Jólasíða Skólavefsins 2022

Kynntu þér síðuna

Risa BÓKAÚTSALA á Skólavefnum

Kynntu þér útsöluna
Nýtt: Laxdæla í léttlestrarbúningi
Íslenska

Nýtt: Laxdæla í léttlestrarbúningi

Í fyrra buðum við upp á Grettis sögu í nýjum og einfölduðum búningi sem mæltist afar vel fyrir. Nú bætum við um betur og bjóðum ykkur upp á hina stórkostlegu Laxdæla sögu í svipuðum búningi. Sagan skiptist í 60 kafla og eru allir kaflarnir undir 200 orðum. Fjölbreytilegar spurningar fylgja efninu. Að sjálfsögðu geta kennarar svo pantað stuttar en hnitmiðaðar kennsluleiðbeiningar og lausnahefti. Gagnvirkar spurningar bætast við innan tíðar.

Þetta er frábært efni til að kenna Íslendingasögurnar og í leiðinni að þjálfa lestur og lesskilning í hæfilegum skömmtum.

lesa meira..

Вивчіть ісландську мову для українців

Натисніть тут

Bleikbókin 2: Undirbúningur fyrir PISA könnun

Kynntu þér efnið

-----

NÝTT og áhugavert
Íslenska

Nýtt: Konur í Íslendingasögunum – Þuríður á Fróðá (og Hallgerður langbrók)

Nýlega buðum við upp á stutt en hnitmiðað námsefni þar sem við kynntum merkar konur sem sagt er frá í Íslendingasögunum. Fimm konur hafa þegar verið kynntar: Auður djúpúðga, Guðrún Ósvífursdóttir, Guðríður Þorbjarnardóttir, Hallgerður langbrók og Helga Bárðardóttir. Nú bætist sú sjötta við sem er engin önnur en Þuríður á Fróðá.

Efnið er byggt upp á svipaðan hátt og í Litabókunum, þ.e. þið getið nálgast það í ólíkum sniðum: sem flettibók, í pdf og/eða í vefútgáfu. Fjölbreytt verkefni fylgja.

Já, hér er hægt að þjálfa lestur og lesskilning á markvissan og uppbyggilegan hátt og kynnast Íslendingasögunum í nýju ljósi. Hentar bæði í skólastofunni og fyrir einstaklingsmiðað nám heima fyrir.

lesa meira..
Íslenska

Stórt verk! Nýtt námsefni um fyrri heimsstyrjöldina

Nú bjóðum við upp glænýtt heildstætt efni um fyrri heimsstyrjöldina hvort heldur til almennrar sögukennslu eða til að efla lesskilning.

Fyrri heimsstyrjöldin var ásamt með síðari heimstyrjöldinni sá atburður sem hvað mest mótaði tuttugustu öldina og þann veruleika sem við búum við í dag. Til að skilja betur samtímann er nauðsynlegt að kunna á henni skil.

Fyrir hverja er efnið?

Efnið er fyrst og fremst hugsað sem söguefni fyrir efstu bekki grunnskólans en mætti hæglega nota sem þjálfunarefni í lesskilningi á á öðrum stigum ef út í það er farið.  Þá hentar efnið einnig framhaldsskólum.

Fimm bækur

Efnið skiptist í fimm bækur og má segja að fyrstu tvær bækurnar séu heildstætt efni þar sem farið er yfir aðdraganda styrjaldarinnar, gang hennar og afleiðingar. Hinar þrjár bækurnar eru ítarefni fyrir þá sem vilja fræðast enn frekar um meginmálið.

Uppsetning

Efnið er hægt að prenta út en svo er efnið einnig aðgengilegt á góðri vefsíðu þar sem hægt er að hlusta á það upplesið og glíma við gagnvirkar fjölvalsspurningar.

Þá munum við innan skamms bjóða upp á myndbandsviðtöl við einstaklinga sem upplifðu átökin á eigin skinni.

lesa meira..
Samfélagsgreinar

Bók 1,2 og 3 - 20. öldin - Nýr valkostur í sögukennslu

BÓK 3 komin - Núna bjóðum við upp á nýjan valkost í sögukennslu sem viðvonum að falli bæði kennurum og nemendum í geð og stuðli að auknum áhuga ásögu.

Efnið samanstendur af stuttum lesköflum, og færhvert ár sinn kafla. Hægt er að nýta efnið á fjölbreyttan hátt. Það er t.a.m.tilvalið sem grunnefni eða kveikja að nánari athugun á tilteknum þáttum, en þaðgetur líka nýst eitt og sér til að gefa nemendum ákveðna svipmynd af 20. öldinni.Og alltaf má svo nýta efni sem þetta til að þjálfa almennan lestur oglesskilning.

Öllum köflum fylgja bæði opnar spurningar ogfjölvalsspurningar og er þar oft um nánast sömu spurningar að ræða; það erokkar trú að þannig festist efnisatriði sem best í minni.

Í þessi hefti um fyrri hluta 20. aldarinnarhöfum við valið það sem við teljum áhugavert en eins og gefur að skilja sýnistsitt hverjum í því efni.  

