinn – Stig 3

Hér bjóðum við upp á alveg nýja nálgun í ljóðakennslu. Ljóðasafnarinn – Stig 3 er hugsaður fyrir unglingastig, 8.-10. bekk og bætast nokkur ný ljóð við á hverju ári. Nú eru þau orðin 12.

Hverju ljóði fylgja góðar útskýringar á mannamáli (umræða) þar sem farið er yfir líkingar, umhverfi, almennar skýringar og annað sem við teljum áhugavert í ljóðunum yfirleitt. Öllum ljóðunum fylgja verkefni sem hafa það að leiðarljósi að auka skilning lesendanna á ljóðinu. Þá bendum við á að hverju ljóði fylgir gagnvirk æfing sniðin að því að hjálpa nemendum að læra ljóðið utanbókar.

Hér getið þið nálgast Ljóðasafnarann – 3. stig

Íslendingasögur og -þættir

Íslendingasögur og -þættir

Í 10. bekk er nemendum gert að lesa og læra valdar Íslendingasögur. Á Skólavefnum bjóðum við upp á allar þær Íslendingasögur sem kenndar eru í sérstökum kennslubúningi. Hér má nálgast allar okkar Íslendingasögur í kennslubúningi:

Við mælum sérstaklega með eftirfarandi sögum: Brennu-Njáls sögu, Egils sögu Skallagrímssonar, Finnboga sögu ramma, Gísla sögu Súrssonar, Gunnlaugs sögu ormstungu, Hrafnkels sögu Freysgoða, Kjalnesinga sögu, Króka-Refs sögu, Laxdæla sögu.

Það sem hver saga hefur að geyma:

Hægt er að hlusta á þær allar upplesnar. Þeim fylgir öllum vinnuhefti ásamt með lausnum, gagnvirkum spurningum, umfjöllun fyrir kennara, orðskýringum í vefútgáfu. Þá er bæði hægt að skoða sögurnar í sérstakri vefútgáfu og prenta þær út. Rétt er að taka það fram að þetta efni er alls ekki bundið við nemendur í grunn- og framhaldsskólum, heldur fyrir alla þá sem vilja rýna í menningararfinn okkar.

Blikkljós - Ný leið til að kenna Íslendingasögur

Blikkljós - Ný leið til að kenna Íslendingasögur

Þá buðum við í fyrsta sinn í vetur upp á nýja nálgun í kennslu Íslendingasagna sem við köllum Blikkljós. Hún felst einkum í því að í stað þess að nemendur lesi heila Íslendingasögu eins og hingað til hefur verið gert, lesa þeir útdrátt úr viðkomandi sögu og fá svo stutta valda texta til að glíma við úr sögunni sjálfri. Í þessu fyrsta hefti er að finna Kjalnesinga sögu og Gunnlaugs sögu ormstungu.

Prófasíðan

Prófasíðan

Á þessari síðu bjóðum við upp á valið þjálfunarefni í völdum námsgreinum til að hjálpa nemendum að undirbúa sig fyrir próf. Þjálfunarefnið byggjum við á samræmdum prófum liðinna ára sem og völdu námsefni af Skólavefnum.

Enska

Í ensku bjóðum við upp á fjölbreytt námsefni sem hentar vel fyrir 10. bekk.

Héreru nokkur dæmi:

English Reading Comprehension 1-3: Þjálfunaræfingar í lestri og lesskilningi á ensku

English Reading Comprehension 1-3: Þjálfunaræfingar í lestri og lesskilningi á ensku

Enskur lesskilningur eru þrjár bækur, 1, 2 og 3 sem bæði er hægt að vinna gagnvirkt alla leið eða prenta út. Þar einbeitum við okkur að lesskilningi í ensku. Fyrir 10. bekk er bók 3 tilvalin.

Efnið er einfalt í notkun og mælum við með einum leskafla á dag.

ENSKAR ORÐAFORÐAKROSSGÁTUR

ENSKAR ORÐAFORÐAKROSSGÁTUR

Hér er um að ræða þema tengdar krossgátur til að auka orðaforða. Skemmtileg og ánægjuleg leið til að læra. Þetta efni er enn sem komið er einungis til útprentunar. Lausnir í sér skjali.