Gjarnan hefur uppistaðan í sögukennslu tengststjórnmálum, valdatafli þjóðarleiðtoga og stríðsbrölti. Við förum þá leið einnigað einhverju marki, en við leggjum líka aðrar áherslur, enda af nógu að taka. Viðleggjum t.a.m. mikið upp úr því að kynna listir og listamenn sem höfðu mótandiáhrif á samtíma sinn, þar á meðal ungu kynslóðina.  

Tuttugasta öldin var öld tveggja heimsstyrjaldameð öllum þeim hörmungum sem þeim fylgdu. Hún var einnig öld ótrúlegra framfaraí tækni og vísindum. Auk þess blómstruðu á öldinni listir, menning og íþróttir.  

Söguþekking, af hvaða tagi sem hún er, auðveldarokkur að takast á við okkur sjálf og þá tíma sem við lifum.  

lesa meira..
Íslenska

Veistu svarið: Grísku guðirnir

Í dag bjóðum við upp á 70 nýjar gagnvirkar spurningar um grísku guðina undir liðnum Veistu svarið? en það er gagnvirkur spurningaleikur sem hentar fyrir allar tölvur og síma. Þú smellir á flokk og færð 10 spurningar í þeim flokki. Þegar þú hefur lokið þeim getur þú smellt á annan flokk eða sama flokkinn og fengið aftur tíu spurningar. Spurningarnar veljast handahófskennt þannig að þú getur fengið sömu spurningarnar aftur, en það er bara betra því þannig festast svörin í minni.

Veistu svarið?

Grísku guðirnir (1)

Grísku guðirnir (2)

----

Þá minnum við á námsefnið okkar um Grísku guðina sem við gáfum út á vefnum á síðasta ári, en það er heildstætt námsefni sem við hvetjum ykkur til að skoða. Það eflir líka lesskilning sem kemur sér vel þessa dagana.

lesa meira..
Íslenska

Veistu svarið: Nú spyrjum við út í fyrri heimsstyrjöldina. (1. og 2. hluti)

Í dag bjóðum við upp á yfir40 nýjar gagnvirkar spurningar (2. hluti) um fyrri heimsstyrjöldina undir liðnum Veistu svarið? og spurningarnar þá orðnar 82. Veistu svarið? er gagnvirkur spurningaleikur sem hentar fyrir allar tölvur og síma. Þú smellir á flokk og færð 10 spurningar í þeim flokki. Þegar þú hefur lokið þeim getur þú smellt á annan flokk eða sama flokkinn og fengið aftur tíu spurningar. Spurningarnar veljast handahófskennt þannig að þú getur fengið sömu spurningarnar aftur, en það er bara betra því þannig festast svörin í minni. Þetta er góð leið til að læra staðreyndir.

Þá minnum við á námsefnið okkar um fyrri heimsstyrjöldina sem við gáfum út á vefnum á síðasta ári, en það er heildstætt námsefni sem við hvetjum ykkur til að skoða. Það eflir líka lesskilning sem kemur sér vel þessa dagana.

Veistu svarið?

Fyrri heimsstyrjöldin (1)

Fyrri heimsstyrjöldin (2)

----

Veistu svarið er frábær gagnvirkur spurningaleikur sem hentar vel fyrir allar tölvur og síma :)

Leikurinn er hugsaður til þjálfunar og að hjálpa nemendum að tileinka sér ákveðin þekkingaratriði og festa þau í minni. Þá leggjum við mikið upp úr því að hann sé skemmtilegur. Efnið eða spurningarnar taka einkum mið af námi í grunnskóla en við munum svo bjóða upp á fleiri flokka bæði sem tengjast náminu beint og sem efla almennan fróðleik.

----

lesa meira..
Íslenska

Orð og saga – 5 nýjar lestrarbækur (6-10)

Í dag bjóðum við upp á 5 nýjar lestrarbækur í ritröðinni Orð og saga. Hér er um að ræða bækur fyrir þau börn sem eru komin upp úr fyrsta lestrarfasanum, þ.e. þau allra yngstu, og vilja lesa eitthvað sem skiptir máli. Þar með eru bækurnar orðnar tíu.

Hver bók telur 14 lestrarsíður og hver síða tekur fyrir eina staðreynd, heilræði eða orðskýringu.  Má ætla að einhverjir nemendur finni aukinn tilgang með lestrinum þegar þeir eru að læra eitthvað nýtt.  Hvetjum við alla til að skoða þessar bækur vel.  

lesa meira..
Íslenska

Heildstætt námsefni í íslensku frá 1. upp í 4. bekk

Við viljum minna ykkur á þetta heildstæða námsefni í íslensku frá 1. og upp í 4. bekk sem notið hefur gríðarlegra vinsælda hjá þeim sem hafa kennt það.  

1. bekkur - Stafir og orð

Námsefnið Stafir og orð er hugsað fyrir yngstu nemendurna en þar er unnið með stafina og fyrstu skrefin í lestri. Þá er þar einnig að finna stutt þjálfunarverkefni í skrift auk annarra æfinga.

2. bekkur - Orð og setningar

Í þessum bókum er lestur og lesskilningur í öndvegi um leið og  farið er yfir ýmis atriði sem falla undir málfræði, hlustun, ritun og almenna  málnotkun.

3. bekkur - Setningar og málsgreinar

r um að ræða þrjár bækur sem saman telja um 150 verkefni á 200 blaðsíðum. Efnið er bæði fjölbreytt og skemmtilegt þannig að sem flestir geta haft bæði gagn og gaman af. Megináhersla er á lesskilning og málfræði í einföldum búningi. Þá er töluvert af einföldum og aðgengilegum verkefnum til að krydda efnið og samþætta það öðrum áhugasviðum.

4. bekkur - Málsgreinar og mas

Málsgreinar og mas er heildstætt námsefni í íslensku hugsað fyrir 4. bekk og heldur áfram þar sem ritröðinni Setningar og málsgreinar sleppir.


lesa meira..
Íslenska

Lærum íslensku 2.

Lærum íslensku : Bók 2 (úkraínska og enska)

Hér er á ferðinni afar einfaldur þjálfunar- og æfingapakki til að þjálfa orðaforða í íslensku.  Bókin skiptist í 12 hluta ef svo mætti að orði komast og liggur ákveðinn orðaforði til grundvallar hverjum kafla.

Aðferðin felst í því að lesa stök orð og þýðingu þeirra og reyna að leggja þýðinguna á minnið. Á næstu blaðsíðu á nemandinn síðan að reyna að skrifa þýðingu orðanna niður eftir minni; og á þriðju blaðsíðunni fær nemandinn einungis að sjá þýðinguna og á að skrifa rétt íslenskt orð við viðkomandi þýðingu. Þá eru nokkur létt verkefni látin fljóta með.
Þetta er viðbót við efnið Lærum íslensku og hægt að nota samhliða því.  

Hægt er að panta bókina útprentaða hjá okkur (sjá Bóksölu).

Slóð í úkraínsku útgáfuna:
https://nytt.skolavefurinn.is/laerum-islensku-saman/ukrainska#ordafordi

Slóð í ensku útgáfuna:
https://nytt.skolavefurinn.is/laerum-islensku-saman/enska#ordafordi

lesa meira..
Íslenska

Málfræðimeistarinn: Frábærar málfræðiæfingar fyrir byrjendur

Í dag bjóðum við upp á stórskemmtilega nýjung sem við köllum einfaldlega Málfræðimeistarann.  Málfræðimeistarinn er í grunninn einfaldari útgáfa af hinu sívinsæla Málfræðiklikki og byggir á málfræðiatriðum sem farið er yfir á yngsta stigi grunnskólans.

Efnið skiptist í 4 flokka (sérhljóðar og samhljóðar, nafnorð, sagnorð, lýsingarorð) sem svo greinast niður í námsþætti eftir því út á hvað æfingarnar ganga.

Hver námsþáttur inniheldur 5 borð sem þyngjast eftir því sem ofar dregur. Hvert borð felur í sér 4 æfingar og í hverri æfingu birtast 5 málsgreinar, ein í einu (eða 5 orð í sérhljóða- og samhljóðaæfingunum). Nemendur vinna sig þannig áfram, skref fyrir skref, þar til þeir hafa náð góðum tökum á hverjum námsþætti fyrir sig.

Hér er samtals að finna vel yfir 2000 málsgreinar (og stök orð), svo það er af nógu að taka.

Ábendingar eða athugasemdir varðandi Málfræðimeistarann má gjarnan senda okkur á netfangið skolavefurinn@skolavefurinn.is - við tökum þeim fagnandi.

lesa meira..
Íslenska

GRETTIR STERKI - 38 bls. lestrarvinnubók - Sagan sögð í stuttu máli

Nú bjóðum við upp áhugaverða nýjung sem er lestrarvinnubók með sögunni um Gretti Ásmundarson hinn sterka. Efnið er hugsað sem brú á milli árganga þar sem textinn sjálfur er einfaldaður og styttur án þess þó að það komi niður á sögunni sjálfri. Þannig hentar hann nemendum á yngri stigum (5.–6. bekk) jafnt og þeim sem komnir eru á efri stig.

Þjálfun í lestri og lesskilningi

Söguna má nota bæði sem efni til að þjálfa lestur og lesskilning hjá yngri nemendum sem og til að kenna á eldri stigum í íslensku. Sagan er í 38 á köflum og er hver kafli mjög stuttur og hentar vel sem kennslueining. Hverjum kafla fylgja spurningar.

Kennarabók með ítarefni og lausnum

Hægt er að nálgast sérstaka kennarabók með efninu en þar er að finna ítarefni með hverjum kafla, auk lausna við spurningunum sem fylgja.  

Kynning á Íslendingasögum

Þá er tilvalið að nota efnið þegar kynna á Íslendingasögur eldri nemendum. Það hefur víða tíðkast meðal þjóða að kynna eldri bókmenntaverk á einfaldan og aðgengilegan hátt til að slíkar gersemar fari ekki forgörðum, og þyrftum við hér heima kannski að gera meira af því.