Hérmá nálgast efnið:
https://skolavefurinn.is/system/files/skolavefurinn_efni/flettibaekur/enskar-krossgatur/enskarkrossgatur_book.pdf

Lausnir:
https://skolavefurinn.is/system/files/skolavefurinn_efni/flettibaekur/enskar-krossgatur/ordafordakrossgatur_1_lausnir.pdf

The Canterville Ghost

The Canterville Ghost

Hér er þessi frábæra saga eftir snillinginn Oscar Wilde sett í kennslubúning. Sagan skiptist í 7 kafla og er hver og einn útbúinn með greinargóðum gagnvirkum orðskýringum sem felast í því að ef þið setjið músa bendilinn yfir undirstrikuð orð þá birtist þýðingin. Þá fylgja vandaðar gagnvirkar spurningar hverjum kafla og svo er hægt að hlusta á alla kaflana upplesna.

Hér má nálgast The Canterville Ghost:

https://skolavefurinn.is/namsgreinar/enska/canterville-ghost

Stærðfræði

Í stærðfræðibjóðum við upp á fjölbreytt efni fyrir 10. bekk.

Hér eru nokkur dæmi:

Stærðfræðikennarinn

Stærðfræðikennarinn

Stærðfræðikennarinn okkar hefur að geyma um 1000 myndbönd, en í þeim myndböndum er farið yfir hvernig á að reikna fjölbreytt úrval dæma með ýmsum aðferðum.

Myndböndunum fylgja útprentanleg hefti sem nemendur geta reiknað og að sjálfsögðu er alltaf hægt að sækja svör við þeim heftum.

Fyrir 10. bekk leggjum við til að nemendur skoði efnisyfirlitið vel og fari í það sem samsvarar því efni sem kennt er í skólanum.
Þá mælum við með að nemendur fari inn í samræmd próf (10. bekkur), prenti út dæmaheftin og svari þeim dæmum sem þar er að finna og kíki svo á myndböndin og svörin.

Hér er farið inn í Stæðfræðikennarann:

https://skolavefurinn.is/staerdfraedikennarinn

Dæmi um myndbandskennslu:

https://skolavefurinn.is/staerdfraedikennarinn/997/-%20Samr%C3%A6md%20pr%C3%B3f%20%2810.%20bekkur%29%20

Prófasíðan - Stærðfræði

Prófasíðan - Stærðfræði

Á Prófasíðunni okkar er einnig að finna mikið efni til að þjálfa sig. Til að komast inn í það efni er smellt á tengilinn fyrir neðan:

https://nytt.skolavefurinn.is/profasidan/staerdfraedi-10-bekkur

Landafræði

Þrjár nýjar landafræðibækur og vefsíða fyrir 5., 6. og 7. bekk

Þrjár nýjar landafræðibækur og vefsíða fyrir 5., 6. og 7. bekk

Í landafræði fórum við nýlega af stað með nýja síðu sem nú þegar inniheldur þrjár  námsbækur þar sem farið er yfir atriði eins og: kort og hvernig á að lesa úr þeim, heimsálfurnar, kenningar um hvernig heimurinn varð til, samsetningu jarðarinnar, flekakenninguna, jarðskjálfta og eldvirkni,  háhita- og lághitasvæði, hugtakið loftslag  útskýrt og hvað hefur áhrif á það, gang himintunglanna, möndulhalla jarðar, árstíðir, loftslagsbelti, hæð yfir sjávarmáli, hafstrauma, hæðir, lægðir og loftþrýsting, lofthjúpinn, hlýnun jarðar og margt fleira.

Verkefnin sem fylgja eru mjög fjölbreytt, áhugaverð og skemmtileg. Lausnir við verkefnum fylgja.

Á síðunni er líka mikið af skemmtilegum gagnvirkum æfingum sem allir ættu að hafa gaman af.

https://nytt.skolavefurinn.is/samfelagsgreinar/landafraedi

Veistu svarið

Veistu svarið

Veistu svarið

Veistu svarið er gagnvirkur spurningaleikur sem hentar fyrir allar tölvur og síma. Þú smellir á flokk og færð 10 spurningar í þeim flokki. Þegar þú hefur lokið þeim getur þú smellt á annan flokk eða sama flokkinn og fengið aftur tíu spurningar. Athugið að spurningarnar veljast handahófskennt þannig að þú getur fengið sömu spurningarnar aftur, en það er bara betra.

Viðfangsefnin eru fjölmörg:

• Bókmenntir
• Danskur orðaforði
• Efnafræði
• Enskur orðaforði
• Íslensk málnotkun og málfræði
• Landafræði
• Saga