Heimalestur með foreldrum

Þá gætu foreldrar séð sér leik á borði og lesið þetta efni heima með börnum sínum því það hentar í sjálfu sér öllum aldurshópum. Þannig slá foreldrar og aðrir aðstandendur tvær flugur í einu höggi: hjálpa börnunum að ná sem bestum tökum á lestri og veita þeim  innsýn í dýrmætan menningararf. Góð samverustund það.

Flettibók – Pdf - Vefsíða

Efnið er hægt að nálgast sem flettibók, pdf og í vefsíðu þar sem boðið er upp á fjölvalsspurningar með hverjum kafla.

lesa meira..
Íslenska

Nýtt! Hér og nú: Sex nýjar lestrarbækur fyrir þau yngstu

Nýlega buðum við upp á sex nýjar lestrarbækur sem byggðu á rími og nú er komið að annarri línu af lestrarbókum fyrir þau yngstu. Þá ritröð köllum við Hér og nú.  Bækurnar sem hver um sig telur 14 lestrarsíður og byggja á kunnum orðasamböndum, algengum sagnorðum og lýsingarorðum.  Vonum við að þær falli jafnvel í kramið og Rímbækurnar.

lesa meira..

Veistu svarið / Danskur orðaforði: Líkaminn, námsgreinar, staðsetning og skapgerð og persónueinkenni.

Það getur verið gagnlegt að læra tungumál í gegnum léttar og skemmtilegar fjölvalsspurningar og það er einmitt það sem við bjóðum ykkur upp á í dag. Um er að ræða fjórar nýjar orðaforðaæfingar þar sem þið þjálfið ykkur orðum yfir líkamann 38 orð), námsgreinar (22 orð), staðsetningu og skapgerð (26 orð) og persónueinkenni (30 orð). Já, nú getið þið bætt 116 nýjum orðum í danska orðforðann ykkar.

lesa meira..

Stærðfræðifabrikkan - Búðu til eigin stærðfræðiblöð og gagnvirkar æfingar

Nú bjóðum við upp á glænýja síðu þar sem þið getið búið til ykkar eigin stærðfræðiblöð eða bækur með nokkrum músarsmellum.  Hægt er að velja um samlagningu, frádrátt, margföldun og deilingu. Þá getið þið valið um ólíkar útfærslur dæmanna s.s. uppsetningu dæmanna sjálfra, hvaða tölur eiga að liggja til grundvallar o.s.frv.  Að sjálfsögðu fylgja lausnir með ef þess er óskað.

Síðast en ekki síst þá er hægt að útbúa dæmasöfn með sömu forsendum gagnvirk með einum smelli fyrir öll tæki.  Er þetta ótrúlega gagnleg og skemmtileg útfærsla sem enginn má láta framhjá sér fara.

lesa meira..
Íslenska

Rímbækur - Sex lestrarbækur fyrir yngstu nemendur

Bækurnar eru hugsaðar fyrir yngstu nemendurna og þá sem eru að fóta sig í fyrstu skrefum lestrarævintýrisins.  Efnið er að frábrugðið hefðbundnu þjálfunarefni í lestri því áherslan hér er fyrst og fremst á rím og það hvernig stafur eða stafir á undan, á eftir og inn í orði geta breytt lestraráherslunum og myndað ný orð og nýja merkingu. Er það von okkar að efnið  sé góð viðbót í allt það ágæta efni sem til er.

lesa meira..
Ýmsar síður

Bleikbókin 2 - Nýtt lesskilningsefni með Pisatengdum æfingum

Nú bjóðum við upp á nýja Litabók sem ber heitið Bleikbókin 2 þar sem áherslan er einkum á þá sem hafa áhuga á að standa sig vel á PISA prófum. Efnið er að hluta byggt á spurningum úr eldri Pisa prófum, sem hægt er að skoða á síðum OECD, án þess þó að apa eftir þeim. Þrátt fyrir að efnið sé hugsað sem þjálfunarefni fyrir PISA þá hentar það öllum sem vilja þjálfa sig í að leysa þrautir sem reyna á athygli og einbeitingu almennt enda okkar trú að æfingin skapi meistarann. Eins og annað efni sem fellur undir Litabækurnar er bæði hægt að prenta það út og leysa það beint af vefnum.

lesa meira..
Krakkar

Litla leikjasíðan: Ný leikjasíða fyrir börn á öllum aldri

Nú bjóðum við upp á glænýja leikjasíðu fyrir börn á öllum aldrei með leikjum sem þjálfa rökfærni og hugsun.  

Við byrjum á fjórum tegundum af leikjum sem eru:
1) púsl
2) kubbapúsl
3) rennipúsl
4) minnisleikur

Tíu leikir eru í hverjum flokki sem þannig gerir 40 leiki.

Já, það er engin ástæða að láta sér leiðast.  Nýir leikir bætast við fljótlega.

lesa meira..
Samfélagsgreinar

Samfélagsfræði - Yngri bekkir - 6 bækur

Hér má nálgast stuttar og markvissar kennslubækur í samfélagsfræði fyrir yngsta stigið eða frá 1. og upp í 4. bekk. Allt efnið tekur mið af Aðalnámskrá grunnskóla.

lesa meira..
Stærðfræði

Stærðfræði 4 - 1. bók - Upprifjun

Skólavefurinn hefur að undanförnu fengið fjölda beiðna um meira efni í stærðfræði og eins og alltaf reynum við að verða við óskum notenda. Í dag bjóðum við upp á nýja bók í stærðfræði sem fyrst og fremst er hugsuð fyrir 4. bekk og þá sem upprifjun á efni 3. bekkjar. Hún telur 40 blaðsíður og skiptist í 14 kafla. 

Eins og alltaf tekur efnið mið af Aðalnámskrá grunnskóla og því námsefni sem lagt er til grundvallar í þeim bekkjum. 

lesa meira..
Íslenska

NÝTT - BITABÆKUR – Nýjar og frumlegar lestrarbækur fyrir þau yngstu.

Bitabækur er skemmtileg nýjung í lestrarbókaflórunni sem notaðar hafa verið  með góðum árangri víða erlendis.

Hver Bitabók er bara eitt blað sem brotið er saman þannig að úr verði bók. (þ.e. fyrst er blaðið brotið til helminga þannig að lestrarefnið sé utaná og síðan aftur til helminga þannig að forsíðan sé á réttum stað)

Þetta getur ekki verið einfaldara.

Nú í fyrstu atrennu bjóðum við upp á 30 bækur en munum svo fjölga þeim hratt.

Við hvetjum alla kennara yngri nemenda til að kynna sér þessa frábæru nýjung sem hefur víða reynst svo vel.

lesa meira..
Íslenska

Nýtt í Heimalestur: Kvenhetjan Helga Bárðardóttir

Helga Bárðardóttir var sannarlega óvenjuleg; hún var skáld, og hún lék á hörpu. Hún var mennsk að nokkru leyti en tröllablóð var einnig í æðum hennar. Nú bjóðum við upp á sögu þessarar stórbrotnu  konu í Heimalestri í átta stuttum bútum. 

Heimalestur Skólavefsins hefur fengið mjög góðar viðtökur

Á vordögum hleypti Skólavefurinn af stokkunum nýju efni sem hlaut yfirskriftina Heimalestur. Efnið er ætlað til daglegrar þjálfunar í lestri í heimahúsum og á það að sameina bæði skemmtun og fróðleik ásamt því að efla lesskilning nemandans. 

Hægt er að velja á milli svokallaðra bútalestra og lengjulestra

Bútalestrarnir bjóða upp á stuttar „bækur“ sem innihalda hver um sig tíu eða færri „búta“ (kafla) um afmarkað efni. 

Lengjulestar innihalda ellefu eða fleiri búta (kafla) í hverri „bók“, þar sem hver bók hefur að geyma þröngt afmarkað svið. 

Verkefni og gagnvirkar spurningar fylgja hverjum bút, og flóknari bútum fylgja að auki skýringar og umræðupunktar sem nemendur eða foreldrar geta nálgast ásamt svörum við verkefnum. 

Þetta efni hefur þegar fengið mjög góðar undirtektir. Við höfum því ákveðið að bæta smátt og smátt við, og nú í vikunni höfum við sett inn nýjan bútalestur, að þessu sinni átta búta um Helgu Bárðardóttur sem er m.a. fræg fyrir að hafa farið á ísjaka frá Snæfellsnesi til Grænlands. Fleiri bútalestrar munu fylgja um íslenskar kvenhetjur og má þar nefna Þuríði á Fróðá, Auði djúpúðgu, Hallgerði langbrók og Guðrúnu Ósvífursdóttur

Kosturinn við heimalesturstextana er m.a. sá að hver „bútur“ er stuttur (um 150 orð) og yfirstíganlegur – og ef hann höfðar til nemandans verður það hvatning til að færa sig yfir á næsta bút til að fræðast meira um viðkomandi persónu eða málefni.

Við höfum þegar fengið fréttir af foreldrum sem hafa kynnt sér þetta efni og látið börn sín prófa það. Þetta hefur orðið til þess að umræða hefur skapast innan fjölskyldunnar og áhugi kviknað á því fjölbreytilega efni sem hér er um að ræða.

Við bendum foreldrum á að mikið úrval lesskilningstexta er að finna á Skólavefnum og má þar benda á Litabækurnar sem geyma fjölmarga stutta og skemmtilega texta ásamt gagnvikrum spurningum og verkefnum fyrir alla aldursflokka grunnskólans.

Þá má benda kennurum, sem hafa nýtt sér Litabækurnar, að Heimalesturinn (þ.e. bútalestrarnir og lengjulestrarnir) geta orðið kærkomin viðbót við litabókaefnið.  

lesa meira..
Íslenska

Nýir og styttri textar í Litabækurnar til að þjálfa lestur og lesskilning - Hvítbókin

Lestrarþjálfunar- og lesskilningsefnið sem við höfum kosið að kalla Litabækurnar er nýjung hér á Skólavefnum sem hefur notið gríðarlegra vinsælda undanfarin misseri. Hafa bæði kennarar og heimili  verið að kalla  eftir fleiri textum og jafnvel styttri textum en boðið hefur verið upp á fram að þessu.

Nú höfum við orðið við báðum þessum óskum því í dag getið þið nálgast 30 nýja texta sem allir telja undir 70 orð.  

Eru textarnir eins og fyrri textar bæði fjölbreyttir og skemmtilegir með vönduðum verkefnum.

lesa meira..
Íslenska

NÝTT – HEIMALESTUR – til daglegrar þjálfunar í lestri

Heimalestur er nýjung úr smiðju okkar á Skólavefnum þar sem markmiðið er að hjálpa nemendum að bæta sig í lestri og lesskilningi og hafa gaman af því. Hentar þetta bæði í skólanum og heima fyrir.

Við bjóðum upp á tvo flokka af lestrum, þ.e. annars vegar bútalestra sem samanstanda af stuttum sjálfstæðum lestrum sem þó eru tengdir innbyrðis, og hins vegar svokallaða lengjulestra sem eru framhaldslestrar og segja samfelldari sögu. Hver lestrareining er stutt og hnitmiðuð. Textarnir eru fjölbreyttir og fræðandi. Því ættu allir að geta fundið eitthvað við hæfi.

Til að styðja enn frekar við nemendur bjóðum við upp á ýmis hjálpartól á vefútgáfunni sem hægt er að nýta.

Þau eru:

• listar yfir erfið orð
• gagnvirkar spurningar til að prófa lesskilning
• orðskýringar
• skráningarferli til að nemendur geti fylgst með lestrarframvindu sinni.

Hvað varðar erfiðleikastig lestranna, þá verður hver nemandi að finna sér texta sem honum hentar og höfum við ekki flokkað þá.

Sú umræða að mörg íslensk börn eigi við lestrarvanda að stríða hefur farið nokkuð hátt að undanförnu. Við viljum með þessu og öðru námsefni Skólavefsins leggja okkar af mörkum til að aðstoða nemendur við að bæta  árangur sinn í lestri og lesskilningi. Sem fyrr leggjum við kapp á að bjóða upp á vandað og áhugavert efni með skemmtilegri framsetningu og með gagnlegum verkefnum, því það hér gildir sú gamla staðhæfing að æfingin skapar meistarann.

lesa meira..
Íslenska

Saga landafundanna – Þjálfunarefni í lestri

Efni þetta er hugsað sem þjálfunarefni í lestri fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á að nýta lesturinn til almenns fróðleiks og þekkingarauka. Ekki viljum við eyrnamerkja það neinum ákveðnum aldurshópi og verður hver og einn að meta það hvort textinn henti honum.

Efnið er byggt á bók bandaríska sagnfræðingsins Hendrik Willem van Loon (1882–1944) sem í mjög frjálslegri íslenskri þýðingu mætti útleggja sem Stutt saga landafundanna frá fyrstu tíð fram til þess að nýi heimurinn uppgötvast, en með nýja heiminum er átt við Ameríku.

Efnið er samsett úr 52 stuttum köflum og hverjum kafla fylgja spurningar sem tilvalið er að skoða. Bæði er um að ræða opnar spurningar og fjölvalsspurningar og getur hver og einn valið hvort tveggja eða annað hvort. En við viljum vekja athygli á að með því að svara spurningum úr efninu festum við okkur innihald textans betur í minni.

Í upphafi hvers kafla höfum við útbúið stutta orðalista með orðum sem gætu vafist fyrir í lestri og mælum við með að nemendur fari yfir hann áður en farið er í sjálfan kaflann.

Já, hér fáið þið frábært efni til að þjálfa lestur hvort sem er heima fyrir eða í skólanum.

lesa meira..
Íslenska

Grísku guðirnir – Þjálfunarefni í lestri

Efni þetta er fyrst og fremst hugsað sem þjálfunarefni í lestri fyrir þá sem hafa áhuga á að nýta lesturinn til almenns fróðleiks og þekkingarauka. Ekki viljum við eyrnamerkja það neinum ákveðnum aldurshópi og verður hver og einn að meta það hvort textinn henti honum.Efnið verður innan tíðar einnig sett upp á vefsíðu þar sem hægt verður að hlusta á hvern kafla upplesinn.

Efninu er skipt upp í fjórtán kafla og er hver kafli tileinkaður ákveðnum guði. Alls telur þessi bók 40 blaðsíður. Hver kafli samanstendur af lestexta, spurningum úr honum og einföldum en hnitmiðuðum þjálfunarverkenum í grunnatriðum íslenskunnar.

Í þessari útprentanleguu útgáfu er um að ræða opnar spurningar en á væntanlegri vefsíðuútgáfu verða fjölvalsspurningar og getur þá hver og einn valið hvort tveggja eða annað hvort. En við viljum vekja athygli á því að það að svara spurningum úr efni sem þessu hjálpar mikið til að leggja innihaldið á minnið.

Já, hér fáið þið frábært efni til að þjálfa lestur hvort sem er heima fyrir eða í skólanum. Og í ofanálag tileinkið þið ykkur áhugaverðan fróðleik sem alltaf kemur sér vel.

lesa meira..
Íslenska

Málfræðiskammtar Skólavefsins - 4. hefti - fyrir efstu bekki grunnskólans og einnig framhaldsskóla

Nú er komið að fjórðu bókinni af Málfræðiskömmtum Skólavefsins. Þar er að finna 20 skammta.

Málfræðiskammtar Skólavefsins eru hugsaðir fyrir efri bekki grunnskólans (7.–10. bekk) og framhaldsskólann. Samtals er um að ræða 80 málfræðiskammta í fjórum bókum þar sem farið er yfir öll helstu málfræðiatriði sem Aðalnámskrá kveður á um.

Hverjum skammti fylgja verkefni, bæði opnar spurningar og gagnvirkar.

lesa meira..

Málsgreinar og mas: Þriðja bók

Þá er komið að bók númer þrjú í bókaflokknum Málsgreinar og mas. Hún samanstendur af 50 köflum eins og fyrri bækur. 

Málsgreinar og mas er heildstætt námsefni í íslensku hugsað fyrir 4. bekk og heldur áfram þar sem ritröðinni Setningar og málsgreinar sleppir. Efnið er unnið samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla fyrir viðkomandi árgang sem og okkar eigin námskrá sem við tókum saman í íslensku fyrir alla aldurshópa grunnskólans. 

Eins og áður leggjum við ríka áherslu á lesskilning og lestur almennt ásamt því sem við förum yfir alla þá þætti sem nemendur 4. bekkjar eiga að kunna skil á. Þá leggjum við sérstaka áherslu á vinnu með orð og orðaforða. 

Við höfum skipt efninu í þrjár bækur og verður hægt að nálgast þær á sérstakri vefsíðu í ólíkum útfærslum auk þess að sækja gagnvirkar æfingar sem tengjast efninu.

lesa meira..
Íslenska

Litabækurnar – Frábært námsefni til að þjálfa lesskilning

LITABÆKURNAR er frábært efni úr námsgagnasmiðju okkar á Skólavefnum. Bækurnar sem eru sex að tölu hafa að geyma þrjátíu lestexta hver, en textarnir eru mislangir eftir bókum (litum). Felst flokkun bókanna fyrst og fremst í lengd textanna, en þá eru styttri textarnir gjarnan einfaldari, bæði hvað varðar byggingu og orðaval. Öllum lestextunum fylgja vandaðar spurningar sem umfram allt eru hugsaðar til að þjálfa lesskilning. 

Lestextarnir sjálfir voru valdir af kostgæfni en þar var reynt að sameina áhuga nemendanna, námskrána og fróðleik sem við teljum að muni nýtast vel.

Eins og með annað efni úr okkar smiðju þá er það útbúið þannig að bæði er hægt að vinna það beint af vefnum og fá það á prenti. Vefefnið er aðgengilegt á Skólavefnum og æfingarnar sem fylgja hverjum texta eru gagnvirkar fjölvalsspurningar. Erum við stolt af þessu efni og ánægð með veflausnirnar. Í prentútgáfunni eru spurningarnar opnar.

Hér er á ferðinni frábært efni til að þjálfa lesskilning!

lesa meira..
Íslenska

Setningar og málsgreinar – Heildstætt námsefni í íslensku fyrir 3. bekk.

Á síðasta vetri buðum við uppá glænýtt heildstætt námsefni í íslensku fyrir 2. bekk sem við kölluðum Orð og setningar (þrjár bækur). Kom það í kjölfar efnisins Stafir og orð sem hugsað var fyrir 1. bekk. Þetta efni hefur notið töluverðra vinsælda og verið mikið notað. Nú munum við bjóða upp á hliðstæðan pakka fyrir 3. bekk sem ber heitið Setningar og málsgreinar. Þetta er heildstætt námsefni í íslensku, það skiptist í þrjár bækur og telur samtals rétt tæpar 200 blaðsíður.

lesa meira..
Íslenska

Stafir og orð – Vinsælt heildstætt námsefni í stafainnlögn, lestri og skrift fyrir 1.bekk.

Námsefnið Stafir og orð er hugsað fyrir yngstu nemendurna en þar er unnið með stafina og fyrstu skrefin í lestri. Þá er þar einnig að finna stutt þjálfunarverkefni í skrift auk annarra æfinga. 

Efnið skiptist í 4 bækur sem saman telja rúmlega 200 blaðsíður í prenti. Þið getið valið um að skoða þær sem flettibók sem hentar vel þegar kennari vill sýna nemendum eitthvað á skjávarpa eða þá í pdf ef þið viljið prenta efnið út. Hægt er að panta bækurnar útprentaðar hjá okkur. (Sjá Bóksölu) þar sem þið getið nálgast efnisyfirlit hverrar bókar fyrir sig.

lesa meira..
Krakkar

Hopp og skopp – Glænýjar verkefnabækur fyrir yngstu nemendurna

Nú bjóðum við upp á fjórar nýjar og stórskemmtilegar verkefna- og þrautabækur fyrir yngstu nemendur grunnskólans og elstu nemendur leikskólans. Efnið er úr smiðju Mjallar Gunnarsdóttur og hvetjum við alla til að kynna sér þetta efni vel. Verkefnin sameina það að reyna á athyglisgáfu nemenda og að vera skemmtileg en það er jú forsenda þess að jákvætt nám eigi sér stað.

Eins og áður sagði er hér um 4 bækur að ræða sem hver um sig hefur að geyma tíu verkefni og því samtals um 40 verkefni að ræða. Rétt er að vekja athygli á því að þó að verkefnin séu í lit hjá okkur virka þau allt eins vel í svarthvítu og því auðvelt að prenta þau út. Góða skemmtun!

lesa meira..
Samfélagsgreinar

Þrjár nýjar landafræðibækur og vefsíða fyrir 5., 6. og 7. bekk

Nýjar kennslubækur í landafræði og vönduð vefsíða með gagnvirkum æfingum.

Skólavefurinn býður nú upp á þrjár glænýjar kennslubækur í landafræði sem eru hugsaðar fyrir 5., 6. og 7. bekk en má þó einnig kenna á öðrum stigum, allt eftir efnum og ástæðum. Bækurnar eru eftir Ingibjörgu Sól Ingólfsdóttur og myndskreyttar af Mjöll Sigurðardóttur. Þær taka í einu og öllu mið af Aðalnámskrá grunnskóla í greininni auk þess sem reynt hefur verið að gera efnið bæði aðlaðandi og áhugavert fyrir nemendur. Góð verkefni fylgja hverri bók. Þá verður hægt að nálgast lausnir við öllum verkefnum.

Vönduð vefsíða fylgir efninu þar sem hægt er að nálgast bækurnar sem flettibækur og í pdf útgáfu. Á vefsíðunni geta kennarar einnig nálgast skemmtilegar gagnvirkar æfingar þar sem nemendur geta þjálfað sig í að þekkja lönd, höfuðborgir og fána.
Í þessu efni er landafræðin skoðuð í ljósi nýjustu áherslna og upplýsinga. Hér er á ferðinni efni sem talar inn í samtímann og það sem brennur á fólki í dag.

Hér má sjá nánari lýsingu á innihaldi hverrar fyrir sig:

Bók 1: Að rata um heiminn

Í þessari bók sem er 46 blaðsíður á lengd og skiptist í 13 kafla er farið yfir kort og hvernig á að lesa úr þeim, heimsálfurnar og fleira.
Verkefnin sem fylgja eru mjög fjölbreytt, áhugaverð og skemmtileg.

Bók 2: Náttúruöflin

Í þessari bók sem er 49 blaðsíður á lengd og skiptist í 16 kafla er farið yfir kenningar um hvernig heimurinn varð til, samsetningu jarðarinnar, flekakenninguna, jarðskjálfta og eldvirkni,  háhita- og lághitasvæði og fleira
Fjölbreytt og skemmtileg verkefni fylgja hverjum kafla.

Bók 3: Loftslag

Í þessari bók sem er 72 blaðsíður á lengd og skiptist í 15 kafla er hugtakið loftslag  útskýrt og hvað hefur áhrif á það, gang himintunglanna, möndulhalla jarðar, árstíðir, loftslagsbelti, hæð yfir sjávarmáli, hafstrauma, hæðir, lægðir og loftþrýsting, lofthjúpinn, hlýnun jarðar og margt fleira. Fjölbreytt og skemmtileg verkefni fylgja hverjum kafla.

Skólavefurinn.is

lesa meira..
Íslenska

Lita- og verkefnabók: Tölurnar 1-20, fyrir yngstu krakkana.

Nú bjóðum við upp á bókina ‚Lita- og verkefnabók:Tölurnar 1-20‘  fyrir yngstu krakkana og leikskóla.

Fyrsti kaflinn nefnist: ‚Andri á afmæli: Tölurnar1-5‘. - Annar kaflinn nefnist: ‚Freyja fer í útilegu: Tölurnar6-10‘. - Þriðji kaflinn nefnist: ‚Vilmar fer til útlanda:Tölurnar 11-15‘ -Fjorði kaflinn nefnist: ‚Heima hjá Lottu: Tölurnar16-20‘.

Hver kafli telur 5 blaðsíður. Er tilvalið að prentaþetta út og leyfa krökkunum að glíma við þessar einföldu en skemmtilegu þrautirog lita svo.

lesa meira..

Prófasíðan : Stuðningssíða fyrir vor- og haustprófin 2022

Kynntu þér efnið

Kynntu þér Prófasíðu Skólavefsins.
Stuðningssíða fyrir vor- og haustprófin 2022
og samræmdu prófin.

Þúsundir æfinga og kennslumyndbanda til þjálfunar fyrir haustprófin!

Veldu bekk og námsgrein:

9. og 10. bekkur

7. bekkur

4. bekkur

NÝTT OG UPPFÆRT
STAKAR BÆKUR OG HEFTI
No items found.
Ertu að þjálfa þig í lesskilning

Stöðupróf í íslensku

Hér getið þið nálgast skilgreind markmið og stöðupróf í íslensku fyrir valda aldurshópa.
Þið smellið einfaldlega á bekk og þá getið þið valið viðeigandi próf og séð þau markmið sem við teljum að liggi þeim aldurshópi til grundvallar.
vert að skoða :)
Undirbúningur og námsefni fyrir framhaldsskólastig
No items found.
Eitt og annað
Fara efst